Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 20
20 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
1998 2000 2002 2004 2006
nám, fróðleikur og vísindi
747
1.039
1.266
1.369
1.613
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Frú Vigdís Finnbogadóttir og nemendur úr
Landakotsskóla opnuðu nýlega vefnámskeiðið
www.englishgame.hi.is sem er ætlað byrjendum
í enskunámi og gerir þeim kleift að bæta kunn-
áttu sína á nýstárlegan og skemmtilegan hátt,
að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstand-
endum.
Nemendur hanna eigin leikpersónu sem leysir
tungumálaþrautir í björgunarleiðangri til að frelsa
þorpsbúa í Rauðuþakabæ. Enskri málfræði, málnotkun og orðaforða er fléttað
inn í atburðarásina með ýmsum þrautum og verkefnum.
■ Nýtt vefnámskeið á ensku:
Leysa þrautir við björgun
Hrafnhildur Heba Júlí-
usdóttir stundar nám
við Kaospilot í Árósum í
Danmörku, skapandi við-
skiptaháskóla sem leggur
áherslu á verkefnastjórnun,
viðburðastjórnun og ferlis-
hönnun fyrir stefnumótun
fyrirtækja. Hrafnhildur er
á öðru námi af þremur og
stefnir á að útskrifast með
diplómagráðu á næsta
ári. „Ég frétti af náminu í
gegnum vinkonu mína sem
er nýútskrifuð frá Kaospilot.
Ég heillaðist eiginlega strax
af hugmyndinni að baki
þessu námi, það er mjög
lifandi og ég hafði ekki
rekist á neitt sams konar á
Íslandi.“
Hrafnhildur segist hafa hrifist
strax af andrúmsloftinu í
skólanum. „Það er engu líkt,
hér eru bara um hundrað
nemendur í einu og það gerir
tengslin ansi sterk. Margir
eru líka langt í burtu frá
heimalandi sínu og bekk-
urinn verður nánast eins og
fjölskylda.
Bekkjunum er skipt upp í lið
og námið felur í sér ferðalög.
Á öðru ári fara liðin til dæmis
til annarra landa þar sem þau
vinna að ýmsum verkefn-
um. Lið Hrafnhildar valdi að
fara til Sjanghæ, þar sem
hún er núna og verður næstu þrjá mánuði.
„Hugmyndin á bak við það er að fara með
námið í annað umhverfi, aðlagast nýjum
menningarheimi og öðruvísi verkefnavinnu.
Liðsstjórinn okkar hefur góð sambönd í Kína
og við ákváðum því að fara þangað. Við
vinnum verkefni með nokkrum fyrirtækjum,
tökum meðal annars þátt í að búa til alþjóð-
lega markaðsherferð fyrir Shanghai Fashion
Hub og vinnum hugmyndavinnu fyrir þýskt
fyrirtæki sem gerir leikföng úr bambus.
Hrafnhildur segir námið krefjandi, það
komi henni sífellt á óvart og haldi henni á
tánum. „Sem mér finnst frábært. Ég held
að þetta eigi eftir að skila mér miklu, til
dæmis góðum tökum á verkefnastjórnun.
Að útskrift lokinni vonast ég til að komast
í vinnu þar sem sköpunargleði mín fær að
njóta sín til fulls.“
NEMANDINN: HRAFNHILDUR HEBA JÚLÍUSDÓTTIR
Flakkar frá Árósum til Sjanghæ
Kjarni málsins
> Fjöldi grunnskólanema með erlent móðurmál.
Ég man ekki eftir neinni kennslu-
bók um blaðamennsku á íslensku.
Það hefur verið sár skortur á því,“
segir Jónas Kristjánsson ritstjóri,
sem hefur gefið út kennslubók í
blaðamennsku á netinu.
Jónas hefur kennt námskeið í
blaðamennsku undanfarin tvö ár og
bókin samanstendur af glósum sem
hann samdi vegna fyrirlestra.
„Þetta eru minnispunktar sem ég
held að nýtist öllum í faginu, hvort
sem þeir hafa starfað þar lengi eða
eru að byrja. Blaðamennskan er
ekki beinlínis akademískt fag með
mikið af teóríum heldur byggist
hún á reynslu. Þetta eru fyrst og
fremst hagnýtar upplýsingar. Ég
þekki ekki aðra tegund blaða-
mennsku en hagnýta og efast um
að hún sé til.“
Glósurnar spanna víðfemt svið,
til dæmis ritstjórn, rannsóknir og
nýmiðlun. Þá er miklu púðri varið í
textastíl, sem Jónas telur að íslensk-
ir blaðamenn þurfi helst að bæta
sig í. „Margt annað er í sæmilegu
standi í blaðamennsku á Íslandi, en
einna lakastir eru blaðamenn í
textastíl, eða ritstíl eins sumir kalla
það.“
Bókina má nálgast ókeypis á
heimasíðu Jónasar, jonas.is. Hann
hefur ekki hugsað sér að gefa hana
út í prentútgáfu.
„Æ fleiri kennslubækur eru gefn-
ar út á stafrænu formi; þannig eru
þær aðgengilegri og auðveldari í
uppfærslu en ég hef hugsað mér að
uppfæra hana að minnsta kosti
árlega.“ Jónas kveðst ekki heldur
hafa íhugað að selja aðgang að bók-
inni. „Ég er ekki í kapítalíska hag-
kerfinu, ég er í gjafahagkerfinu.
Vefbókin er þarna ef einhver vill
nota hana.“ - bs
Jónas Kristjánsson gefur út kennnslubók í blaðamennsku á netinu:
Sár skortur á kennsluriti
JÓNAS KRISTJÁNSSON Telur að ritstíl
íslenskra blaðamanna sé einna helst
ábótavant.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Skynörvunaraðstaða verður
formlega opnuð í Öskjuhlíðarskóla
á morgun, föstudag. Barnaspítali
Hringsins veitti skólanum tveggja
milljón króna styrk til að kaupa
tæki og búnað.
Tilgangurinn með aðstöðunni
er að auka tilboð og gæði, meðal
annars fyrir þá nemendur sem eiga við skyntruflanir að stríða og þá nemendur
sem eru með skerta líkamsstarfsemi eða líkamsvitund.
■ Öskjuhlíðarskóli:
Skynörvunaraðstaða opnuð