Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að segja þetta, en ég sakna Kanans á Miðnesheiði. Hann yfirgaf okkur með lágværu blístri, fánar voru dregnir niður og svo var þetta, sem hafði skipt þjóðinni í tvennt áratugum saman, bara búið. Aldrei hefur okkur verið sýnt jafn augljóslega fram á að það sem skiptir öllu máli í dag, skiptir engu máli á morgun. Allt er hjómið eitt, ekkert skiptir máli á endanum – í hinu stóra sam- hengi. ÉG gerði mér grein fyrir söknuði mínum þegar ég keyrði eftir Grensásveginum. Ég fann að ég saknaði Sölu varnarliðseigna. Þar var lítið að hafa nema misónýtt drasl frá Kananum sem smjör- greiddir íslenskir karlar seldu með alltof miklum þjósti eins og þeir væru að gera manni stór- greiða með því að leyfa manni að kaupa pakka af útrunnu tyggjói. En ég sakna búðarinnar samt og þess lúxus að finna stolt mitt nið- urlægt í þjóðernislegu tilliti. Það er miklu erfiðara að berja sér á brjóst þegar andstæðingurinn hefur gefist upp. Í gráblautri íslenskri tilverunni var dulmagn Kanans mikið. Búandi svona einangrað úti á miðju ballarhafi voru það forrétt- indi að geta þefað af öðrum heimi, sérlega heppilegt að á pínulitlum bletti á okkar pínulitla bletti væri annar veruleiki vel varinn innan girðingar. Manni fannst spennandi að horfa í gegnum girðinguna og í þau fáu skipti sem maður slapp inn var það ævintýri líkast. Ævin- týri þrungið af skömm og særðu ættjarðarstolti en ævintýri engu að síður. EINU sinni átti ég ameríska kær- ustu og við fórum á völlinn. Örugg- isgæslan var nú ekki meira en svo að það var nóg að hún talaði með suðarríkjahreimi við brodda- klippta unglinginn í hliðinu til að við kæmumst inn. Ég hefði getað verið stórhættulegur hryðju- verkamaður og skottið fullt af sprengjum. Við rúntuðum um svæðið og fórum í búðina. Hvílíkt góss og á hvílíkum prís! NÝLEGA fór ég að heimsækja vini míni sem hafa komið sér fyrir í gamalli Kanablokk. Það var hálf óraunveruleg upplifun í ljósi sög- unnar. Svona bjó þá verndarinn. Við fórum í búðina sem ég hafði farið í forðum. Henni hefur nú verið breytt í alíslenska verslun með alíslensku vöruúrvali og þess sem verst er, alíslensku verði. Þá fattaði ég hvers ég sakna mest við Kanann. Farmsins. Kanasöknuður Í dag er fimmtudagurinn 21. febrúar, 52. dagur ársins. 9.08 13.41 18.16 8.56 13.26 17.57 F í t o n / S Í A Garðskagaviti Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói Blöndulón Gríptu augnablikið og lifðu núna Nýtt langdrægt GSM kerfi Að lokinni uppsetningu nýrra senda víða um land býður Vodafone upp á stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Þetta er bylting fyrir fólk á landsbyggðinni, sjómenn og ferðamenn á fjölmörgum stöðum þar sem ekki hefur verið GSM samband til þessa. Meðan við höldum uppbyggingunni áfram skiptir þú yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.