Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 32

Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 32
MENNING 6 É g vissi um fólk sem safn- aði mynt og frímerkjum en hafði aldrei gert mér grein fyrir því hversu margir safna póstkort- um,“ segir Árni Þór Árnason upp- boðshaldari hjá A&A. Uppboðið í dag er annað uppboðið sem fyrir- tækið heldur en auk Árna mun félagi hans Saso Andonov sveifla hamrinum í dag. Árni Þór segir hann virtan á þessu sviði en Saso kom upphaflega hingað til lands- ins frá Makedóníu til að nema hag- fræði. A&A er aðeins tveggja mánaða fyrirtæki. Sé uppboðsskrá skönnuð vekur nokkra furðu hversu marga muni er þar að finna auk þess sem breitt svið er spann- að. Safnarar af öllu tagi ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Engin brunaútsala Árni Þór segir fyrirsjáanlegt að það stefni í hörkusamkeppni á sviði uppboða hér á landi en fyrir á markaði er Gallerí Fold undir forystu Tryggva Páls listmunasala sem staðið hefur fyrir vel sóttum listaverkauppboðum um árabil. Auk þess endurstofanaði Pétur Þór Gunnarsson nýverið Gallerí Borg og hyggst gangast fyrir upp- boðum. „Já, ég tel að ekki sé pláss fyrir nema tvö stór uppboðshús á land- inu. Þannig að það stefnir í mikla samkeppni. Við teljum okkur þó vera að fylla inn í eyðu á markaði. Þannig hafa myntsafnarar komið með muni til að sýna okkur stuðn- ing. Og svo eru íslensk frímerki alveg sérstakt fyrirbrigði.“ Fyrirkomulag uppboða A&A er að eigandi muna sem boðnir eru upp ákveður lágmarksverð. Árni Þór segir menn hafa lent í því að setja málverk á uppboð sem meta má á til dæmis 70 þúsund en þau hafi svo farið á 18 þúsund. Þá sé um sannkallaða brunaútsölu að ræða. Þetta býður reyndar þeirri hættu heim að munir gangi ekki út og er verði því stillt í hóf við upp- hafsboð. Árni segir að erlendis geti ekki að líta nema 40 til 50 manns á við- urkenndum uppboðum en hér, á uppboðum Foldar, hafi komið yfir 400 manns í Súlnasal. Fæstir til að kaupa heldur jafnvel fremur til að forvitnast um hverjir væru að kaupa hvað. Mjög hefur færst í vöxt að menn bjóði í gegnum síma. „Við völdum Iðnó sem er róm- antískt hús og þægilegur staður að vinna. Maður hefur heyrt að fólk sé vantrúað á símaboð, að það sé eitthvert „fiff“, en þannig seldum við til dæmis eitt málverkið á síð- asta uppboði. Maður í Skagafirði bauð í málverk eftir Karl Kvaran, ætlaði sér það og keypti fyrir 630 þúsund krónur. Sumir kæra sig ekkert um að aðrir viti hvað þeir eru að gera á þessu sviði,“ segir Árni. Forfallinn safnari sjálfur En hvaðan kemur allur þessi varn- ingur? Á uppboðinu eru á fjórða hundrað item. Árni segir munina meðal annars koma úr dánarbúum auk þess sem fólk komi til þeirra hjá A&A með muni og biðji um mat. „Þetta er lítið samfélag og fólk vill af ýmsum ástæðum koma fágætum hlutum sínum í verð.“ Önnur spurning sem vaknar í tengslum við uppboðið er hvort markaður sé fyrir hluti af þessu tagi. Árni segir að svo sé – virkt safnarasamfélag er á Íslandi. „Jájá, það er reyndar töluvert neð- anjarðar. Þetta er ekki fólk sem er alltaf í fjölmiðlum og kannski ekki áberandi við opnanir ýmiss konar. En ótrúlegasta fólk er að safna einhverju. Það að halda hlutum til haga getur því reynst vel inn í framtíðina.