Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 57

Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 57
Íkjölfar alþingiskosninganna 12. maí síðastliðinn hafa sprottið nokkrar umræður um framkvæmd kosninga. Sem formaður og ritari kjörstjórnar Kópavogs viljum við taka þátt í þeirri umræðu og benda á hvað betur má fara. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á liðnum vetri greiðir ríkissjóður kostnað vegna almennra kosninga en sveitarfélög sjá um framkvæmd þeirra. Rök- rétt framhald þessa fyrirkomu- lags væri að ein lög giltu um kosn- ingar og að eitt ráðuneyti hefði málefni kosninga með höndum. Nú gilda þrenn lög um almenn- ar kosningar þ.e. sveitarstjórnar- , alþingis- og forsetakosningar og falla undir tvö ráðuneyti þ.e. fé- lagsmála- eða dóms- og kirkju- málaráðuneyti. Það væri til ein- földunar að um kosningar giltu ein lög undir yfirstjórn eins ráðuneyt- is, til dæmis forsætisráðuneytis. Þjóðskrá vinnur og prentar kjör- skrá úr íbúaskrá og sendir sveitar- félögum. Formlega gefur þó hvert sveitarfélag út kjörskrá og úr- skurðar um kjörskrárkærur þrátt fyrir að vera hætt að halda sér- stakar íbúaskrár. Einfaldast væri því að Þjóðskrá væri formlegur útgefandi kjörskrár og hefði endanlegt úrskurðarvald í kæru- málum. Kjörskrá er gefin út á pappír. Í ljósi þess að flestir kjör- staðir eru í skólum á öðrum net- tengdum stöðum væri heppileg- ast að kjörskrá sé rafræn á vef Þjóðskrár og að kjörstjórnir geti í gegnum vefsamskipti merkt við þegar kjósendur kjósa. Þá gæti kjósandi kosið á hvaða kjörstað sem er á því svæði sem kjörseðill spannar (sveitarfélag/kjördæmi), allt uppgjör í lok kjördags yrði rafrænt og grundvöllur skapað- ur til að greina upplýsingar um kosningaþátttöku þjóðfélagshópa á mun fjölbreyttari hátt en nú er. Slíkt fyrirkomulag myndi einnig auka allt öryggi við framkvæmd kosninga. Fjöldi þeirra sem kjósa utan kjör- fundar eykst stöðugt, fólk er á ferð og flugi. Það þunglamalega kerfi sem nú er, þarf að endur- skoða frá grunni. Einfalda þarf kosninguna, sem í reynd fer fram um allan heim, tryggja að at- kvæði komist til skila og þau ónýt- ist ekki. Sú leið sem við sjáum í þessu er að nota tölvutæknina í ríkari mæli en gert er í dag. Kjósa má utankjörfundar fram á kjördag auk þess sem kjósandi, sem kosið hefur utankjörfund- ar, getur komið á kjörstað á kjör- dag og kosið á ný. Vinna við utan- kjörfundaratkvæði getur því ekki hafist í kjördeildum fyrr en eftir að kjörfundi lýkur. Þetta leið- ir til tafa í uppgjöri og talningu og eykur villuhættu hjá þreyttu starfsfólki. Eðlilegt er að utan- kjörfundarkosningu ljúki ekki síðar en að kvöldi dags fyrir kjör- dag og að sá sem greitt hefur at- kvæði utankjörfundar geti ekki komið á kjörstað á kjördag og kosið á ný. Utankjörfundarkosn- ing hefst 8 vikum fyrir kjör- dag. Framboðsfrestur er þar til 3 vikum fyrir kjördag. Óeðlilegt og jafnvel villandi er að kosn- ing hefjist áður en vitað er hver framboð og frambjóðendur eru. Ekki síst á þetta við um sveitar- stjórnarkosningar þar sem ýmis- konar samstarf um framboðslista og listabókstafi á sér stað eða um óhlutbundna kosningu er að ræða. Í sveitarstjórnarkosning- um 2006 voru a.m.k. 19 listabók- stafir notaðir. Höfundar eru formaður og ritari yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Bætum framkvæmd kosninga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.