Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 42
● fréttablaðið ● hafnarfjörður 21. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR6 Eins og flestir hafa tekið eftir sem ekið hafa í gegnum Hafnar- fjörð á leið á Suðurnes eru fram- kvæmdir víða. Einbýlishús, fjöl- býlishús og atvinnuhúsnæði spretta upp í hverfum meðfram Reykjanesbrautinni og virðist áhuginn á byggingarlandi vera nægur. Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu lausar lóðir á Völl- um 7. Umsóknarfrestur rann út þann 29. janúar og þá höfðu 438 einstaklingar og fyrirtæki sótt um lóðir á svæðinu en nú er unnið að því að fara yfir um- sóknir. Alls sóttu 364 einstaklingar um einbýlis- og parhús á Völl- um 7. Þá sóttu 74 lögaðilar um byggingarrétt fyrir fjölbýli og raðhús. Vellir 7 er svæði sem liggur upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli. Það er í hlíð sem hallar mót suðri og liggur í skjóli fyrir norðan- og austanáttum. Einbýl- ishús verða efst í hlíðinni, þar fyrir neðan verða par- og rað- hús og fjölbýlishús verða næst Ásvallabrautinni sem er aðkom- an í hverfið. Í hverfinu verður 4-6 deilda leikskóli og hjúkrun- arheimili. Í boði eru 139 einbýl- ishúsalóðir, 121 íbúð í par- eða raðhúsum og 190 íbúðir í fjöl- býli. Lóðaverð miðað við heimasíðu Hafnarfjarðar er eftirfarandi: Einbýlishúsalóðir kr. 9.200.000 Einbýlishúsalóðir sérstakar kr. 11.040.000 Raðhús kr. 6.300.000 Parhús kr. 7.600.000 Fjölbýli 4-8 íbúða pr. íbúð kr. 4.700.000 Fjölbýli 9 íbúðir og fleiri pr. íbúð kr. 3.900.000 Þetta lóðaverð miðast við tiltekn- ar stærðir sem eru eftirfarandi: Einbýlishús 220 m2 Raðhús 180 m2 Parhús 20 0m2 Fjölbýli 4-8 íbúðir heildarstærð 950 m2 Fjölbýli 9 og fleiri íbúðir heildar- stærð 1200 m2 Mikið byggt í Hafnarfirði Skipulag Valla 7. St. Jósefsspítali við Suðurgötu í Hafnar- firði vitnar bæði um stórhug og fórnfýsi St. Jósefssystra. Árið 1926 hófu þær reksturinn í formfögru húsi sem þær fengu Guðjón Samúelsson til að teikna. Enn er þar unnið þýðingarmikið starf sem ekki fer hátt. Þótt nunnurnar séu hættar þjónustu á St. Jósefsspítala er hann rekinn með myndar- brag. Árni Sverrisson er forstjóri hans og einn dyggra starfsmanna. „Ég hef verið hér í 26 ár, allar götur síðan systurnar voru enn við stjórnvölinn en þær seldu ríki og bæ spítalann árið 1987,“ segir Árni og kveðst upphaflega hafa kynnst nunnunum á Landa- kotsspítala. Spurður í gríni hvort hann hafi orðið skotinn í þeim hlær hann og svarar. „Já, eða kannski öfugt. Ég held þær hafi orðið skotnar í mér! Pabbi hafði unnið í fjölda ára á Landakoti í alls konar redding- um og á skólaárunum var ég hjá honum á sumrin. Svo var það haustið 1980 að hann hringdi og bað mig að hitta sig. Þá var pri- orinnan, systir Emanúela, hjá honum og bar upp það erindi hvort ég væri tilbúinn að ger- ast framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala. Ég tók slaginn.“ Fyrir þennan tíma kveðst Árni hafa rekið bókhaldsstofu í Hafnarfirði. „Ég flutti í fjörðinn 1975 og hafði því verið hér í fimm ár þegar ég byrjaði að vinna á spítal- anum,“ rifjar hann upp. Árni ber lof á starfslið spítalans og segir meðal annars staðfastan kjarna hafa unnið með honum allan tímann. „Við erum með sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, bæði á hand- lækna- og lyflæknasviði, og svo var hjúkr- unarheimilið Sólvangur sameinað spítal- anum fyrir tveimur árum. Við erum með um 50 rúm á spítalanum og 55 á Sólvangi. Á síðustu fimmtán árum höfum við byggt upp meltingarsjúkdómadeild. Erum með fjóra sérfræðinga í þeirri grein og meðal annars er framkvæmdastjóri lækninga, Árni Theodórsson, einn frumkvöðla þess að koma upp skimun fyrir ristilkrabbameini. Á skurðlæknasviðinu erum við með sér- fræðinga í kvensjúkdómum, lýtalækning- um og bæklunarlækningum. Alls á fjórða tug sérfræðinga í mismikilli vinnu. Sumir eru kannski bara með einn aðgerðadag í mánuði, aðrir með tvo, þrjá í viku.“ Tvívegis hefur verið byggt við spítalann frá 1926, fyrst 1950 og aftur 1974. Göngu- deildarþjónustan er beint á móti, í húsi sem nefnt er Kató. Það byggðu systurnar sem barnaskóla árið 1938. En hvaðan voru þess- ar konur? „Þær voru danskar og þýskar og það var skemmtilegur kúltúr í kring- um þær,“ segir Árni. „Íslenskan þeirra var sterkt blönduð og það breyttist ekkert þó að árin liðu. Reyndar voru einar tvær íslensk- ar sem gengu í regluna og gerðust nunn- ur.“ Aðspurður segir Árni þrjár systranna enn meðal lifenda, búandi við Strandvejen í Kaupmannahöfn, þar á meðal systur Eman- úelu sem réði hann til starfa. Hann er ekki í vafa um að andi St. Jósefssystra svífi enn yfir vötnum í sjúkrahúsinu. „Það er engin spurning,“ segir hann. „Við upplifum það margoft að einhver ósýnileg hönd leiðir okkur áfram og hjálpar.“ - gun Ráðinn af systur Emanúelu St. Jósefsspítali er með sérhæfða sjúkrahúsþjónustu bæði á handlækna-og lyflæknasviði. „Við upplifum það margoft að einhver ósýnileg hönd leiðir okkur áfram og hjálpar okkur,“ segir Árni sem hér stendur við málverk af fyrsta lækni spítalans, Bjarna Snæbjörnssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON vi lb or ga @ ce nt ru m .is Á Hrafnistu er tekið vel á móti öllu nýju starfsfólki sem vill starfa í þjónustu við aldraða. www.hrafnista.is 25ára starfsafmæliNánari upplýsingar: Þórdís Kristinsdóttir Forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði Sími 585 3000 þordis@hrafnista.is Ingibjörg Tómasdóttir Forstöðumaður Vífilsstöðum Sími 599 7011 ingat@vifilsstadir.is www.hrafnista.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.