Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 28
MENNING 2 K osningarnar um síðustu helgi í Rússlandi færðu flokki Pútíns forseta stóran meirihluta í Dúmunni. Þá hefur flokkur hans og liðið sem að honum stendur enn hert tökin á samfélagi þar austur frá, ekki aðeins í þeim hlutum landsins sem standa næst Vesturlöndum, heldur líka í fjarlægari pörtum sem lúta stjórninni í Moskvu. Þá ræður valdastéttin í Rússlandi öryggislögreglunni, hernum, fjölmiðlum, olíuiðnaði og nú herma fréttir að áhugi þeirra á listrænu starfi þar í landi hafi aukist. Fyrir fáum vikum fyrirskipaði menningarmálaráðherra landsins að saklaus ljósmynd úr fórum listahópsins Bláu nefin yrði ekki sýnd á sýningu í París. Myndin sýnir tvo lögreglumenn standa í birkiskógi að kyssast og heitir Tímabil miskunnar. Bláu nefin vinna einkum með ljósmyndir sem eru kátleg en miskunnarlítil umfjöllun um ýmis fyrirbæri sem yfirvöld, veraldleg og andleg yfirvöld þar taka nokkuð alvarlega. Það er einmitt samtvinnun valdastofnana sem fólki í listalífi landsins stendur stuggur af. Hálf tylft listamanna hefur verið ákærð fyrir myndlist sína og galleríistinn Marat Guelman var tekinn og laminn af hópi manna á götu fyrir nokkrum mánuðum. Hann hefur um langt árabil rekið gallerí sem sýnir list utan við alfaraleið. Um þessar mundir er þar uppi sýning á verkum eftir Marilyn Manson, en við galleríið hefur stór hópur listamanna komið að, þar á meðal Bláu nefin, sem voru fulltrúar Rússlands á Feneyja- tvíæringnum bæði árið 2003 og 2005. Hann hefur rekið kröftuga starfsemi bæði í Moskvu og í Kiev og beitt sér fyrir sýningarhaldi víða um landið, meðal annars stutt fréttasíðuna www.gif.ru, en þar má fylgjast nokkuð með sýningarhaldi í Rússlandi á verkum listamanna sem eru leitandi að nýju máli fyrir hið mikla land sem skóp þá. Þá er forvitnilegt að skoða síður gallerís- ins www.guelman.ru. Nú eru horfur á að sverfi til stáls með róttækum listamönnum og íhaldssömum, sumir segja afturhaldssömum, öflum í stjórnkerfi Rússlands og þegar til átaka kemur þar milli hópa listamanna eru engin grið gefin. Ýmsir hafa einmitt óskað griða: þeirra meðal hinn kunni leikstjóri og leikari Nikita Mikhalkov. Yngstu myndir hans til að sjást hér á landi voru Rakarinn frá Síberíu 1998, Brunninn af sól frá 1994, sem hann hlaut bæði verðlaun í Cannes og Óskar fyrir; Svörtu augun frá 1987 og Óklárað verk fyrir sjálfspilandi píanó frá 1977. Mikhalkov vinnur nú að framhaldsmynd eftir Brunninn af sól en þegar hann talar hlustar Rúss- land. Þeir bræður Andrei Konchalovsky hafa lengi verið í forystu listamanna í Rússlandi, enda komnir af listafólki í þriðja ættlið. Faðir þeirra samdi þjóðsönginn. Mikhalkov tilheyrir hópnum kringum Pútín og skoraði á hann „fyrir hönd fjölda listamanna“ að breyta lögum um áframhaldandi setu á forsetastóli. Mótmæli risu víða og hafa málsmetandi menn í ýmsum listgreinum stigið fram og mótmælt áskorun- inni. „Framtíð okkar er fortíð,“ segir rithöfundurinn Sorokin í viðtali við International Herald Tribune í síðustu viku. Mikhalkov neitar því ekki og segir „modus operandi“ Rússlands vera menntaða íhaldssemi og á þá við valdstjórn sem virðir hefðir trúar og fornra siða. Það eru samtök heima fyrir sem hafa sótt til saka einstaklinga sem stóðu fyrir sýningunni um rúss- neska samtímalist í París fyrr á þessu ári. Talið er að hún hafi komist á koppinn fyrir afskipti franskra yfirvalda. Lítið var um mótmæli rússneskra lista- manna þegar koss löggunnar var tekinn af sýning- unni og þykir mörgum það til marks um óttann sem ríkir nú í Rússlandi. Guelman talar um sefasýki gegn vestrænum áhrifum sem leggist brátt yfir listalífið. Raunar hefur list frá Rússlandi vakið minni athygli hin síðari misseri, einkum vegna framgöngu kínverskra listamanna í myndlistarheiminum. Guelman segir rússneska list vera íroníska í eðli sínu og svo hafi verið um langa hríð, en það kalli fram sjónarmið sem stjórn ríkis og kirkju kunni illa við. Sagan sýnir að alla síðustu öld földu andófsöfl sig í skjóli lista. Því er spáð að úrslit kosninganna fyrir viku kalli enn á slíkt skjól fyrir tjáningarfrelsið og ýmsir hópar muni á næstu misserum sækja hart að því skjóli. MOSKVA trúir ekki á tár T ilnefningar til Íslensku bókmenntaverð- launanna eru til umræðu. Eðlilega. Verðlaun skulu standa