Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 8
8 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Kryddaðu eldhúsið með heimilistækjum frá Siemens. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Heimilistæki, stór og smá, ljós, símar, pottar og pönnur. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 1. Hvar fundust nýlega leifar af forsögulegu sæskrímsli? 2. Hvaða skip strandaði rétt utan við Grindavíkurhöfn á föstudagsmorgun? 3. Hvar fengu 10 ára drengir Breezer að drekka á miðviku- daginn? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 VEISTU SVARIÐ? FÉLAGSMÁL Konur eru oftast beitt- ar ofbeldi inni á heimili sínu en körlum stafar mest hætta af ókunnugum. Þetta kom fram á málþingi mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um hvernig borgaryfirvöld gætu spornað við ofbeldi gegn konum. Á málþinginu töluðu fulltrúar frá Reykjavíkurborg og helstu grasrótarsamtökum, sem fjalla um eða starfa með konum sem beittar hafa verið ofbeldi. Að sögn Eyrúnar B. Jónsdóttur, umsjónarhjúkrunarfræðings Neyðarmóttöku vegna nauðgun- ar, eru starfsmenn bráðamóttöku Landspítalans mjög á móti löng- um opnunartíma skemmtistaða. Þar séu flest brotin framin, þar sem bæði gerandi og þolandi séu ölvaðir. Eyrún segir meirihluta þeirra sem leiti til neyðarmóttökunnar vera á aldrinum tólf til átján ára. Því megi þó ekki gleyma að flest brot verði innan veggja heimilanna, en árið 2007 hafa níu- tíu konur leitað til bráðamót- tökunnar vegna ofbeldis núver- andi eða fyrrverandi maka. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir hélt erindi fyrir hönd Reykja- víkurAkademíunnar. Hún sagði aðeins líkamlegt ofbeldi vera sýnilegt öllum. Nauðsynlegt væri að vinna einnig gegn kerfis- bundnum og menningarlegum þáttum, þaðan sem líkamlegt ofbeldi væri sprottið, með for- varnastarfi í skólum og víðar. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvenna- athvarfsins, segir ástæður sem karlar gefi upp þegar þeir beiti konur sínar ofbeldi iðulega vera byggðar á staðalímyndum um kynin á borð við að konur þeirra hafi matinn ekki tilbúinn á rétt- um tíma eða neiti þeim um kyn- líf. Áður fyrr hafi stúlkum verið kennt að verða við kröfum eigin- manna sinna og reita þá ekki til reiði, en nú þurfi að beita öðrum aðferðum og efla jafnréttis- fræðslu barna. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindanefndarinnar, segir frumkvæðið að vinnu gegn ofbeldi gegn konum aldrei hafa komið frá yfirvöldum. „Áður stofnuðu kvennapólitísk samtök á borð við Stígamót og Kvennaathvarfið úrræði fyrir þessar konur, sem yfirvöld hafa síðan stutt fjárhagslega,“ segir Sóley, en hugmyndir sem komu fram á málþinginu verða notaðar til þess að gera heildstæða aðgerðaáætlun um hvernig megi sporna við ofbeldi gegn konum. eva@frettabladid.is Hættulegast að vera heima Fagfólk sem starfar með konum sem beittar hafa verið ofbeldi segir nauðsynlegt að efla jafnréttis- fræðslu á öllum skólastigum. Níutíu konur hafa leit- að til bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis á árinu. SÓLEY TÓMASDÓTTIR Ráðhúsið er skreytt myndum af 2.887 konum sem tákna þær konur dvalið hafa í Kvennaathvarfinu síðan það var stofnað fyrir 25 árum. BRUSSEL, AP Utanríkisráðherrar NATO-ríkja ákváðu á fundi sínum í Brussel á föstudag að bandalagið héldi áfram úti sterku friðargæslu- liði í Kosovo. Meirihluti Kosovobúa virðist staðráðinn í því að stíga frekari skref í átt að fullu sjálfstæði frá Serbíu eftir að alþjóðlegar samn- ingaviðræður um þjóðaréttarlega stöðu Kosovo fóru út um þúfur. „NATO mun bregðast af festu við hvers kyns tilraunum til að ógna öryggi íbúa Kosovo,“ segir í ályktun NATO-ráðherranna sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra stendur líka að. Með ályktuninni senda NATO- ráðherrarnir kosovo-albanska meirihlutanum lítt dulda viðvörun um að grípa ekki til þess að lýsa yfir sjálfstæði eftir að samninga- menn frá Rússlandi, Evrópusam- bandinu og Bandaríkjunum hafa viðurkennt að tilraunir til samn- ingalausnar hafi strandað. Ráðherrarnir ályktuðu einnig um þörfina á skipun sérlegs erind- reka til að samræma betur stjórn friðargæsluverkefnis bandalags- ins í Afganistan. - aa RÁÐHERRAR Í BRUSSEL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á tali við kollega sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins: Ályktað gegn asa í Kosovo LÖGREGLUMÁL Ökumaður, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var stöðvaður af lögreglunni á Akureyri fyrir helgi. Við nánari eftirgrennslan kom einnig í ljós að ökumaðurinn hefur verið án ökuleyfis um nokkurt skeið. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu með því að reyna að stinga af, fyrst á bílnum og svo á tveimur jafnfljótum en komst ekki langt. Sérstakt átak gegn ölvunar- og fíkniefnaakstri stendur nú yfir á Norðurlandi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur fjöldi ökumanna verið stöðvaður síðustu daga. - þo Ók próflaus og undir áhrifum: Reyndi að stinga af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.