Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 22
22 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 1998 2001 2004 2007 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 93 kr. 95 kr. 99 kr. 102 kr. Næstum tuttugu þúsund króna verðmunur er á flugi frá Íslandi til Færeyja og til baka aftur, eftir því hvort farið er keypt hjá íslensku eða færeysku flugfélagi. Farþegar eru þrátt fyrir þetta að kaupa sér ferð með sömu flugvélinni. „Ég kaupi alltaf farið hjá Atlantic. Það er ekki ódýrt, en það er ódýrara en með Flugfélaginu,“ segir Sunn- eva Eysturstæn, blaðamaður í Færeyjum. Hún hefur mikið ferðast milli eyjanna og Íslands undanfarin ár. Sé flogið á mánudegi frá Reykjavík til Færeyja og til baka aftur á föstudag, kostar farið báðar leiðir tæpar 54 þúsund krónur með Flugfélagi Íslands. Sama ferð með færeyska flugfélaginu Atlantic Air- ways kostar hins vegar um 40 þúsund. Verð hvors fargjalds um sig er með sköttum. Enn meiri munur er á sömu ferð ef farið er í byrjun apríl. Verðið á ferð Flugfélagsins er svipað, en verðið hjá Færeyingum er umtalsvert lægra, eða ríflega 36 þúsund.Svipaður verðmunur er á ferðum í mars. „Það er ástæða til að skoða þetta, en þetta er óvenju- mikið heyrist mér,“ segir Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Flugfélag Íslands selur ferðirnar með vél færeyska félagsins. Flugsætin eru sambærileg að flestu leyti. Ferðaá- ætlunum má breyta og flugfélögin bjóða endur- greiðslu, þurfi farþeginn að hætta við. Þá er það einn- ig sambærilegt að því að um er að ræða sama sætið, í sömu vél. „Miðað við það hefði ég talið að verð á fargjöldun- um væri sambærilegt. En þetta getur verið tilfall- andi. Stundum erum við lægri og öfugt,“ segir Árni Gunnarsson. Töluvert er um ferðalög milli Íslands og Færeyja. Árni segir að Flugfélagið selji í kringum þúsund sæti á ári. Það sé mest að gera yfir sumartímann. „Til dæmis í kringum Ólafsvökuna,“ segir Árni. Það séu einkum Íslendingar sem kaupi ferðir með Flugfélaginu, en einnig erlendir ferðamenn. Líkleg- ast kaupi Færeyingar einkum ferðir í gegnum Atlant- ic. ingimar@frettabladid.is Mörg þúsund króna munur á sama sætinu HUGSI YFIR FARGJALDINU? Töluverður verðmunur er á fargjaldinu til Færeyja eftir því hver selur það, þótt sætið sé í sömu flugvélinni. Fréttablaðið/GVA HEIMASÍÐUR FLUGFÉLAGANNA Heimasíða Flugfélags Íslands flugfelag.is Heimasíða Atlantic Airways atlanticairways.com GÓÐ HÚSRÁÐ HNETUSMJÖR, SÓDAVATN OG SALT KOMA TIL GÓÐA ■ Ég held ég sé glötuð í húsráðunum en ég er jú alltaf að heyra góð ráð sem ég nota þó ekki,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ritstjóri Skessuhorns. „Reyndar var ég með útskriftarveislu um dag- inn og vinkona mín sull- aði rauðu pestói niður í hvítan stól. Á stólinn var þá skellt sódavatn og salt sem síðan var látið liggja yfir nótt og darraaaaaaaa!,“ segir Sigrún með tilþrifum en lætur ekki þar við sitja heldur bætir við öðru góðu húsráði. „Svo er það hnetusmjör sem virkar þegar maður fær tyggjó í hár, svo setur maður auðvitað föt í frysti ef tyggjó fer í þau.