Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 30

Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 30
MENNING 4 A fi minn og amma gátu spurt sig í upphafi 20. aldar: Verðum við sjálfstæð þjóð? Foreldrar mínir spurðu í miðju kaldastríðinu: Erum við raunverulega sjálfstæð þjóð? Ég er af þeirri kynslóð, sem getur spurt: Hvað er þjóð og hvað er sjálfstæði? Til hvers? Ég get spurt af því að í dag er erfitt að efast um raunverulegt sjálfstæði og fullveldi þessarar þjóðar. Erlent setulið/varnarlið hefur yfirgefið eyjuna okkar og Ísland þar með flutt að heiman undan væng ameríska arnarins og komið út á götuna í alþjóðlegt samfélag þjóðríkja. Svo erum við nýrík. Og því hljótum við að vera raunverulega fullvalda og sjálfstæð því eins og Davíð minnti okkur alltaf á hvern einasta 17. júní: … sjálfstæði án efnahagslegs sjálfstæðis er orðin tóm og einskis virði. En ég vil vekja athygli á því að forsetinn minn, hann Ólafur Ragnar Grímsson, lét víst hafa eftir sér, að útrás Íslendinga í jarðvarmann í Kína gæti orðið svo stórt verkefni að orkufyrirtækin og allir bankar Íslands kæmust ekki yfir að gera neitt annað. Hann var nýkominn heim eftir að hafa lagt alla atorku sína og dugnað í að ryðja brautina fyrir íslenska viðskiptamenn inn í miðju kínverska flokkræðisins því eins og allir vita er það eina leiðin til að fá að græða peninga í Kína. Á meðan forsetinn okkar var í Kína var verið að berja niður allt andóf í nágrannaríkinu Búrma. Nú þegar þetta er skrifað er löngu búið að hreinsa allt draslið af götunum eftir munkana og annað andófsfólk. Kínversk stjórnvöld voru margbeðin um að grípa inn í gang mála. Búrma er jú einhverskonar rassvasaríki Kínverja. En þeir máttu ekki vera að því. Það hefur sjálfsagt þótt ankannanlegt í Peking að vera beðinn um að beita sér gegn herforingjum í Búrma fyrir vinnubrögð sem eru viðtekin í Kína. Í Kína beita núverandi stjórnvöld stefnu gagnvart þegnum sínum sem kalla mætti aðskilnaðarstefnu (Apartheid). Þeir sem ekki hugsa, trúa og tjá sig rétt og í góðum flokksanda eru skilgreindir sem annarsflokks þegnar og eiga á hættu að vera sviptir réttindum og stöðu, fangelsaðir, pyndaðir eða skotnir með vélbyssu úti á torgi. Það má líka kalla þetta kúgunarstefnu og hún hefur verið viðloðandi kínverska stjórnarhætti í háa herrans tíð. Reyndar er mannkynssagan rík af dæmum um stjórnvöld sem hafa tileinkað sér þessa aðferð um lengri eða skemmri tíma. En í dag, þegar þetta er skrifað, er það nú samt svo að ekkert ríki í veröldinni hefur stofnanavætt ofbeld- ið gegn borgurunum jafn grímulaust og Kínverska alþýðulýðveldið. Virðist vera grundvallaraðferð innan stjórnsýsl- unnar. Það hefur verið trú margra vestrænna stjórnmála- manna að hægt væri að lækna Kína af mann- vonskunni með því að gefa því inn: kapítalisma. Af efnalegri velsæld myndi spretta húmanismi og eignaréttindum myndu fylgja mannréttindi. Þessvegna hefur hið kapítalíska sólskin baðað Kína í áratugi, mörgum til peningalegra hagsbóta. En það má öllum vera ljóst að virðing fyrir manneskjunni virðist ekki vaxa í þessu vestræna sólskini. Samkvæmt nýjustu skýrslu Amnesty International hefur ástandið versnað í Kína og ofsóknir á hendur fólki hafa aukist. En þó lyfið virki ekki tímir læknirinn ekki að hætta að gefa út lyfseðlana því á einhverju verða læknar að lifa. Vesturlönd hafa með öðrum orðum eflt þennan dreka og gefið honum voldugan töfrastaf í aðra hönd sem stráir peningum yfir þá sem klóra honum á maganum en í hinni hendi heldur hann á blóðugum refsivendi sem hann beitir miskunnarlaust á kínversku