Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 12

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 12
12 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Kristján Möller sam- gönguráðherra telur að tölvu- póstur komi að nokkru leyti í stað hefðbund- ins bréfapósts og spyr hvort nauðsynlegt sé að póstur sé borinn út fimm daga vikunnar eins og lög segja til um ef sáralítið er borið út á annað borð. Jón Bjarna- son VG spurði Kristján um afstöðu hans til athugana Íslandspósts á að fækka útburðardögum á völdum stöðum á landinu. Sagði Jón góða póstþjónustu skipta máli fyrir samkeppnishæfni atvinnulífs og búsetu um land allt. Kristján kvaðst ætla að skoða málið. - bþs Samgönguráðherra á þingi: Tölvupóstur í stað bréfapósts KRISTJÁN MÖLLER AUSTURRÍKI, AP Mansal er nútíma- útgáfa þrælahalds og við það verð- ur ekki unað sagði háttsettur yfir- maður hjá Sameinuðu þjóðunum á þriggja daga ráðstefnu um mansal sem stofnunin stóð fyrir í vikunni í Vín í Austurríki og lauk á föstu- daginn. „Tvö hundruð árum eftir að þrælasalan yfir Atlantshafið leið undir lok ber okkur skylda til að berjast gegn glæp sem á ekki að eiga sér stað á 21. öldinni,“ sagði Antonio Maria Costa, yfirmaður stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um eiturlyf og glæpi. „Köllum þetta sínu rétta nafni: Nútíma þrælahald.“ Talið er að 2,5 milljónir manna séu í einhvers konar nauðungar- vinnu í kjölfar mansals sem nái til 161 lands í öllum heimsálfum. Flest fórnarlömbin eru á aldrinum átján til 24 ára og áætlað er að 1,2 milljónir barna séu árlega fórnar- lömb mansals samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Erfitt er að segja um eiginlegar tölur og er þetta mögulega bara toppurinn á ísjakanum að því er Costa sagði í samtali við fréttavef breska ríkisútvarpsins. „Eins og með alla aðra markaði ... þá er framboð af fólki sem er gabbað, þvingað eða leitt í gildru og eftir- spurn hjá fólki sem er að kaupa þessa vöru sem um ræðir. Og svo eru það þeir sem tengja framboð og eftirspurn – þeir sem stunda mansalið.“ Sameinuðu þjóðirnar telja að stjórnvöld víða standi ekki við skuldbindingar um að taka á þess- um vanda og var markmið ráð- stefnunnar að hvetja til einbeitt- ari aðgerða í baráttunni gegn mansali. Af 192 aðildarríkjum Samein- uðu þjóðanna hafa 116 samþykkt sáttmála gegn mansali frá 2005. Sáttmálinn hefur þó ekki verið færður í lög í sumum ríkjum. Meðal ríkja sem ekki hafa enn samþykkt sáttmálann eru ríki á borð við Indland og Pakistan þar sem mikið er um mansal sam- kvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. sdg@frettabladid.is Þrælahald nútímans Tvær og hálf milljón manns eru í einhvers konar nauðungarvinnu í kjölfar mansals. Árlega eru 1,2 milljónir barna seld mansali. SÞ vill aðgerðir. MANSAL Í MYND Vegfarendur í Vín geta virt fyrir sér sjö gáma sem hafa verið mynd- skreyttir til að vekja athygli á þeim hörmungum sem fylgja mansali. NORDICPHOTOS/AFP STRÆTISVAGN EYÐILAGÐUR Óeirða- seggir í Naíróbí í Keníu hamast á flaki strætisvagns sem kveikt hafði verið í. Ekkert lát er á óeirðunum sem hófust í kjölfar kosninganna í lok síðasta árs. NORDICPHOTOS/AFP Ekið á bíl við fjölbrautaskóla Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að ekið hefði verið á bíl við Fjöl- brautaskóla Suðurlands um klukkan hálf fjögur á mánudaginn. Sá sem ók á bílinn stakk af frá vettvangi