Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 20
[Hlutabréf] Eik Banki, stærsti banki Fær- eyja, ætlar að selja nýtt hluta- fé í aðdraganda skráningar í Kauphöll Íslands og Kauphöll- ina í Kaupmannahöfn. Upphæð- in sem Eik hyggst safna er á bil- inu 5,1-6,6 milljarðar króna og hafa núverandi hluthafar kaup- rétt að öllum bréfunum. Útboðið er að fullu sölutryggt miðað við lægri mörk þess. Útboðsgengi bréfanna er 575 danskar krónur á hvern 100 krónu nafnverðshlut. Gengi Eik Banka, sem stóð í 678 dönskum krónum á tilboðsmarkaði í gær, hefur hækkað um 125 prósent á einu ári, þar af um þriðjung á þessu ári. Stærsti hluthafinn í Eik Banka er sjálfseignarstofnunin Spari- kassagrunnurinn sem heldur utan um 63 prósent hlutafjár. SPRON, Kaupþing og aðrir ís- lenskir fjárfestar eru einnig á meðal hluthafa. Eik Banki er stærsti stofn- fjáreigandinn í SPRON og um- svifamikill á dönskum fjármála- markaði. Eik blæs í herlúðra Nýtt hlutafé selt fyrir skráningu bankans á ICEX. Peningaskápurinn ... Viðskipti með bréf Century Aluminum á fyrsta við- skiptadegi félagsins á First North markaðnum í gær námu fjörutíu milljónum. Century er fyrsta banda- ríska félagið sem er skráð á íslenskan hlutabréfamarkað. Sex viðskipti voru með bréf í Century Aluminum Company, móðurfélagi Norðuráls, á fyrsta viðskiptadegi þess á First North- markaðnum í gær. Markaðsvirði viðskiptanna var um 40,5 milljón- ir íslenskra króna. Viðskiptin með Century í gær geta talist góð, í það minnsta ef miðað er við venjulegan dag á First North-markaðnum á Íslandi. Fyrir eru Grandi og Hampiðjan skráð á markaðinn. Viðskipti með bréf þeirra félaga hafa hingað til verið lítil sem engin. Í gærmorgun var margmenni mætt í Kauphöll Íslands til að fylgj- ast með fyrstu viðskiptum Century á markaðnum. Félagið, sem einnig er skráð á Nasdaq-hlutabréfamark- aðinn, er fyrsta bandaríska félagið til að verða skráð á Íslandi. Meðal þeirra sem mættu til at- hafnarinnar voru þeir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Ingólfur Helgason, forstjóri Kaup- þings banka og Halldór Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans. Kaupþing og Landsbankinn voru umsjónaraðilar skráningar félags- ins hér á landi. Logan Kruger, for- stjóri Century, sagði viðtökur ís- lenskra fagfjárfesta við nýloknu hlutafjárútboði félagsins hafa verið framar vonum stjórnenda þess. Markaðsvirði þeirra hluta Cent- ury sem skráðir eru hér á landi nemur 6,45 milljörðum íslenskra króna. Heildarmarkaðsvirði fé- lagsins nemur tæpum 140 milljörð- um íslenskra króna. BMW1 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure BMW Sound Machine

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.