Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 82

Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 82
54 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Skoska liðið Hearts hefur enn ekki ráðið framtíðarstjóra en sem kunnugt er þá hefur Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, verið á meðal þeirra stjóra sem hafa verið nefndir í starfið. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins frá Skotlandi er Guðjón enn í myndinni. Á meðal annarra stjóra sem hafa verið nefndir í starfið eru Raddy Antic, fyrrum þjálfari Bar- celona, Real Madrid og Atletico Madrid. Hann er aðeins einn af tveimur þjálfurum í sögunni sem hefur þjálfað bæði Real og Barce- lona. Antic hefur ekkert þjálfað síðan hann hætti með Celta Vigo árið 2004. Í engu sambandi við Hearts þessa dagana „Ég veit ekkert hvað verður og er í raun ekkert að spá í það. Þetta truflar mig ekki neitt og ég held bara mínu striki með ÍA. Ég er í engu sambandi við þá sem stend- ur. Málið var að maður talaði við mann og þannig var ég spurður hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég svaraði því til að það þyrftu að vera ákveðnir hlutir uppfylltir ef ég ætti að hafa áhuga á þessu. Þá var mér tjáð að til stæðu breytingar og ákveðinn maður hefði mikinn áhuga á að fá mig í starfið. Það var reyndar ekki Romanov sjálfur [eigandi Hearts] en hann ræður þessu á endanum,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið en hann veit sem er að hann er ekki enn úr myndinni. „Það er í það minnsta ekki búið að ráða. Ég er samt ekki að tapa neinum svefni yfir þessu og hef sagt að það þarf eitthvað meiri- háttar aðlaðandi til að rífa mig upp aftur og flytja út á nýjan leik. Ég er alveg rólegur, er að pússa golfkylfurnar mínar og ekki endi- lega með það fyrir augum að spila í Skotlandi,“ sagði Guðjón léttur. Myndi taka Ross Jack með sér í dæmið „Þegar ég var spurður hvort ég hefði áhuga á starfinu var einnig spurt að því hvort ég væri klár með eitthvað teymi. Ég játti því enda myndi ég taka Ross Jack með mér í þetta en hann er kunningi minn frá Englandi. Hann er að vinna fyrir skoska knattspyrnu- sambandið, þekkir markaðinn og landslagið vel,“ sagði Guðjón sem er að undirbúa ÍA-liðið fyrir kom- andi tímabil og lætur þetta mál ekki trufla sig. „Nei, ég er nákvæmlega ekkert að spá í þessu þessa dagana enda engin ástæða til. Ég veit nú samt að þessi Romanov er algjörlega óútreiknanlegur náungi,“ sagði Guðjón Þórðarson að lokum. henry@frettabladid.is Ekki að hugsa um Hearts Guðjón Þórðarson er ekkert að velta sér upp úr því hvort honum verði boðin stjórastaðan hjá skoska liðinu Hearts eður ei. Hans nafn er enn inn í myndinni. Guðjón er klár með aðstoðarmann fari svo að Hearts vilji ráða hann. EKKERT AÐ SPÁ Í HEARTS Guðjón Þórðarson segist vera að pússa golfkylfurnar sínar þessa dagana en þó ekki með það fyrir augum að spila í Skotlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Það verður skemmti- legur tvíhöfði í N1-deild karla og kvenna í Mýrinni í Garðabæ í kvöld en Stjarnan og Fram mæt- ast þá tvisvar í röð, fyrst kvenna- liðin klukkan 18.00 og svo karlalið- ið strax á eftir. Kvennaleikurinn er lykilleikur í baráttu beggja félaga um Íslands- meistaratitilinn en Fram getur náð sex stiga forskoti á toppnum með sigri en Safamýrarstúlkurnar hafa enn ekki tapað leik í vetur. Liðin gerðu 21-21 jafntefli í fyrri leiknum í Mýrinni en Fram vann heimaleikinn með einu marki, 21- 20, í leik sem hafði miklar afleið- ingar en Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar fékk tverggj mánaða bann fyrir ummæli sína um dómara leiksins. Karlaliðin eru í 3. (Fram) og 4. sæti en það er ekki langt í toppinn. Liðin hafa mæst tvisvar sinnum í deildinni í vetur og bæði skiptin hafa útiliðin haft betur, Fram vann 28-31 í Mýrinni en Stjarnan vann 26-35 í Safanmýri tveimur vikum eftir að Fram hafði slegið Stjörn- una út úr bikarnum í tvífram- lengdum leik á sama stað. - óój Stjarnan og Fram í N1 deildum karla og kvenna: Mætast tvisvar í röð TÍU MÖRK Jóhann Gunnar Einarsson var heitur í fyrri leik Fram í Mýrinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR KÖRFUBOLTI Jakob Sigurðsson náði sínum besta stigaleik í vetur þegar hann skoraði 23 stig í 75-89 tapi Univer KSE fyrir Marso- Vagép í ungversku úrvalsdeild- inni í körfubolta. Jakob lék allar 40 mínúturnar í leiknum og hitti úr 9 af 13 skotum sínum auk þess að senda 3 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Jakob fékk 32 í framlagi fyrir leikinn en hann var stigahæsti leikmaður síns liðs. Jakob hefur skorað 9,5 stig að meðaltali í leik og hafði mest áður skorað 13 stig í einum leik. - óój Ungverski körfuboltinn: Besti leikur Jak- obs dugði ekki BÆTTI SIG UM 10 STIG Jakob Sigurðson náði sínum besta stigaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Johan Cruyff er kominn aftur til Ajax þar sem hann gerði garðinn frægan sem leikmaður á sjöunda og áttunda áratugnum og var rekinn sem þjálfari árið 1988. Cruyff mun hafa yfirumsjón með að endurhanna skipulag knattspyrnumála félagsins og er ætlað að hjálpa Ajax við að komast aftur í hóp besti liða í Evrópu. Ajax er nú í 2. sæti hollensku deildarinnar og datt út úr UEFA-bikarnum í október sem er versti árangur liðsins í Evrópu í tvo áratugi. Cruyff tók við starfinu í kjölfarið á fundi þar sem slakur árangur Ajax undanfarin tíu ár var ræddur. - óój Johan Cruyff snýr aftur heim: Ætlar að hjálpa Ajax á toppinn FÓTBOLTI Lögreglan í Surrey á Englandi lokaði æfingasvæði Chelsea í gær eftir að umslag með dularfullu dufti barst þangað stílað á Avram Grant, knatt- spyrnustjóra Chelsea. Í umslag- inu fylgdi einnig bréf sem innihélt svívirðingar og gyðinga- hatur í garð Grants og konu hans sem eru bæði frá Ísrael. „Þegar þú opnar umslagið muntu deyja hægum og kvalar- fullum dauðdaga,“ sagði í bréfinu samkvæmt heimildarmanni BBC innan raða lögreglunnar í Surrey. Grant var staddur í Grikklandi þar sem Chelsea mætti Olympia- kos í fyrrakvöld og var ekki viðstaddur þegar bréfið barst á æfingarsvæði Chelsea en starfsmaður félagsins opnaði bréfið sem lögreglan í Surrey úrskurðaði svo að innihélt meinlaust efni. - óþ Avram Grant, Chelsea: Var hótað lífláti í fyrradag HÓTAÐ Avram Grant fékk sent bréf þar sem honum var hótað lífláti. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Valur getur tryggt sér Reykjarvíkurmeistaratitilinn í kvennaflokki í kvöld þegar þær mæta KR í Egilshöllinni klukkan 21.00. Valur hefur unnið fyrstu 4 leiki sína með markatölunni 26-0 en KR-liðið sem á leik inni hefur unnið sína þrjá leiki með marka- tölunni 16-0, þetta er því óopinber úrslitaleikur mótsins. KR hefur orðið Reykjavíkur- meistari undanfarin tvö ár, Vesturbæjarstúlkur unnu sams konar leik 4-3 í fyrra og fyrir tveimur árum vann KR þennan óopinbera úrslitaleik félaganna 2- 1 og endaði þar með fimm ára sigurgöngu Valsliðsins. - óój Reykjavíkurmót kvenna: Missa KR-konur titilinn til Vals?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.