“ Hverjum dettur í hug að tala um súkkulaði sem hollustuvöru? Von að spurt sé. Við höfum borðað súkku- laði okkur til gleði og ánægju, kannski stundum með smá sektarkennd af því að súkkulaði er orkumikið. En tengingin við hollustu hefur ekki átt upp á pallborðið hingað til. Hvað hefur breyst? Súkkulaði og innihaldsefni þess hafa verið mikið rannsökuð síðustu 15 árin. Fólk tók fyrstu fréttum af hollustu súkkulaðis með varúð. Rannsóknir á matvælum og niður- stöður þeirra hafa oft á tíðum verið býsna misvísandi. En rannsóknir á súkkulaðivörum benda allar til að þær innihaldi fjölmörg efni sem hafi jákvæð áhrif á líkama og sál. Það er nokkur einföldun að tala um súkkulaði í þessu samhengi. Réttara er að tala um hollustuefni í kakóbauninni og afurðum unnum úr henni. Því meira sem er af kakóþurr- efnum í vörunni því betra. Þess vegna er 70% súkkulaði mun æskilegra, sé sóst eftir hollustueiginleikum kakób- aunarinnar, heldur en 33% súkkulaði eins og algengt er í rjómasúkkulaði. Nærri 300 mismunandi efni Kakóbaunin er samsett úr hátt í þrjú- hundruð efnum og efnasambönd- um. Fyrir utan orkuefnin prótein, fitu og kolvetni er einnig svolítið af vítamín- um og steinefnum í kakóbauninni. Innihaldsefni, sem gera kakóbaunina sérstaka, eru teó- brómín, tryptófan, fenýletýlamín sem örva tauga- og heila- stöðvar og svo fjölfenólar sem eru mikið í umræðunni núna. Fjölfenólar finnast í mögum fæðu- tegundum en í fáum jafn mikið og í súkkulaði. Rauðvín er til dæmis hálfdrættingur á við súkkulaði en um fjórðungur í grænu tei. Virkni fjölfenóla Fjölfenólar hafa margvíslega virkni samkvæmt vísbendingum rann- sókna. Þeir eru í fyrsta lagi öflug andoxunarefni sem tefja hrörnun líkamans. Einnig hafa þeir jákvæð áhrif á starfsemi hjarta og æðakerfis með því að víkka út æðar, minnka samloðun blóðkorna og bæta þannig blóðflæði líkamans, lækka blóðþrýst- ing og álag á hjarta. Einnig benda rannsóknir til að fjölfenólar dragi úr nýmyndun blöðruhálskrabbameins en frekari rannsókna er þörf í þeim efnum. Fjölfenólar eru einnig bætandi fyrir hugsun og minni ef að líkum lætur. Bresk rannsókn hefur sýnt að rottur, sem var gefið fjölfenólríkt fæði í 8 vikur, bættu árangur sinn um 50% í minnisprófunum umfram viðmiðun- arhópinn. Í framhaldinu verða gerðar hliðstæðar rannsóknir á mönnum. Svolítið sérstakt er að súkkulaði dregur úr hósta samkvæmt breskri hóprannsókn. Hún leiddi í ljós að theobrómín í súkkulaði er þriðjungi öflugra við að slá á hósta en algengt kódein lyf sem notað er til þess að draga úr þrálátum hósta og hefur auk þess engar aukaverkanir. www.mni.is MATUR & NÆRING RÚNAR INGIBJARTSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR Hollustuefni í súkkulaði Útgjöldin > Verðlag á fimm pylsubrauðum í febrúar hvers árs, miðað við verðlag á öllu landinu. „Verstu kaup ævi minnar voru bless- aðar býflugnabuxurnar sem ég keypti mér í verðlaun fyrir að klára sam- ræmdu prófin árið 1986,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og aðjúnkt í alþjóðasam- skiptum við stjórnmálafræðiskor Háskólans. „Þetta voru semsagt gular og svartar röndóttar buxur, sem ég fékk í búð sem hét Blondie eða Goldie og var á Laugaveginum. Þær standa langt upp úr öðrum slæmum hlutum sem ég hef keypt. Ég man samt hvað vinkona mín var ægilega afbrýðisöm út af þeim!“ segir Silja, sem óttast að þessi tíska snúi aftur, ásamt með neonlitunum. Stjórnmálafræðingurinn telur bestu kaupin vera tvær dragtir sem hún fékk í Macy‘s í Banda- ríkjunum. „Þetta var á útsölu og ég náði að kaupa mér tvær dragtir fyrir vinn- una fyrir lítinn pening. Ég nota þessar flíkur stundum, þótt þær rokki af og til í stærðum,“ segir Silja og minnir að lokum á að á morgun [í dag] verður haldinn í Háskóla Íslands dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum. Þar megi kynna sér glæný og spennandi rannsóknar- verkefni. NEYTANDINN: SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Býflugnabuxurnar voru ansi slæm kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.