Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 37
11 MENNING bandi við þessi frétta- og áróðurs- magasín sem yfirleitt voru fimm mínútna löng. Myndin er svarthvít og áttatíu mínútna löng og er unnin á 35 mm filmu. Ég nota efni úr sov- ésku kvikmyndaseríunni Landið okkar og Tíminn framundan. Það getur verið svona: „Flokkurinn leiðir okkur hinn rétta veg komm- únismans.“ Og við þetta eru hljóð frá fólki að marsera og lestin brun- ar gegnum myndina. Ég klippi tökur sem ekki voru notaðar og legg eigið hljóð og blanda þessu saman og smám saman fer áhorf- andinn að efast um hvað séu hinar réttu áróðursmyndir og hvað eru mín klipp. Mig langar til þess að skapa eða öllu heldur opna nýtt rými upplif- unar og um leið segja sögu fólksins í Sovétríkjunum. Ég vil einnig reyna að lýsa þessari bjartsýni sem ríkti á þessum árum í byrjun sjöunda áratugarins. Eða öllu held- ur lífslýginni eins og Josef Brodsky kallaði það. Myndin á að heita „Kynning“ eftir ljóði Josef Brodsky þar sem hann hæðir hinn sovéska lífsstíl.“ Fimm mánaða klipp Ein af myndum Loznitsa sem hefur unnið til fjölda verðlauna er Umsátur eða „Blokada“, gerð úr kvikmyndum sem 28 kvikmynda- tökumenn í Leníngrad, nú St. Pétursborg, tóku á meðan á nær 900 daga umsátri nasista stóð um borgina í heimstyrjöldinni síðari. Loznitsa klippti myndirnar saman og vann hljóðið, sem eykur nálægð myndanna og tilfinningu fyrir þjáningum íbúanna í umsátrinu. „Ég vildi sýna þessar kvik- myndir á annan hátt án tónlistar eða sögumanns. Það var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þær,“ segir Sergei Loznitsa. „Það voru nemendur og starfsmenn við kvik- myndastofnun í Leningrad sem mynduðu allt. Það tók mig ekki langan tíma að sortera efnið. Þetta voru einungis fimm klukkustundir. Síðan sat ég og klippti í þrjá mán- uði. Reyndar þurfti ég að fara í burtu af og til svo ég héldi fjarlægð við efnið.“ Þögnin og systir hennar, afskiptaleysið - Eru allar kvikmyndir teknar á meðan á umsátrinu stóð? „Eftir flugeldasenur í lok stríðs- ins notuðum við skot úr kvikmynd- inni „Dómstóll fólksins“ frá 1946. Myndin sýnir mannfjölda safnast saman til að fylgjast með því þegar þýskir stríðsfangar voru hengdir. Þeir voru teknir af lífi þegar kuldinn var sem mestur og látnir hanga þarna vikum saman. Að þetta voru Þjóðverjar finnst mér vera aukaatriði. Það að fólk skuli hafa safnast saman fyrir 60 árum til þess að fylgjast með aftökum. Jafnvel þótt almenningur hafi þurft að ganga í gegnum allar hörmungarnar þá er það okkur óskiljanlegt í dag. En eitt er víst að miklu fleiri létu lífið í Umsátrinu en opinberar sovéskar tölur gáfu í skyn eftir stríð. Þegar myndin var tilbúin héld- um við sýningu í St. Pétursborg fyrir gamalt fólk sem ólst upp á meðan á umsátrinu stóð. Á eftir var alger þögn í salnum. Daginn eftir hringdi gömul kona í kvikmyndahúsið og vildi vita hver væri leikstjórinn. Þegar konan í afgreiðslunni spurði hvers vegna svaraði hún: „Mig langar til að faðma þennan dreng.“ Hljóðvinnsla við Umsátrið var í höndum Vladimirs Golovnitski. „Við notuðum efni úr hljóðsöfnum en það eru engin til frá því fyrir 1950 en myndirnar eru að mestu teknar árin 1941-43. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti af því hvernig við upplifum myndir,“ segir Sergei Loznitsa og við bíðum spennt eftir að fá að upplifa það í heimildarmyndinni Kynning þar sem hann dregur fram sína eigin mynd úr sovéskum filmum. Frá Stalíngrad á stríðsárunum en ein þekktasta mynd Sergei er unnin úr gömlu efni frá umsátrinu um borgina. Grár veruleikinn í St. Pétursborg, sýn yfir snæviþakin þökin. „Það hefur í raun- inni ekkert breyst,“ segir Sergei. Næsta heimildarmynd Sergei er líka unnin úr gömlu efni, áróðursmyndum um hið hamingjuríka líf á tímum Sovétsins. St. Pétursborg að vetri. Öflugir heimildar- mynda gerðarmenn eru þar í borg en fáar leiðir til að koma verkum þeirra á framfæri. Gefum góðar stundir Gjafakort í Þjóðleikhúsið er frábær gjöf fyrir alla fjölskylduna ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ www.leikhusid.is Sérstök gjafakort á Skilaboðaskjóðuna M YN D /H ELG A BREKKA N M YN D /H ELG A BREKKA N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.