Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 57
Íkjölfar alþingiskosninganna 12. maí síðastliðinn hafa sprottið nokkrar umræður um framkvæmd kosninga. Sem formaður og ritari kjörstjórnar Kópavogs viljum við taka þátt í þeirri umræðu og benda á hvað betur má fara. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á liðnum vetri greiðir ríkissjóður kostnað vegna almennra kosninga en sveitarfélög sjá um framkvæmd þeirra. Rök- rétt framhald þessa fyrirkomu- lags væri að ein lög giltu um kosn- ingar og að eitt ráðuneyti hefði málefni kosninga með höndum. Nú gilda þrenn lög um almenn- ar kosningar þ.e. sveitarstjórnar- , alþingis- og forsetakosningar og falla undir tvö ráðuneyti þ.e. fé- lagsmála- eða dóms- og kirkju- málaráðuneyti. Það væri til ein- földunar að um kosningar giltu ein lög undir yfirstjórn eins ráðuneyt- is, til dæmis forsætisráðuneytis. Þjóðskrá vinnur og prentar kjör- skrá úr íbúaskrá og sendir sveitar- félögum. Formlega gefur þó hvert sveitarfélag út kjörskrá og úr- skurðar um kjörskrárkærur þrátt fyrir að vera hætt að halda sér- stakar íbúaskrár. Einfaldast væri því að Þjóðskrá væri formlegur útgefandi kjörskrár og hefði endanlegt úrskurðarvald í kæru- málum. Kjörskrá er gefin út á pappír. Í ljósi þess að flestir kjör- staðir eru í skólum á öðrum net- tengdum stöðum væri heppileg- ast að kjörskrá sé rafræn á vef Þjóðskrár og að kjörstjórnir geti í gegnum vefsamskipti merkt við þegar kjósendur kjósa. Þá gæti kjósandi kosið á hvaða kjörstað sem er á því svæði sem kjörseðill spannar (sveitarfélag/kjördæmi), allt uppgjör í lok kjördags yrði rafrænt og grundvöllur skapað- ur til að greina upplýsingar um kosningaþátttöku þjóðfélagshópa á mun fjölbreyttari hátt en nú er. Slíkt fyrirkomulag myndi einnig auka allt öryggi við framkvæmd kosninga. Fjöldi þeirra sem kjósa utan kjör- fundar eykst stöðugt, fólk er á ferð og flugi. Það þunglamalega kerfi sem nú er, þarf að endur- skoða frá grunni. Einfalda þarf kosninguna, sem í reynd fer fram um allan heim, tryggja að at- kvæði komist til skila og þau ónýt- ist ekki. Sú leið sem við sjáum í þessu er að nota tölvutæknina í ríkari mæli en gert er í dag. Kjósa má utankjörfundar fram á kjördag auk þess sem kjósandi, sem kosið hefur utankjörfund- ar, getur komið á kjörstað á kjör- dag og kosið á ný. Vinna við utan- kjörfundaratkvæði getur því ekki hafist í kjördeildum fyrr en eftir að kjörfundi lýkur. Þetta leið- ir til tafa í uppgjöri og talningu og eykur villuhættu hjá þreyttu starfsfólki. Eðlilegt er að utan- kjörfundarkosningu ljúki ekki síðar en að kvöldi dags fyrir kjör- dag og að sá sem greitt hefur at- kvæði utankjörfundar geti ekki komið á kjörstað á kjördag og kosið á ný. Utankjörfundarkosn- ing hefst 8 vikum fyrir kjör- dag. Framboðsfrestur er þar til 3 vikum fyrir kjördag. Óeðlilegt og jafnvel villandi er að kosn- ing hefjist áður en vitað er hver framboð og frambjóðendur eru. Ekki síst á þetta við um sveitar- stjórnarkosningar þar sem ýmis- konar samstarf um framboðslista og listabókstafi á sér stað eða um óhlutbundna kosningu er að ræða. Í sveitarstjórnarkosning- um 2006 voru a.m.k. 19 listabók- stafir notaðir. Höfundar eru formaður og ritari yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Bætum framkvæmd kosninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.