Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 92
MENNING 54
Börn eru vanræktur markhóp-
ur í íslenskri kvikmyndagerð;
á það minnti Ari Kristinsson í
ræðu fyrir frumsýningu Dugg-
holufólksins og benti á þá
þversagnakenndu stöðu að
barnamyndir fengju lægri
styrki en aðrar myndir út af
grillum um að þær séu ódýrari
í framleiðslu og markaðs-
vænni. Samt sem áður eru
fimm ár frá því síðasta barna-
myndin í fullri lengd kom út
hér á landi ef ég man rétt, það
er söngvamyndin Regína. Í
hálfan áratug hafa íslensk
börn semsagt ekki fengið eitt
einasta tækifæri til að sjá í bíó
mynd um önnur íslensk börn í
íslenskum ævintýrum.
Kalli er tólf ára tölvuséní,
sem býr hjá móður sinni í
Reykjavík; honum líður best
fyrir framan tölvuskjáinn með
lakkrísrör lafandi út um munn-
vikið og gætir að gemsinn sé
aldrei langt undan seilingar.
Hann er hins vegar lagður í
einelti af fantalegu stelpna-
gengi í skólanum en raunir
hans mæta litlum skilningi á
skrifstofu skólastjórans.
Móðir Kalla er í prófstressi og
sendir hann til því pabba síns
vestur til Súgandafjarðar þar
sem hann á að verja jólunum,
netlaus og í félagsskap stjúp-
systur sinnar Ellenar – stelpu-
skassi sem þykist vera skyggn
en faðir hennar sálugur var
ófreskur. Stjúpan er komin á
steypirinn og hjónin verða að
fara á sjúkrahús yfir til Ísa-
fjarðar en krakkarnir verða að
vera einir yfir nótt. Í millitíð-
inni gerir hins vegar kafalds-
hríð að vestfirskum hætti og
börnin eru innilokuð í drauga-
legu húsi í firði fullum af hafís,
sem flytur jafnvel ísbirni milli
úthafa. Kalli fær nóg af sel-
skapnum við Ellen og ákveður
að hypja sig aftur heim. Fyrst
þarf hann bara að finna sam-
band fyrir farsímann og
hringja á leigubíl. Meintur
banamaður Duggholufólksins,
sem gekk fyrir björg tveimur
öldum áður, setur
hins vegar strik í
reikninginn og Kalli
á eftir að komast að
því að í glímunni
við veðurofsa, villi-
dýr og drauga er
Ellen betri hjálp en
engin.
Það mátti víst
litlu muna að Dugg-
holufólkið hefði
verið gerð í Noregi
eða Þýskalandi.
Sem betur fer var
ákveðið að gera
myndina á Íslandi.
Fáar – ef nokkrar –
íslenskar barnamyndir sem
gerðar hafa verið hingað til
eru jafn vel til þess fallnar að
kynna yngstu kynslóðina fyrir
kynngi kvikmyndalistarinnar.
Styrkur myndarinnar felst í
því að Ari kemur fram við
yngri áhorfendurna af virð-
ingu en gætir þess líka að
skemmtanagildið höfði til
þeirra sem eldri eru. Útkoman
er ein besta fjölskylduafþrey-
ing sem í boði er á aðventunni.
Myndin er stútfull af húmor,
til dæmis þegar hún á það
tæknilega hreðjatak sem
æskufólk nú til dags hefur oft
á foreldrum sínum (Kalli
mútar mömmu sinni til að
skutla sér í skólann gegn því
að hann finni glósurnar sem
hún glopraði í fartölvunni).
Myndin snertir sannarlega á
raunveruleika sem ófá börn –
og foreldrar – þekkja, en kynn-
ir þau líka fyrir framandi
aðstæðum, sem þarf ekki að
fara langt út fyrir borgar-
mörkin til að finna. Vissulega
er mikið um velheppnað glens
en Ari hlífir áhorfendum ekki,
er óhræddur við að búa til ógn-
vænlegt andrúmsloft, þrungið
reimleika sem hrikalegt
umhverfi Súgandafjarðar
magnar upp. Sá sem hér slær
lykla gengst við því að hafa
sigið niður í sætið í stöku atrið-
um og að minnsta kosti einu
sinni brugðið svo að hann
hrökk af sessunni. Þá var líka
gaman að sjá Ara kinka kolli
til Hrafns vinar síns Gunn-
laugssonar þegar fiskur er
borinn á borð í Súganda. En
þótt nokkrum ungum sálar-
tetrum bregði endrum og sinn-
um er svo búið um hnútana að
allt fer vel að lokum og áhorf-
endur ganga út glaðir í sinni.
