Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 16
16 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Á sthildur Helgadótt- ir er sátt við þá ákvörðun sína að leggja skóna á hill- una. Hún ætlaði alltaf að hætta á toppnum og segir sig hafa verið heppna með meiðsli á ferlinum en það eru á endanum þráðlát hné meiðsli sem urðu til þess að fyrirliði landsliðsins og leiðtogi íslenskrar kvennaknattspyrnu hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila fótbolta. Ferill hennar hefur verið lygasögu líkastur, hver titillinn rak annan og hún náði öllum þeim einstaklingsaf- rekum sem knattspyrnukona getur hugsað sér. Ásthildur varð níu sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari, þrisvar sinnum valin besti leikmaður ársins, þri- svar sinnum knattspyrnukona árs- ins og tvisvar sinnum marka- drottning deildarinnar. Hún hefur leikið fleiri landsleiki en nokkur önnur (69), borið fyrirliðabandið oftar en nokkur annar A-landsliðs- leikmaður í karla- og kvennaflokki og var að auki fyrsti leikmaðurinn til þess að skora 20 mörk fyrir A- landslið karla eða kvenna. Hún hefur verið andlit og talsmaður kvennaboltans og lítur líka á það sem skyldu sína að miðla af sinni reynslu í framtíðinni og hjálpa Íslandi að eignast landslið í fremstu röð. Íslandsmeistari fimmtán ára Ásthildur Helgadóttir var ekki gömul þegar hún var komin með Íslandsmeistaragull um hálsinn. Sumarið 1991 var henni hent í djúpu laugina í meistaraflokki Breiðabliks og varð Íslandsmeist- ari á sínu fyrsta ári, fimmtán ára gömul. „Þetta fyrsta ár mitt í meistara- flokki vorum við Magga, fimmtán ára, saman á miðjunni. Það var mjög gaman að fá strax svona mikla ábyrgð í meistaraflokki. Það var mjög óvænt að við skyldum vinna titilinn þetta ár og það réðist bara í lokaleiknum á KR-velli,“ rifjar Ásthildur upp en þær léku þar við hlið Vöndu Sigurgeirsdótt- ur sem hafði árið áður gert þær að Íslandsmeisturum bæði í 2. og 3. flokki. „Vanda byrjaði að þjálfa okkur í 3. flokki sumarið 1990. Þá er hún nýkomin heim frá Svíþjóð og kemur inn með allt aðrar æfing- ar en við höfðum verið í áður. Við vorum rosalega heppnar að fá hana sem þjálfara,“ segir Ásthild- ur og samstarf hennar og Vöndu átti eftir að skila af sér mun fleiri titlum. Ásthildur varð einnig Íslandsmeistari en síðan skipti hún yfir í KR fyrir sumarið 1993. „Þær voru ekki sáttar hjá Blik- unum þegar ég fór yfir til KR og mér skilst að engin þeirra hafi kosið mig besta það árið,“ sagði Ásthildur og hlær. „Það var mjög spennandi að fara í KR og svo gekk þetta allt saman mjög vel og við unnum fyrsta titilinn sem KR vinnur í kvennaboltanum. Þessi titill er eiginlega sá eftirminnileg- asti og 1993 spilaði ég líka rosa- lega vel og var í rauninni alveg að spila jafnvel og ég gerði 1996,” segir Ásthildur sem var aftur komin í Breiðablik sumarið 1995. „Vanda var þá orðin þjálfari hjá Breiðabliki og ég þekkti hana mjög vel og vissi alveg hvað hún kunni. Það er frábært að vinna með Vöndu og hún hefur ótrúlega þekkingu á fótbolta. Hún kenndi mér mjög margt,” segir Ásthild- ur. Ásthildur hefur átt mörg frá- bær sumur hér á Íslandi en fá slá þó við tímabilum 1996 (Breiða- blik) og 2002 (KR). Bæði árin vinn- ur hún tvöfalt með sínum liðum, verður markadrottning í deildinni og er svo kosin best af leikmönn- um deildarinnar. En hvort er hún Bliki eða KR-ingur? „Ég lít á mig sem bæði Blika og