Fréttablaðið - 23.06.2006, Síða 83
FÖSTUDAGUR 23. júní 2006 51
ferðabox
...og allur ferðabúnaður
kemst á toppinn
430 lítra
nr. 731846
380 lítra
nr. 731446
380 lítra
nr. 731 86
NÝTT
23
76
/
TA
K
TÍ
K
/
6.
06
. /
3
X
30
FÓTBOLTI Áhorfendur á Kópavogs-
velli fengu svo sannarlega eitt-
hvað fyrir peningana en leikur
Breiðabliks og Fylkis var mikil
skemmtun. Fylkismenn byrjuðu
betur og komust yfir þegar Christi-
an Christiansen nýtti sér slakan
varnarleik Blika til að skora fyrsta
mark leiksins.
Nenad Zivanovic jafnaði metin
fyrir Blika úr fyrsta alvöru færi
þeirra í leiknum á 28. mínútu og
aðeins fjórum mínútum síðar
höfðu Blikar óvænt tekið for-
ystuna eftir rólega byrjun heima-
manna. Magnús Páll Gunnarsson
hitti þá ekki boltann úr upplögðu
færi, en Marel Baldvinsson gerði
aftur á móti engin mistök og skor-
aði framhjá Fjalari Þorgeirssyni í
markinu.
Peter Gravesen átti skot í
stöngina og eftir hornspyrnu sem
kom upp úr þeirri sókn var dæmd
vítaspyrna á Blika eftir bakhrind-
ingu inni í teignum. Sævar Þór
Gíslason gerði engin mistök af
punktinum og jafnaði metin.
Kristján Óli Sigurðsson fékk
dauðafæri sem Fjalar varði í
stöngina og í upphafi síðari hálf-
leiks átti Eyjólfur Héðinsson frá-
bært skot sem Hjörvar Hafliðason
varði vel í slána.
Síðari hálfleikur var mun
rólegri en sá fyrri en það var
Marel Baldvinsson sem tryggði
Blikum sigurinn þegar hann skall-
aði fyrigjöf í Guðna Rúnar Helga-
son og inn á 85. mínútu og stigin
þrjú voru Blika.
„Þetta var fótboltaleikur eins
og maður vill hafa þá, boltinn gekk
fram og til baka og það vantaði
ekki færin báðum megin vallar-
ins. Við vorum að spila vel og
skapa færi og loksins hélt vörnin
sómasamlega, við fengum ekki
nema tvö mörk á okkur,“ sagði
glaðbeittur Marel Baldvinsson
eftir leikinn.
„Nú tekur aftur á móti við erfið
dagskrá á útivelli og því þýðir
ekkert annað en að snúa saman
bökum og berjast eins og ljón. Við
erum ekki með besta fótboltaliðið
í deildinni en baráttan skilar alltaf
sínu, eins og hún gerði í þessum
leik,“ sagði Marel, kampakátur
með sigurinn. - hþh
Breiðablik vann góðan sigur á Fylki í fjörugum leik liðanna á Kópavogsvelli í gær:
Baráttan skilar alltaf sínu
MAÐUR LEIKSINS Marel Baldvinsson skallar hér boltann í leiknum í gærkvöldi en hann
skoraði tvö mörk og stóð sig feykivel í framlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL
FÓTBOLTI Ástralía gerði sér lítið
fyrir og komst í sextán liða úrslit á
HM er liðið náði jafntefli gegn
Króatíu, 2-2, í mögnuðum leik.
Guus Hiddink, þjálfari Ástralíu,
heldur því áfram að gera krafta-
verk á HM.
„Ég er algjörlega orðlaus. Við
komum ekki hingað til Þýska-
lands til að fylla upp í liðin 32 held-
ur höfðum við metnað til að ná
árangri og komast áfram,” sagði
Tim Cahill, leikmaður Ástrala
eftir leikinn í gær.
„Við þurfum aftur á móti að
koma okkur niður á jörðina og
einbeita okkur strax að leiknum
gegn Ítölum sem verður svo sann-
arlega ekki auðvelt.”
Í hinum leik gærkvöldsins lagði
Brasilía lið Japans að velli, 4-1, og
skoraði Ronaldo tvö mörk. - hbg
Ástralía kom verulega á óvart gegn Króatíu:
Kengúrustrákarnir
kláruðu Króatana
ÁSTRALIR Fögnuðu sætinu í sextán liða
úrslitum vel og lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FÓTBOLTI Það leit ekki vel út hjá
FH-ingum þegar Sigurvin Ólafs-
son fékk rautt spjald í Víkinni í
gær. Hann fékk sitt annað gula
spjald með stuttu millibili á 26.
mínútu og Íslandsmeistararnir
léku manni færri frá þeim tíma.
Þrátt fyrir það náðu Víkingar ekki
að nýta sér liðsmuninn og úrslitin
markalaust jafntefli.
Heimir Guðjónsson, aðstoðar-
þjálfari FH, var nokkuð sáttur í
leikslok. „Við vorum einum færri
nánast allan leikinn og erum því
nokkuð sáttir við að fá stig. Strák-
arnir sýndu mikinn karakter. Vík-
ingar eru bara með hörkulið og
erfitt að heimsækja þá, það eru ár
og dagar síðan maður hefur séð
heilan leik þar sem okkur tekst
ekki að skora þannig að ég verð að
skamma sóknarmenn okkar,“
sagði Heimir og brosti.
Víkingar fengu hættulegri færi
í fyrri hálfleik og þar var í aðal-
hlutverki Davíð Þór Rúnarsson
sem ógnaði marki FH af krafti
undir lok fyrri hálfleiksins. Hann
fékk nokkur góð færi til að skora,
Daði Lárusson varði vel frá honum
í eitt skipti og þá átti hann skot
hárfínt framhjá úr góðu færi eftir
undirbúning Viktors Bjarka Arn-
arssonar. Tryggvi Guðmundsson
fékk besta færi FH, átti hættuleg-
an skalla en ekki nógu kraftmik-
inn. Seinni hálfleikur var leiðin-
legur áhorfs en FH náði að stöðva
sóknaraðgerðir Víkinga og þeir
náðu ekki að ógna marki þeirra að
viti.
Leikurinn varð því markalaus.
Þetta er í annað sinn á tímabilinu
sem FH gerir jafntefli gegn nýlið-
um en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn
Breiðablik fyrir skömmu, alla hina
leiki sína hefur FH unnið.
-egm
Víkingur náði ekki að nýta sér liðsmuninn gegn FH:
FH-ingar gerðu aftur
jafntefli gegn nýliðum
BARÁTTA Freyr Bjarnason, varnarmaður FH, fer hér í fljúgandi tæklingu gegn Davíð Þór
Rúnarssyni í leiknum í Víkinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR