Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 24
24 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Ef þið eigið í snarheitum að loka augunum og giska á búsetu, eftirlætissjónvarpsþátt og eftirlætisdrykk hvors annars – hvað giskið þið á? Sigtryggur: Ég held að Ingibjörg sé Vestur- bæingur, kannski bara vegna þess að hún er rithöfundur. Þeir rithöfundar sem ég þekki persónulega búa þar en þetta eru auðvitað glimrandi skilyrðingar. Ég held að Ingibjörg horfi ekki mikið á sjónvarp, nema kannski hún sé laumusjónvarpstýpa og þá eru það kannski glæpaþættir, eitthvað breskt. Svo geri ég eins og lófalesari og segi að hún sé rauðvínskona. Ingibjörg: Þú gleymdir einu – það búa marg- ir rithöfundar í Hlíðunum. Sigtryggur: Já, auðvitað – Hlíðarnar! Ingibjörg: Svo var það með sjónvarpið. Þetta er alveg hárrétt hjá honum. Það besta sem ég kemst í eru Morse-þættir. Ég horfi oft á þá á norrænu stöðvunum. Og ég er eiginlega hætt að drekka flest annað en rauðvín. Sigtryggur: Sérðu norrænar stöðvar? Ingibjörg: Já, blessaður vertu – ég er með breiðbandið. Einhvern veginn finnst mér svo eins og Sigtryggur sé ekki miðbæjar- maður. Og ekki í Hlíðunum, þá hefði ég séð þig þar. Laugarneshverfið? Sigtryggur: Nei, ég er Kópavogsbúi. Ég keypti mér gamalt hús í Kópavogi fyrir örfá- um árum. Og svo ólst ég upp í Kópavogin- um. En það var að vísu ekki ástæðan fyrir því að ég flutti í Kópavoginn aftur. Ég er ekki svona „sækja-heimaslóðir“ týpa heldur fann ég bara svo fallegt hús. Ingibjörg: Og uppáhaldssjónvarpsþátturinn þinn ... hmm. Sigtryggur: Þér að segja er ég ekki með breiðbandið, en mig langar í það. Gunnar Bé hefur öðrum hnöppum að hneppa í bygg- ingabransanum. Ingibjörg: Ég hugsa að Sigtryggur sé líka í breskum glæpaþáttum. Og svo dettur mér strax í hug einhver regnhlífarkokkteill. Ein- hver með rommi. Sigtryggur: Já, mér finnst til dæmis mojito voðalega góður. Það er rommkokkteill. Með hrásykri, mintu og lime. Enginn lengur úti í móa Fréttir sögðu okkur nýlega frá því að þjóðin væri orðin of feit og börn þá sérstaklega. Hafið þið einhvern tíma á ævinni sest niður og pælt nákvæmlega í mataræði ykkar? Ef þið ættuð að hanna matseðil þjóðarinnar þannig að hún yrði með glaða bragðlauka en jafnframt í góðu formi – hvaða þrjá rétti mynduð þið setja á seðilinn? Ingibjörg: Já, ég hef oft og mörgum sinnum sest niður og pælt í mataræði mínu. Og ég hef lært þetta á langri ævi: Það er bara tvennt sem maður getur gert til að grenna sig: Það er að hreyfa sig meira og borða minna. Ég reyni að fara eftir þessu en það gengur ekkert. Það er bara einhver veik- leiki. En ég kann sem sagt aðferðina. Sigtryggur: Ég pæli mikið í því hvað ég borða og hef gaman af því að elda. Ég bjó í Ameríku þegar ég var barn, frá sex til tíu ára aldurs, og fitnaði. Þá át ég mikið af sæl- gæti því menningin eins og hún var úti þá er eins og hún er núna hér heima. Sætindaát er orðið hluti af matarmenningu fólksins á heimilinu. Þá úðaði maður í sig súkkulaðis- mákökum alltaf þegar maður kom heim úr skólanum. Þetta gerði fólk