Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 2
2 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
Guðmundur, þarf ekki bara að
fá Pólverja í djobbið?
„Uppruninn skiptir ekki máli ef
menn hafa það sem til þarf.“
Guðmundur Ingvarsson er formaður
Handknattleikssambands Íslands sem
hefur rætt við fjóra menn án þess að ná
að ráða í stöðu landsliðsþjálfara. Pólverj-
inn Bogdan Kowalczyk þjálfaði landsliðið
með góðum árangri hér fyrr á árum.
LÖGREGLUMÁL Refaveiðar í myrkri
með ljóskösturum hafa stóraukist
hér á landi að undanförnu, að því er
reyndar refaskyttur hafa tjáð
Fréttablaðinu. Veiðar af þessu tagi
eru kolólöglegar og af þeim getur
stafað mikil hætta séu þær stund-
aðar í byggð. Þær eru nú sagðar
stundaðar í miklum mæli hringinn í
kringum landið.
Í síðustu viku fannst fylfull
hryssa dauð í stóði á Rauðkolls-
stöðum í Eyja- og Miklaholts-
hreppi. Í fyrstu var haldið að hún
hefði orðið sjálfdauð, en þegar
farið var að hrófla við henni til að
urða hana, rann blóð úr nösum
hennar. Við nánari aðgát sást gat
eftir riffilkúlu á gagnauga hennar.
Það er trú manna á svæðinu, eins
og komið hefur fram í Fréttablað-
inu, að þarna hafi refaskyttur verið
á ferðinni með ljóskastara og öfl-
ugan riffil. Málið var kynnt lög-
reglu.
Svanur Guðmundsson, sem er
þaulreynd refaskytta til margra
ára, segir að refaveiðar með þess-
um aðferðum hafi viðgengist um
nokkurt skeið en nú virðist þær
vera að fara úr böndunum. Spurður
hvernig svona lagað fari fram segir
hann að menn fari um á bílum
sínum og lýsi til beggja handa.
„Það eru að minnsta kosti tveir
menn saman í bíl,“ útskýrir hann.
„Þeir eru annað hvort með hand-
kastara eða kastara uppi á bílnum.
Þegar þeir lýsa á tófu þá er það eins
og að sjá glitauga, jafnvel í margra
kílómetra fjarlægð. Svo eru þeir á
rúntinum og bíða eftir að hún færi
sig nær veginum. Í flestum tilvik-
um eru þetta staðkunnugir menn
sem vita hvert hún er að fara.“
Svanur segir hættu af þessum
veiðiaðferðum alltaf vera fyrir
hendi á byggðum svæðum því menn
séu að skjóta í myrkri með öflugum
rifflum. Ekki þurfi annað en að
kúlan lendi á steini, þá geti hún
tekið allt aðra stefnu en henni var
ætlað.
„Þessir stóru rifflar eru hættu-
leg vopn því þeir geta drepið mann
í tveggja til þriggja kílómetra fjar-
lægð,“ úrskýrir Svanur.
Hulda M. Magnúsdóttir á Máva-
hlíð í Snæfellsbæ segir að menn
hafi iðulega verið að refaveiðum
með ljóskastara í hlíðinni við
bæinn.
„Maður veit ekki hverjir þetta
eru,“ segir hún. „Um leið og settur
er bíll í gang á hlaðinu þá fara þeir
í burtu, þannig að við höfum misst
af þeim. Það er ómögulegt að þetta
skuli viðgangast. Ég er svo hneyksl-
uð á þessu framferði að ég á ekki til
orð.“ jss@frettabladid.is
SKOTNA HRYSSAN Hryssan sem fannst
dauð á Rauðkollsstöðum reyndist vera
með skotgat á gagnauga eftir öflugan
riffil. Talið er að refaskyttur með ljóskast-
ara hafi skotið hana.
Stórhætta stafar af
refaveiðimönnum
Refaveiðar í myrkri með ljóskösturum eru farnar úr böndunum, segir gamalreynd
refaskytta. Fylfull hryssa sem fannst dauð með kúlugat á hausnum er talin hafa
orðið fyrir barðinu á þessum veiðimönnum sem stórhætta getur stafað af.
Þessir stóru rifflar eru
hættuleg vopn því þeir
geta drepið mann í tveggja til
þriggja kílómetra fjarlægð.
SVANUR GUÐMUNDSSON
REFASKYTTA
Grillaður
kjúklingurNóatún mælir með
799 kr.stk.
Gott á föstudegi
noatun.is
LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ
BANDARÍKIN, AP John McCain neitar að hafa átt í
ástarsambandi við Vicki Iseman, fertuga konu sem
starfar við hagsmunagæslu fyrir ýmis fyrirtæki og
samtök í Washington-borg.
„Ég er mjög vonsvikinn út af þessari grein. Það er
ekkert hæft í þessu,“ sagði McCain í gær, og vísaði
þar í grein í dagblaðinu New York Times þar sem
sagt er frá grun um framhjáhald hans með Iseman.
New York Times fullyrðir að sumir helstu ráðgjaf-
ar McCains hafi verið sannfærðir um að samband
hans við Iseman væri orðið að ástarsambandi.
Blaðið segir ráðgjafana þeirrar skoðunar að
jafnvel þótt samband þeirra væri bara vinátta, eins
og þau bæði halda fram, gæti það varpað skugga á
orðspor McCains. Vandinn sé sá að McCain sé
formaður þingnefndar sem oft fái til afgreiðslu mál
sem varði hagsmuni þeirra samtaka eða fyrirtækja
sem Iseman taki að sér.
