Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 88

Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að segja þetta, en ég sakna Kanans á Miðnesheiði. Hann yfirgaf okkur með lágværu blístri, fánar voru dregnir niður og svo var þetta, sem hafði skipt þjóðinni í tvennt áratugum saman, bara búið. Aldrei hefur okkur verið sýnt jafn augljóslega fram á að það sem skiptir öllu máli í dag, skiptir engu máli á morgun. Allt er hjómið eitt, ekkert skiptir máli á endanum – í hinu stóra sam- hengi. ÉG gerði mér grein fyrir söknuði mínum þegar ég keyrði eftir Grensásveginum. Ég fann að ég saknaði Sölu varnarliðseigna. Þar var lítið að hafa nema misónýtt drasl frá Kananum sem smjör- greiddir íslenskir karlar seldu með alltof miklum þjósti eins og þeir væru að gera manni stór- greiða með því að leyfa manni að kaupa pakka af útrunnu tyggjói. En ég sakna búðarinnar samt og þess lúxus að finna stolt mitt nið- urlægt í þjóðernislegu tilliti. Það er miklu erfiðara að berja sér á brjóst þegar andstæðingurinn hefur gefist upp. Í gráblautri íslenskri tilverunni var dulmagn Kanans mikið. Búandi svona einangrað úti á miðju ballarhafi voru það forrétt- indi að geta þefað af öðrum heimi, sérlega heppilegt að á pínulitlum bletti á okkar pínulitla bletti væri annar veruleiki vel varinn innan girðingar. Manni fannst spennandi að horfa í gegnum girðinguna og í þau fáu skipti sem maður slapp inn var það ævintýri líkast. Ævin- týri þrungið af skömm og særðu ættjarðarstolti en ævintýri engu að síður. EINU sinni átti ég ameríska kær- ustu og við fórum á völlinn. Örugg- isgæslan var nú ekki meira en svo að það var nóg að hún talaði með suðarríkjahreimi við brodda- klippta unglinginn í hliðinu til að við kæmumst inn. Ég hefði getað verið stórhættulegur hryðju- verkamaður og skottið fullt af sprengjum. Við rúntuðum um svæðið og fórum í búðina. Hvílíkt góss og á hvílíkum prís! NÝLEGA fór ég að heimsækja vini míni sem hafa komið sér fyrir í gamalli Kanablokk. Það var hálf óraunveruleg upplifun í ljósi sög- unnar. Svona bjó þá verndarinn. Við fórum í búðina sem ég hafði farið í forðum. Henni hefur nú verið breytt í alíslenska verslun með alíslensku vöruúrvali og þess sem verst er, alíslensku verði. Þá fattaði ég hvers ég sakna mest við Kanann. Farmsins. Kanasöknuður Í dag er fimmtudagurinn 21. febrúar, 52. dagur ársins. 9.08 13.41 18.16 8.56 13.26 17.57 F í t o n / S Í A Garðskagaviti Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói Blöndulón Gríptu augnablikið og lifðu núna Nýtt langdrægt GSM kerfi Að lokinni uppsetningu nýrra senda víða um land býður Vodafone upp á stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Þetta er bylting fyrir fólk á landsbyggðinni, sjómenn og ferðamenn á fjölmörgum stöðum þar sem ekki hefur verið GSM samband til þessa. Meðan við höldum uppbyggingunni áfram skiptir þú yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.