undir nafni og endurspegla á sannfærandi hátt sinn stofn. Komið er í ljós að fyrirkomulag vals og úrslita verðlauna bókaútgefenda er umdeilanlegt. Greiða verður fyrir hvert rit sem skal koma til álita – sú greiðsla hefur í nær tvo áratugi verið hin sama – 25 þúsund. Ekki nema lítill hluti þeirra tveggja þúsunda rita sem koma út í ár kemst í pottinn. Útgefendur margra fræðirita og bókmenntaverka telja sig ekki eiga erindi í þann slag. Eru ekki með. Sem skekkir myndina strax. Tvær þriggja manna nefndir velja síðan úr bunkanum sem borgaður er inn. Tíu verk fara síðan til lokaálits hjá þriðju nefndinni. Íslensku bókmenntaverðlaunin eru peningaverðlaun – þess vegna er aðgangseyririnn. Hefur verðlaunaupphæðin í báðum flokkum staðið í stað um langt skeið. Athugasemd Sigurðar Pálssonar um að verðlaunaféð þyrfti að vera 10 milljónir svo verðlaunin skiptu máli er hárrétt. Nýlega hefur Þráinn Bertelsson upplýst að hlutur höfundar af seldu eintaki á meðalverði sé um 500 krónur. Heiðurslaun Alþingis munu vera um 120 þúsund á mánuði, grunnlaun starfslauna ekki helmingi meiri. Það er því ljóst af þessum tölum að hagur höfunda bæði fræði- og bókmenntaverka er afar rýr. Þeir eru heftaðir flestir á fátæktarjötu, verða að framleiða látlítið með reglulegu millibili. Og spyrja má hvort það sé bókmenntum til fram- dráttar. Víst er ríkisstyrkur til fræða og bókmennta nauðsynlegur á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ákafi íslenskra höfunda til útrásar er því skiljanlegur, heimamarkaður og stuðningur af skattfé til bók- menntasköpunar dugar mönnum ekki til framfærslu og þeirrar aðstöðu sem nútímahöfundar verða að hafa. Og ekki er að minnka mikilvægi þess að rekinn sé í landi þróaður bókiðnaður sem á öllum sviðum stenst samkeppni. Ein forsenda þess er að rithöfund- um séu tryggð sæmileg laun. Geti útgefendur ekki tryggt það verður að líta til stærri hagsmuna – þjóðarhags. Starfslaunakerfið er komið til ára sinna og ekki kvaldi höfðingsskapur þingheim þegar sett voru niður mörk fyrir launagrunni í þeim lögum, þing- heimur er gjafmildari þá hann dæmir í eigin sök og skaffar sér laun og eftirlaun. Stjórnvöld ættu að taka það til endurskoðunar, styrkja það enn og auka. Hagsmunaaðilar sem standa fyrir viðurkenning- um, Grímu, Eddu, Sjónlistaverðlaunum og Íslensku tónlistarverðlaununum verða á hverjum tíma að líta til framkvæmdar, hvort sem hún fer fram í fámenn- um hópi eða stórum. Þeir verða að meta það við áhugamenn og fjölmiðla að rætt sé á opinberum vettvangi um verkhætti við val og eiga að fagna þeim áhuga. Vegtyllur af þessu tagi er hnykkur á þeirri almennu athygli sem listalífið í landinu nýtur. Umræður um þau eru vottur umhyggju. VERÐLAUN OG VEGTYLLUR Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Sérverslanir með íslenska listhönnun eru fáar þótt stöðugt fjölgi þeim sem vinna á þeim akri. Í gamla innréttingahúsinu við Aðalstræti eru sýningarsalir fyrir slíka muni og Kraum sem selur og sýnir íslenskt handverk af ýmsu tagi. Þar koma að sjötíu hönnuðir. Valið á verkum til sölu er vandað og gefur því að líta það sem best er gert í íslenskri listhönn- un: fatnað, skartgripi, leður og roð, nytjahluti, húsgögn, bækur og plötur. Í gær opnaði Handverk og hönnun jólasýningu í framhúsinu, en á sýningarlofti í bakhúsinu er sýning á húsgögnum eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur og lampi Aðalsteins Stefánssonar. Bæði vinna á alþjóðlegum vettvangi. Þá er ótalið það sem er á boðstólum í Kraumi. Áhugasamir sem ekki eiga þess kost að leggja leið sína í Aðalstrætið næstu daga geta litið á vefsíður: www.kraum.is, og www. handverkoghönnun.is. Best er þó að líta við í þessu aldna húsi: Tóvinnuhús er það merkt á uppdráttum frá Skúla Magnússyni sem hóf iðnað hér í borginni sem hafði fram til þessa verið stopull á verslunarstöð- um og biskupstólunum. Það er reist 1764 og var eitt þeirra húsa sem stóðu við þá einu götu sem Reykjavík var þá. Kraum í Aðalstræti Halla Bogadóttir, forstöðu- kona í Kraumi, við sýnishorn af íslenskri listhönnun sem hún selur í fógetahúsinu. ÍSLENSKT HANDVERK M YN D M EÐ LEYFI: G A LERIE VO LKER D IEH L, BERLIN / G U ELM A N G A LLERY, M O SCO W G U ELM A N G A LLERY, M O SCO W G U ELM A N G A LLERY, M O SCO W
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.