KR-ing. Ég er alveg óhrædd við það að segjast vera KR-ingur þótt ég sé uppalin í Breiðabliki. Ég er samt Bliki líka,” segir Ásthildur sem hefur síðasta áratuginn numið land fyrir íslenskar knattspyrnu- konur í útlöndum. Hún spilaði þrjá vetur við frábæran orðstír með Vanderbilt-skólanum og spilaði síðan síðustu tímabil sín í boltan- um með sænska liðinu Malmö. „Ég vandaði valið á skóla þegar ég fór til Bandaríkjanna og ég sé ekki eftir þeim tíma. Það voru margir skólar sem mér stóðu til boða og ég vann heillengi í því að finna besta skól- ann.“ Árið 2001 var ár von- brigðanna. Hún var valin af Carolina Cougars í bandarísku atvinnu- manna- deildinni en komst ekki í hópinn og meiddist síðan um sumarið þegar hún var að spila með ÍBV. „Það voru vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess hvernig þetta var þegar ég mætti og æfði með Carolina- liðinu. Ég þurfti alltaf að vera að horfa á æfingarnar og fékk ekki að vera með. Ég fékk það á tilfinninguna að ég hefði aldrei átt möguleika,“ segir Ásthildur en svekkelsið var ekkert minna þegar hún meiddist á æfingu með ÍBV. Spilaði nýja stöðu á vellinum „Það var svekkjandi að meiðast því ég var mjög spennt fyrir því að spila með Vestmannaeyjum. Ég fór með þvílíkum hug til Eyja og við ætluðum okkur bara titilinn. Þetta byrjaði mjög vel en síðan meiddist ég í einhverju samstuði við vallarstarfsmann sem var með á æfingu. Þetta var svo mikill óþarfi,“ segir Ásthildur sem vann sig út úr þessum meiðslum og var aftur komin í KR. Eftir tvö frábær sumur með KR þá kom kallið frá Svíþjóð og hún var farin að spila í einni sterkustu deild í heimi. „Ég fer til Svíþjóðar þegar ég er algjörlega tilbúin að fara þangað. Ég var mjög heppin með lið og þjálfara og ég bætti mig mjög mikið sem knattspyrnumaður þar þó að ég fari þangað seint á ferlin- um,” segir Ásthildur en hún spil- aði ekki sem miðjumaður eins og allan feril sinn þar á undan heldur var nú framherji. „Það var mjög gaman að breyta um stöðu. Ég þurfti að breyta um hugsunarhátt því þjálfarinn minn í Svíþjóð sagði bara hreint út að ég væri sterkust inni í vítateignum. Ég bætti mig rosalega mikið í því að klára færin og ég bætti mig mikið sem skallamaður,“ segir Ásthildur sem sló í gegn. Hefði viljað vinna titil í Svíþjóð „Að ná að vera einn af bestu leik- mönnunum í sænsku deildinni sem er að mínu mati besta deild í heimi er ótrúlega gaman og frábært að hafa fengið að upplifa það,“ segir Ásthildur en eftir sigursæl ár á Íslandi tókst henni ekki að vinna titil í Svíþjóð. „Ég hefði viljað vinna titil í Sví- þjóð. Við spiluðum bikarúrslita- leik einu sinni og töpuðum honum og náðum einu sinni öðru sæti í deildinni. Það vantaði aðeins upp á að klára þetta og hrifsa titilinn af Umea,“ segir Ásthildur og hún missti líka af eina möguleikanum í Evrópukeppninni eftir að hún sleit krossbönd í landsleik við Skota í Egilshöllinni. „Við fórum í undanúrslit í Evr- ópukeppninni þegar ég meiddist og ég missti þá af undanúrslita- leiknum. Það var ótrúlega svekkj- andi að missa af því. Ég var búin að hlaupa rosalega mikið og var í toppformi þegar ég slít krossbönd- in á móti Skotum,“ segir Ásthildur en bætir við: „Þessi meiðsli sem ég hef lent í eru bara hluti af þessu og ég lít ekki á þau sem einhverja óheppni. Ég lít þannig á minn feril að ég hafi verið mjög heppin.