Myndin er fantavel gerð,
sumar tökurnar stórglæsileg-
ar og útlit og frágangur
almennt til fyrirmyndar. Af
leikurunum mæðir mest á
krökkunum í aðalhlutverkun-
um þremur, Bergþóri Þor-
valdssyni, Þórdísi Huldu Árna-
dóttur og Árna Beinteini
Árnasyni. Þau standa sig öll
prýðilega, sérstaklega Berg-
þór í hlutverki Kalla.
Myndin er auðvitað ekki
gallalaus, atburðarásin hefði
stundum þolað að vera knapp-
ari, rödd draugsins var stund-
um örlítið óskýr og í lokin voru
sumir endar óleystir í lokin,
eða að minnsta kosti ekki
bundnir fast. Heildarútkoman
er hins vegar svo vel heppnuð
að það er erfitt að láta smá-
smygli fara í taugarnar á sér.
Myndin heldur rækilegum
dampi út í gegn og hárréttu
hlutfalli gamans og háska.
Fyrir myndina lýsti Ari Krist-
insson þeirri von sinni að á
Íslandi yrði gerð barnamynd
að minnsta kosti annað hvert
ár. Duggholufólkið er kröftug-
ur rökstuðningur fyrir því.
Bergsteinn Sigurðsson
KALDIR KRAKKAR Á HÁSKASLÓÐ
Sigtið er komið út á mynd-
diskum, tveir undir þætti, sá
þriðji undir aukaefni. Þetta
mun vera önnur serían af
þessari sérstöku þáttaröð
sem varð til með stuðningi
Kvikmyndamiðstöðvar fyrir
fulltingi þeirra Halldórs
Gylfasonar, Friðriks Frið-
rikssonar, og bræðranna
Gunnars og Ragnars Hans-
sona. Þeir kalla þetta eðal-
útgáfu, sem má til sanns
vegar færa. Sigtið er að
mörgu leyti afar vel heppn-
að pródúkt, bráðskemmtileg
hugmynd sem þróast fram í
vinnslunni og geymir glans-
andi persónusköpun þessa
leikhóps.
Gaman er að velta fyrir
sér þróun í gerð leikins efnis
fyrir sjónvarpsmiðla sem
átt hefur sér stað hér á und-
anförnum tólf árum: þá var
ástandið þannig að forráða-
menn sjónvarpsstöðva höfðu
enga trú á að íslenskt efni
ætti sér rétt, jafnvel sjón-
varpsstöð ríkisins var orðin
hálffötluð í þessum efnum.
Tilkoma Stöðvar 3 og síðar
Skjás 1 breytti þessu. Þar
höfðu menn þor til að leggja
í innlenda dagskrárgerð af
fullum krafti sem sveigði
eldri rekstraraðila inn í
aukna framleiðslu. Víst
höfðu stök verkefni litið
dagsins ljós og féllu mis-
jafnlega í kramið hjá þeim
sem komu fram opinber-
lega: það þurfti þolgæði og
þolinmæði til að standa af
sér háðsglósur því vonir
voru jafnan stórar og kröfur
miklar og stutt í dóma.
Umskipti urðu við eig-
endabreytingar þegar Stöð 2
var komin af fótum fram
öðru sinni. Þá var spýtt þar
verulega í baukinn, hlutur
innlends efnis lagfærður á
hlut þess erlenda sem var í
samkeppnislandslagi að
sliga íslenskar sjónvarps-
stöðvar. Reyndar máttu
bæði Stöð 3 og Skjárinn lúta
í gras áður en yfir lauk. En í
íslenskri sjónvarpssögu
voru þær mikilvægir hlekk-
ir.