þjóðina. Ætli forsetinn minn sé búinn að átta sig á þessu? Á síðasta flokksþingi fyrir framan suðandi sjónvarpsvélar lofaði forseti Kína, Hu Jintao, því sem hann kallaði „takmarkaðar lýðræðisumbætur“. Samt á þó að fara varlega því þannig breytingar gætu tekið „tug eða jafnvel tugi kynslóða“. Sé miðað við klassískan kynslóðareikning þá eru hverri kynslóð gefin 30 ár. Þrjár kynslóðir á öld. Lýðræðisumbætur sem ná fram eftir einn tug kynslóða taka ca 300 ár. Ef við erum að tala um fleiri tugi kynslóða, segjum bara 3 tugi. Þá er hann Hu Jintao að boða lýðræðisumbætur sem ná fram eftir ca 900 ár. Það vita allir að þetta lýðræðistal Hu Jintao er bara sleikipinni, réttur Vesturlöndum til að taka með sér á Ólympíuleikana í Peking. Og vonandi endist þessi sleikipinni út alla leikana svo við getum með góðri samvisku horft á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu næsta sumar. Í dag er vitað meira um ofsóknir kínverska ríkisvaldsins og mannréttindabrot heldur en vitað var um ofsóknir stjórnvalda í Þriðja ríkinu þegar heimurinn skundaði á leikana í Berlín 1936. Samt voru ofsóknirnar í Þýskalandi ekkert leyndarmál. Lagabálkar sem útilokuðu gyðinga og þinghúsbrennan töluðu sínu máli og flóttamenn um allan heim sem reyndu eins og þeir gátu að upplýsa heiminn um glæpalýðinn, sem kominn var þar til valda. Í dag getum við furðað okkur á vilja nágrannaþjóð- anna á þeim tíma til að líta í hina áttina. Samstarfs- viljinn og samvinnupólitíkin með fasismanum er skammarblettur í sögu Evrópu. Einn af mörgum. Í dag finnst okkur hreinlega skammarlegt hve margir vinstrimenn á vesturlöndum sýndu kúgunar- stefnu Sovétríkjanna og austurblokkarinnar mikinn stuðning og samúð. Enn sorglegri er samstaða frjálslyndra hægri- manna með utanríkispólitík Bandaríkjamanna sem studdu glæpamannaherforingastjórnir um allan heim sem ofsóttu borgara sína jafn miskunnarlaust og vondu kallarnir hinumegin við járntjaldið. Sleikipinninn sem menn stungu upp í sig, þar sem þeir húktu ofaní kaldastríðs skotgröfum, hafði bragð af tilgangi sem helgaði meðalið. Utanríkisráðherrann minn hún Ingibjörg Sólrún sagði um daginn „að mannréttindi eiga að vera samofin öllu atferli í utanríkisstefnu Íslendinga“. Ég er henni þakklátur fyrir að lýsa þessu yfir. Ég trúi því að það sé mikilvægt fyrir allan heiminn að lítið þjóðríki eins og Ísland taki mannréttindi alvarlega og standi með mennskunni og helgi lífsins. Ég trúi því að það geti skipt máli og þokað einhverju til betri vegar, sett viðmið, orðið til eftirbreytni. Að fulltrúar smáríkisins Íslands æpi af öllum kröftum þegar keisarinn er ekki í neinum fötum. Þetta hefur alltaf verið mikilvægt og er það einnig nú á okkar tímum þar sem við búum í heimi þar sem ríkja þrjú ill stórveldi. Þar fer fremst ríki hræsninnar: Bandaríkin. Leiktjaldalýðveldið Rússland. Og svo þriðja ríkið: Kína. Þessi þrjú stórveldi beita kúgunarstefnu á einn eða annan hátt gegn borgurum sínum eða öðrum borgurum í öðrum ríkjum. Þau ljúga markvisst að heimsbyggðinni. Þau ógna einstaklingum og öðrum þjóðum og öll liggja þau í einhverskonar hernaði eða hersetja önnur ríki. Þau beita pyntingum og fangelsunum án dóms og laga. Er henni Ingibjörgu þetta ljóst? Herra Sigurbjörn Einarsson biskup skrifaði greinarkorn í Morgunblaðið um daginn sem mér fannst vera stílað á fulltrúa mína á alþjóðavettvangi en einnig á mig sjálfan af því að ég er borgari með atkvæðisrétt og utanríkispólitík Íslands er rekin meðal annars í mínu umboði. Þar að auki er ég Reykvíkingur og þar með einn af eigendum Orkuveitunnar. Og svo