“ Síðustu landsleikir Ásthildar voru glæsilegir sigrar á Frökkum og Serbum með aðeins fimm daga millibili. „Fyrir mig sem hafði verið í þessu svona lengi þá var magnað að upplifa sigurinn á Frökkum og svo leikinn á móti Serbum þar sem voru 6.000 þús- und áhorfendur. Maður hálf tár- aðist því ég man þegar ég var að byrja að þá sá maður bara mömmu og pabba og foreldra hinna stelp- nanna uppi í stúku.“ „Við höfum verið að reyna að fá fólk til þess að fylgjast með okkur því við erum góðar og erum að ná árangri. Ég hef tekið mjög virkan þátt í því og þarna vorum við að vinna ákveðinn sigur og það er í rauninni frábært að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur,“ segir Ásthildur sem hefur gegnt fyrirliðastöðu landsliðsins undan- farin sjö ár. Ætlaði að enda í Breiðabliki Ásthildur hóf ferilinn í Breiðabliki fyrir sextán árum og það var alltaf á stefnuskránni að enda þar. „Það var alltaf ætlunin að enda í Breiða- bliki en því miður þá heldur hnéð ekki í það. Ef ég hefði farið að spila hérna heima þá hefði ég spilað á allt öðrum forsendum en áður. Þá hefði ég farið að hjálpa hinum leik- mönnunum, jafnvel dregið mig eitthvað aftar á völlinn og reynt að miðla minni reynslu,“ segir Ást- hildur sem vildi hætta áður en hún færi að dala. „Það hefur alltaf verið stefnan hjá mér að hætta nánast á toppnum. Þá hefði ég kannski átt að hætta í fyrra en þegar ég meið- ist er ég ennþá á uppleið. Ég er því mjög sátt með þessa ákvörðun,“ segir Ásthildur sem ætlar að prófa þjálfun í framtíðinni. „Mér finnst það hálfpartinn vera skylda mín að fara út í þjálfun og miðla af minni reynslu. Ég er búin að vera með mjög marga þjálfara og marga ólíka þjálfara, bæði í Bandaríkjunum, Svíþjóð og svo hérna heima. Maður er kominn með góða þekkingu á leiknum en svo er allt annað mál að ná að miðla því áfram því það er náttúrulega ákveðin kúnst líka. Ég væri alveg til í að prófa það,“ segir Ásthildur sem er þó ekki tilbúin til að fara að þjálfa strax en henni bauðst á dög- unum að taka við liði Breiðabliks. Fótboltinn hefur verið stór hluti af lífi Ásthildar og hann verður það líka áfram. „Ég á örugglega eftir að stelast á æfingu. Ég er samt alveg ákveðin í að ég muni ekki spila meira. Ég mun samt ekki hætt að spila fótbolta og von- andi get ég það. Ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki taka áhætt- una með hnéð á mér er að ég vil geta farið á skíði, spilað golf og farið í fótbolta með gömlu félög- unum. Það er mér mjög mikilvægt því mér finnst það gaman í fót- bolta,“ segir Ásthildur að lokum. ooj@frettabladid.is Ætlaði að hætta á toppnum Ein allra besta knattspyrnukona Íslands fyrr og síðar, Ásthildur Helgadóttir, hefur lagt skóna á hilluna eftir sextán ára einstakan feril. Ásthildur settist niður með Óskari Ó. Jónssyni og fór yfir árin sín í boltanum heima og erlendis. STJARNA Í SVÍÞJÓÐ Ásthildur sést hér ásamt Theresu Lundin en þær voru mikið í sviðsljósinu með LDB sem áður hét Malmö. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIMASÍÐA LDB ÞRJÁR GÓÐAR Ásthildur sést hér með þeim Hrefnu Huld Jóhannesdóttur og Olgu Færseth eftir að þær urðu þrír markahæstu leikmenn sumarsins þegar KR vann titilinn 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N B R IN K Ég fer til Svíþjóðar þegar ég er algjörlega tilbúin að fara þang- að. Ég var mjög heppin með lið og þjálfara og ég bæti mig mjög mikið sem knatt- spyrnumað- ur þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.