Fóstbræður, Stelpurnar,
jafnvel hin aldraða Spaug-
stofa eru sketsaþættir. Nú
má sjá fram að þeir skópu
tiltrú á að hægt væri að gera
meira: Sigtið og Næturvakt-
in eru þróaðra efni með
langdrægri persónusköpun,
samfelldum þræði, sjón-
varpsáhorfendur eru komn-
ir út úr sitcom-rammanum
sem Fornbókabúðin og
Kallakaffi voru sett í. Enn á
íslenskur sjónvarpsiðnaður
eftir að ná tökum á því
formi: jafnvel hinn mis-
heppnaði bastarður Reykja-
víkurnætur á sinn part í
þessari þróunarvinnu. Það
tekur tíma og margar til-
raunir, æfingar og mistök,
að ná tökum á frásagnar-
formum sem þessum.
erlendis hafa menn staðið í
svona framleiðslu í hálfa öld
fyrir sjónvarp og sóttu
reynslu í kvikmyndaiðnað
sem hefur þrifist í heila öld.
Sigtið án Frímanns Gunn-
arssonar ræðst ekki á
garðinn sem hann er
lægstur: það gerir sér
mat úr ógeðfelldri
höfuðpersónu sem
Gunnar Hansson hefur
skapað, hægri-
sinnuðu snobb-
gerpi, bjána sem
komist hefur inn
í sjónvarp og
hrakist úr því
aftur. Þessi
gaur á sér
bræður í Mal-
volíó Shake-
speare og
Bastard Rick
Mayall og
Gunnar ljær
honum líf á sér-
kennilega reik-
andi tempói, oft
dirfskufullum
dansi með tóm, dok, fals og
yfirlætishátt. Persónan er í
mörgum lögum og verður
alltaf að vera gegnsæ í
flónsku sinni og fyrirgangi.
Flottur performans.
Umhverfis Frímann eru
nokkrar smærri persónur,
auk smáhlutverka. Þeir þrír,
Halldór, Gunnar og Friðrik,
sýna meistaralega takta í
leik í þessu safni, Gunnar
alltaf sá sami en hinir
tveir bregða sér í fjölda
gerva og fara á kost-
um: hin fámæltu hlut-
verk Halldórs eru
meitlaðri en hin smá-
hlutverkin, en
Gretar hans er
saminn af
djúpu innsæi
með harm-
ræn endi-
mörk.
Gerva-
skápur
Friðriks
Friðrikssonar er
hreint ótrúlega
fjölbreyttur. Hér
blómstrar hann
sem listamaður.
Þá verður að
nefna til kven-
stirnin: Helgu
Brögu og Álfrúnu. Helga á
beinni og hreinni braut í
persónu sem fær ekki mikla
þróunarmöguleika í meðför-
um handritshöfunda. Ekki
enn. Samband bókaútgef-
andans og Gretars, hins
þýlynda vinar stertimennis-
ins Frímanns, er óunnið svið
sem gaman væri að sjá
þróað. Álfrún er aftur með
skýran og glæsilegan sveig í
byggingu sinni á Önnu. Það
er ekki amalegt að eiga þá
sköpun á ferilsskránni
sinni.
Hvað tekst þá ekki: takan
er oft skekin, viljandi lík-
lega, sem mér finnst ekki
rétt. það er fátæktarbragur
víða í fjöldaatriðum, jafnvel
hinum fámennari. Íbúð Frí-
manns hefði mátt vera í
stúdíói. Hljóð gæti verið
betra á stöku stað. Stíll á
klippingu er stundum
óhreinn, en það truflar mann
samt ekki. Þessir þættir eru
einfaldlega vel gerðir, frum-
leg stúdía í heimsku hróks-
ins, með mörgum merkileg-
um stúdíum í ljóslifandi
karakterum. Skemmtilegt
stöff.
Páll Baldvin Baldvinsson
Sigtið án Frímanns Gunnarssonar
SIGTIÐ ÁN FRÍMANNS GUNNARSSONAR
Leikstjóri: Ragnar Hansson
Gunnar Hans-
son sem hið
óþolandi smá-
menni Frímann
Gunnarsson
fyrrum þátta-
stjórnandi.
22
DUGGHOLUFÓLKIÐ
Leikstjóri: Ari Kristinsson