finnst mér þetta bréf eiga erindi við Svandísi Svavarsdóttur og Dag B. Eggertsson borgarstjórann minn sem er með mastersgráðu í mannréttindum. „Síðar meir hafa fallið þungir dómar um þá, sem töldust bera ábyrgð á slysförum mannkyns… () Enginn vildi vera því marki brenndur sem þeir fengu og gengu með síðan. Ekki er hitt síður satt og sannreynt, að menn hafa fallið fyrir blekkingum og lygum, kropið fyrir slóttugum föntum, hyllt kjassið og sleikt hófa og klær samviskulausra níðinga. En þegar menn og atburðir liðins tíma eru dæmdir á einn veg andmælalaust virðist enginn þurfa að spyrja sjálfan sig, hvernig honum hefði farist á þeim tíma og í sporum þeirra , sem þá féllu illa á prófi. Hvort hann hefði stutt eða fellt Sókrates. Hvort hann hefði játast eða hafnað Kristi. Og hvað hann styður eða hverju hann bregst á líðandi stundu.“ Ég vil leggja til að ríkisvaldið og allir þessir öflugu menn og konur sem þyrstir í kínverska útrás, taki nú höndum saman og standi fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um mannréttindi í Kína og þróun þeirra. Bjóði hingað háttsettum kínversku valdsmönnum, fræðimönnum, sagnfræðingum, mannréttindapost- ulum og útlægum andófsmönnum, fulltrúum Falun gong og svo að sjálfsögðu Dalai Lama. Þetta er sjálfsagt og nauðsynlegt svo við sem sjálfstæð og fullvalda þjóð getum tekið upplýsta ákvörðun um hvort og hvernig við ætlum að gera heiminn betri með því að ganga undir vænginn á kínverska drekanum. Benedikt Erlingsson er leikhúsmaður og áhugamaður um mannréttindi og íslenska utanríkispólitík. ER KÍNA ÞRIÐJA RÍKIÐ? Pistillinn Benedikt Erlingsson leikstjóri A nnað kvöld stíga Jimmy Page, Robert Plant og John Paul Jones á svið í fyrsta sinn eftir tólf ára hlé. Verður það á tónleikum í London til heiðurs Ahmet Ertegun, fyrrverandi yfirmanni Atlantic sem gaf plötur hljómsveitarinnar út. Með þeim á sviðinu verður Jason Bonham, sonur John Bonham trommuleikara sem lést af völdum ofdrykkju 1980. Við andlát hans tilkynntu þremenningarnir að nú væri ferli hljómsveitarinnar lokið. Þeir komu að vísu fram er þeir voru heiðraðir í Frægðar- höll rokksins 1995, en það taldist vart með. Þeir sem til þekkja segja endurkomu lengi hafa staðið til og lengi var fjandskap þeirra Plant og Page við John Paul Jones kennt um að ekki varð af. Hann var raunar sá sem vann allar útsetningar Zeppelin á þeim tólf árum sem bandið starfaði. Ef Page og Plant voru spurðir hvað væri þeim efst í minningunni sögðu þeir það kraftinn á sviðinu. Þeim var þá bent á að þeir þyrftu ekki að hitta John Paul Jones nema þar. Og í sumar kom bandið saman á ný „einhvers staðar í Englandi“ eins og sagt er. Hinn 10. júni var slegið í og tekin nokkur lög aftur og eftir rennsli í gegnum nokkra ópusa voru menn himinlifandi: reynslunni líktu allir þrír við hreinsun, verulega tilfinningasamur eftirmiðdagur. Einhver stakk upp á lagi og svo var spilað, eins og menn hefðu engu gleymt á þessum áratugum frá því bandið vann saman. Eftirvænting er mikil fyrir tónleikana annað kvöld og er eins víst að bandið leggi aftur fyrir sig konserta. Raunar er þetta ein sú af hljómsveitum sjöunda og áttunda áratugsins sem margir vildu sjá spila á ný. Enn má kaupa miða fyrir annað kvöld þegar þetta er skrifað: þeir kosta frá 113 þúsund upp í 353 þúsund. Það er því ekki nema von að eitthvað af miðum sé eftir. LED ZEPPELIN ANNAÐ KVÖLD Led Zeppelin í blábyrjun 1968 meðan allt var í góðu gengi, drykkjan ekki farin að setja sinn svip á líf og háttu John Bonham. M YN D /REU TERS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.