Fréttablaðið - 15.06.2007, Page 67
Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000.
GÓÐIR VIÐSKIPTAVINIR
GÓÐIR PUNKTAR
Írska rokksveitin Ash ætlar að
hætta að gefa út plötur. Þess í stað
mun hún gefa út smáskífulög á
netinu. „Með tilkomu niðurhalsins
hefur áherslan aukist á einstaka
lög,“ sagði Tim Wheeler, for-
sprakki Ash. „Það hjálpar ekki
til að flestir virðast hafa gleymt
hvernig á að gera góða plötu.“
Orðrómur var uppi um að Ash
ætlaði að hætta eftir útgáfu vænt-
anlegrar plötu sinnar Twilight of
the Innocent en sú er ekki raun-
in. „Þegar maður er bundinn því
að gefa út plötur þarf að bíða í sex
mánuði frá því að maður klárar
hana og þangað til hún kemur út.
Með því að hætta að gefa út plötur
getum við tekið upp lag og gefið
það út næsta dag ef okkur langar
til,“ sagði hann.
Netið í stað
hljómplatna
Alþjóðlega hljómsveitin [box]
heldur tónleika á Gauki á Stöng
mánudaginn 18. júní. Sveitin er
hugarfóstur dönsku menningar-
stofnunarinnar Inkling Film sem
hafði það að markmiði að leiða
saman fjóra kunna tónlistarmenn
sem höfðu aldrei leikið saman
áður, láta þá taka upp plötu og fara
í stutta tónleikaferð um Evrópu.
Endar sú ferð í Reykjavík. Hljóm-
sveitina skipa Trevor Dunn frá
Bandaríkjunum, Morgan Ågren
frá Svíþjóð, Raoul Björkenheim
frá Finnlandi og Ståle Storløkken
frá Noregi.
[box] spilar
á Íslandi