“ Sjálfur er Árni Þór forfallinn safnari að eigin sögn. Hann hefur, frá því hann man eftir sér, safnað frímerkjum. „Ég rak Austurbakka hf. heild- verslun í gamla daga. Eftir að ég seldi fyrirtækið hafði ég meiri tíma fyrir áhugamálin og fór þá „massívt“ út í frímerkjasöfnun. En þegar maður er byrjaður að vinna við þetta hefur áhuginn hjá mér persónulega minnkað. Það gerist við það þegar maður sér svo margt fallegt. Nú er ég aðallega spenntur fyrir því að hafa eitthvað fallegt að bjóða upp.“ Fágætar bækur í boði Þegar Árni Þór er beðinn um að nefna einhverja þá muni sem eru sérstaklega athyglisverðir á upp- boðinu veit hann ekki alveg hvar byrja skal. „Jahh, við erum með mikið af skemmtilegum málverkum eftir málara hvers verk hafa ekki sést mikið á uppboðum. Þorri Hrings- son er einn þeirra, Rut Rebekka, Pétur Gautur... auk verka eftir Kjarval, Karl Kvaran og Jóhannes Geir.” Og það er einmitt sjálfur Kjar- val sem á það verk sem er dýrast við upphafsboð. Landslag frá 1932, olía á striga, stærð 52 x 68, merkt og metið á 675.000 krónur. Eins og áður sagði verður einnig mynt, gamlar ljósmyndir og póstkort svo eitthvað sé nefnt í boði auk bóka. „Við verðum með útgáfu af Pétri Gaut sem kom út árið 1901 og Einar Benediktsson íslenskaði. Þetta er eitt eintak af 30 sem gefin voru út. Það boð byrjar á 250 þús- undum. Þá má nefna Íslensk ævin- týri sem gefin var út árið 1852 safnað af Grímssyni og J. Árna- syni. Mjög eiguleg bók en byrjun- arverð á henni er 200 þúsund. Frumeintak og lesheil bók eins og einn bókasnillingurinn komst að orði en til okkar hafa menn komið til að skoða þetta eintak og dáðst að því.“ Þegar svo frímerkjaspekingur- inn Árni Þór fer að fjalla um frí- merkin í eyru blaðamanns hefst fyrirlesturinn fyrir alvöru: „Frí- merkjahlutinn er allur boðinn upp í evrum því þar erum við á alþjóða- markaði. Við erum að horfa á bréf frá 1917 með númerastimpli 39 frá Danmörku. Krónustimplar og númerastimplar eru mjög verð- mætir í dag.“ Víst er að safnarar eiga spenn- andi dag í vændum en uppboðið hefst klukkan 14.00. jakob@frettabladid.is URRANDI SAMKEPPNI UM SAFNARANA Mennirnir á bak við A&A Árni Þór og Saso Andonov munu sveifla hamrinum ótt og títt í dag en hér eru þeir með eina af verðmætustu bókunum sem boðin verður upp, Pétur Gaut í þýðingu Einars Benediktssonar. Eitt eintak af 30 og kom út árið 1901. Upphafs- verð er 250 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjölmörg frímerki Umslag með númerastimpli 31, en aðeins er eitt annað þekkt á póstkorti en fjölmörg frímerki verða boðin upp. Íslensk ævintýri Einn þeirra dýr- gripa sem slegnir verða í dag. Útgefið árið 1852 og upphafsverð er kr. 200.000.- Málverk slegin Eitt þeirra mál- verka sem verða slegin í Iðnó í dag. Verk eftir Pétur Gaut frá 2007 og er upphafsverð 150.000. Í dag verður haldið mikið uppboð í Iðnó á vegum nýs fyrirtækis – Arnarson og Andonov ehf. eða A&A – sem sérhæfi r sig í uppboðum á list- og safnmunum: Frímerkjum, ljósmyndum, póstkortum, fágætum bókum sem og málverkum. Annar forsprakki fyrirtækisins er Árni Þór Árnason sem segir stefna í verulega vaxandi samkeppni á sviði uppboðsmála á Íslandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.