en bíllinn skemmdist nokkuð. LÖGREGLUFRÉTTIR MENNTAMÁL Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir fyr- irtæki og menntastofnanir geta eflt samstarf sín á milli í greinum sem eiga rætur hér á landi. Með þessu tekur Kristín undir sjónar- mið sem Lárus Welding, forstjóri Glitnis, ljáði máls á í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn laugar- dag. Þar sagði hann mögulegt að skapa vettvang fyrir „dýnamíska nýsköpun“ á sviði orkuiðnaðar með samstarfi skóla og fyrir- tækja. „Ég er sammála Lárusi, slíkt samstarf er nauðsynlegt og gerir báðum aðilum kleift að ná öflugri árangri,“ segir Kristín. „Innan Háskóla Íslands er gríðar- lega mikil þekking á sviði orkuvís- inda, jarðvísinda, umhverfisvís- inda, verkfræði, hagfræði og á fleiri sviðum. Samstarf við fyrir- tæki á þessu sviði er nú þegar fyrir hendi en við erum sífellt að leita leiða til þess að efla slíkt samstarf enn frekar,“ segir Krist- ín. Lárus vitnaði til hugmynda sem Michael Porter, prófessor við Har- vard-háskóla, talaði um í fyrir- lestri á Hótel Nordica 2. október 2006. Þar sagði hann mögulega vera hægt að byggja upp meiri starfsemi í kringum atvinnuvegi sem ættu rætur hér á landi. - mh Rektor Háskóla Íslands segir að efla megi samstarf fyrirtækja og skóla: Sóknarfæri á mörgum sviðum LÁRUS WELD- ING Hugað verði betur að atvinnuvegum sem eiga rætur hér. KRISTÍN ING- ÓLFSDÓTTIR Hægt að efla samstarfið.                         !"     # $   %          %      !            $  '    (    &    $     ) * +"   +        %  & ,  !      %      %    * $")      $    * $    +       &              -  . / 012 3 "% / (% 441 5111 / ,6 441 5101 / 777&'(&         8 ( 9 3 : &; ( < ' (  1 2 = 4 4 ÍRAK, AP Bandaríkjaher fullyrðir að konurnar tvær, sem gerðu sjálfsmorðssprengjuárás á markaðstorgi í Bagdad í byrjun febrúar, hafi ekki verið þroska- heftar. Íraskir embættismenn sögðu, strax eftir árásina, að konurnar tvær hefðu verið með Downs- heilkenni. Atvikið vakti hörð viðbrögð víða um heim, en þessi fullyrðing vakti jafnframt tortryggni margra. Bandaríkjaher segir að konurnar hafi báðar nýlega fengið meðferð geðlækna vegna þung- lyndis eða geðhvarfasjúkdóms, en alls ekki verið þroskaheftar. - gb Sprengjukonurnar í Bagdad: Þær voru ekki þroskaheftar LÖGREGLUMÁL Annar piltanna sem var í bíl sem skall harkalega á húsi á Akranesi um miðjan dag á mánudaginn var útskrifaður af gjörgæsludeild daginn eftir. Hinn pilturinn, sem er á átjánda ári, liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild. Var hvorugur piltanna í bílbelti þegar þeir lentu í árekstrinum. Talið er að slysið hafi orðið þegar piltarnir voru að aka fram úr öðrum bíl. Bíllinn, af gerðinni BMW, er gjörónýtur og er húsið einnig talsvert skemmt. - ovd Óku á húsvegg á Akranesi: Annar enn á gjörgæsludeild LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók nýlega mann sem brotist hafði inn í íbúð og meðal annars stolið þaðan greiðslukorti húsráðanda. Hafði hann svo notað kortið til að svíkja út vörur í verslunum. Vill lögreglan, af þessu tilefni og ýmsum sambærilegum, brýna fyrir afgreiðslufólki í verslunum að skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta. Einnig að undir- skriftir handhafa séu þær sömu og á bakhlið kortanna. - ovd Afgreiðslufólk athugi kortin: Vörur teknar út á stolin kort

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.