ekkert hér á Íslandi í þá daga, þótt þetta þyki sjálfsagt í dag. Svo kom ég heim, var dreginn út í móa og fór út í skylmingar og fótbolta og þá rann af mér spikið. Ég var orðinn lítill feitur Kani. Ingibjörg: Svo er það sama að gerast hér heima. Tölvuleikirnir og sjónvarpið tekið við af útileikjum í dag þannig að nú er eng- inn úti að leika sér. Leikvellir dauðir og eng- inn úti í móa. Sigtryggur: En Ingibjörg, þú verður að byrja á að hanna matseðilinn fyrir þjóðina. Ingibjörg: Plokkfisk. Sigtryggur: Heyr, heyr, Ingibjörg: Hrísgrjónagraut og lambakjöt. Sigtryggur: Ég myndi bæta við svolitlu grænmeti. Ég myndi því segja: Stórt salat, nóg af plokkfiski og lambakjöti. Lestu ekki kvennabækur? Nú er ekki nema tæpur mánuður í jólin. Hvaða jólagjöf langar ykkur í ef þið verðið að velja ykkur harðan pakka? Ef þið fengjuð að ráða hvað jólasveinninn setur í skóinn hjá börnunum – hvað mynduð þið láta hann setja? Ingibjörg: Jólagjöf segirðu. Jú, ég veit, ég veit. Ég er búin að fá Bíbí þannig að mig langar í bókina hennar Kristínar Marju. Sigtryggur: Hvað heitir hún segirðu? Ingibjörg: Óreiða á striga. Framhaldið af síðustu bók hennar, Karítas. Þú lest ekki kvennabækur eða hvað? Sigtryggur: Uuuu... Ingibjörg: Greinilega. Sigtryggur: Jú, jú. Ingibjörg: Hahaha! Sigtryggur: Víst hef ég lesið kvennabæk- ur! Einhvern tímann! Ingibjörg: Eina? Sigtryggur: Ég er kominn á jarðsprengju- svæði. Í hörðum pakka vil ég fá ævisöguna hennar Ingibjargar. Já, í fyllstu alvöru. Ég væri alveg til í að lesa bókina hennar Ingi- bjargar. Svona án þess að ég sé að reyna að sleikja mig eitthvað upp við hana. Ingibjörg: Hvað eigum við svo að setja í Plokkfisk handa þjóðinni Ingibjörg Haraldsdóttir veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún ekki haft Brodda Broddason í útvarpinu þegar Suðurlands- skjálftinn reið yfir. Sigtryggur Baldursson var ekki á landinu þegar allt skalf en hann hefur hins vegar upplifað sama ástand og er á mataræði þjóðarinnar í dag, í Ameríku sem barn. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við rithöfundinn og tónlistarmanninn um fegurð og að vera best í heimi. Á RÖKSTÓLUM ÍSLAND - BEST Í HEIMI Ingibjörg Haraldsdóttir og Sigtryggur Baldursson eru sammála um að plokkfiskur og lambakjöt myndi bæta holdafar þjóðarinnar. Sigtryggur myndi líka bæta grænmeti inn á listann og Ingibjörg hrísgrjónagraut. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ HVAÐ VISSU ÞAU? Á milli Ingibjargar og Sigtryggs eru 20 ár. Þau eru bæði fædd í október. Þar til nú hafa þau aldrei hist. Þetta vissu þau um hvort annað: Sigtryggur vissi að ... „Ingibjörg er rithöfund- ur og fyrrverandi blaðamaður og hefur búið austantjalds. Í undirmeðvitundinni hef ég svo haft hana grunaða um að vera húmorista. Lík- lega hef ég einhvern tímann heyrt hana segja eitthvað fyndið.“ Ingibjörg vissi að ... „Sigtryggur væri tónskáld. Ég hef séð hann í sjónvarpinu og fundist mús- íkin sem hann stendur fyrir mjög áheyrileg og fyndin. Svo vissi ég ekki meir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.