Árið 1999 skrifaði McCain tvö bréf til þingnefndar
þar sem hann bar fram erindi fyrir hönd fyrirtækis
sem Iseman hafði á sinni könnu. McCain hafði þá
nýlega fengið tuttugu þúsund dala framlag frá þessu
fyrirtæki í kosningasjóð sinn. - gb
John McCain sakaður um framhjáhald í miðri kosningabaráttunni:
Segir ekkert hæft í ásökunum
VICKI ISEMAN Segir ekkert athugavert við vináttu þeirra
McCains. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Mótvægisaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar sem boðað var til
vegna niðurskurðar þorskafla
verða endurskoðaðar ef loðnuver-
tíðin bregst algjörlega. Geir H.
Haarde forsætisráðherra upplýsti
það á Alþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, innti Geir eftir aðgerð-
um stjórnvalda til að mæta tekju-
tapi byggðanna í ljósi
loðnu veiðibanns.
Sagði Geir gjörbreytta stöðu
uppi ef loðnuveiðarnar fara út um
þúfur.
Steingrími fundust svör Geirs
heldur rýr í roðinu og mælti með
því að stjórnin spýtti í lófana og
gripi til aðgerða til að mæta tekju-
tapi fólks og sveitarfélaga sem
harðast yrðu úti.
Geir og Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra upplýstu að
loðnumiðin yrðu vöktuð og sagði
Einar að fyndist meiri loðna gætu
veiðar hafist á ný.
Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokki
lýsti áhyggjum af ástandinu enda
hlypi tjónið á milljörðum og hefði
áhrif á afkomu hundruða manna.
Hvatti hún ráðherra til að auka
hafrannsóknir um leið og hún
lagði áherslu á að enginn velktist í
vafa um að stjórnvöld gerðu allt
sem þau gætu til að leita að loðn-
unni. - bþs
Ríkisstjórnin endurskoðar mótvægisaðgerðirnar ef loðnuveiðarnar bregðast:
Loðnumiðin verða vöktuð
EINAR K. GUÐFINNSSON Sjávarútvegs-
ráðherra segir að ef meiri loðna finnist
geti veiðar hafist á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÁGFÓTA Augu refanna glitra þegar lýst er á þau í myrkri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Geir H. Haarde
forsætisráðherra og Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
gengu í gær frá breytingum á
orkufrumvarpi hins síðarnefnda.
Eftir nokkurra vikna meðferð
samþykkti þingflokkur sjálfstæð-
ismanna frumvarpið í fyrradag
með óskum um breytingar.
„Það tók svona fimm mínútur að
afgreiða þetta,“ sagði Össur um
fund þeirra Geirs í gærmorgun.
Að hans sögn eru breytingarnar
smávægilegar og lúta til dæmis að
gildistöku og tímarömmum.
Ákvæði frumvarpsins um
eignarhald auðlinda er óbreytt.
- bþs
Eining um orkufrumvarpið:
Náðu saman á
fimm mínútum
GEIR H.
HAARDE
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
LEIT Þyrla og flugvél frá Land-
helgisgæslunni leituðu auk
breskrar Nimrod-flugvélar í gær
að flugmanni eins hreyfils
flugvélar af gerðinni Piper PA28
sem hvarf af ratsjá laust fyrir
hálf tólf í gærmorgun. Var vélin
þá stödd um 130 sjómílur
suðaustur af Hornafirði.
Vélin, sem skráð er í Bandaríkj-
unum, fór frá Reykjavík klukkan
hálf tíu í gærmorgun og var
ferðinni heitið til Wick í Skot-
landi. Gervihnöttur nam merki
frá neyðarsendi vélarinnar laust
fyrir hádegið í gær.
Aðstæður til leitar eru mjög
erfiðar, mikill vindur og ölduhæð
sjö til níu metrar. Varðskip kom á
svæðið um klukkan níu í gær-
kvöld og hélt það leitinni áfram í
nótt. Fokker-flugvél Landhelgis-
gæslunnar hóf svo aftur leit í
birtingu í morgun. - ovd
Leita að flugmanni við Ísland:
Flugvél í sjóinn
austur af Höfn
TF-LÍF Á FLUGVELLINUM Í EYJUM
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom við í
Vestmannaeyjum til að taka eldsneyti.
MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSOON
KÓLUMBÍA, AP Talið er líklegt að
kólumbíski skæruliðahópurinn
FARC muni á næstu dögum eða
vikum sleppa að minnsta kosti
þremur kólumbískum stjórnmála-
mönnum sem hafa verið í haldi
þeirra í yfir sex ár að því er
utanríkisráðherra Frakklands.
FARC vill skipta á yfir 40
gíslum, þar á meðal fyrrum
frambjóðandanum Ingrid
Betancourt og þremur bandarísk-
um verktökum, fyrir hundruð
skæruliða í kólumbískum
fangelsum. - sdg
Skæruliðar í Kólumbíu:
FARC hyggst
sleppa gíslum
Björn Ingi kvaddur í Höfða
Kveðjuhóf var haldið í gær fyrir Björn
Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgar-
fulltrúa, sem lét af embætti nýverið.
Björn sat í borgarstjórn frá síðustu
kosningum.
REYKJAVÍK
BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaher
telur víst að brakið úr njósna-
hnettinum, sem skotinn var niður
yfir Kyrrahafi með flugskeyti í
fyrrinótt valdi hvorki skemmdum
né hættu fyrir nokkurn mann á
jörðu niðri.
Flugskeyti var í fyrrinótt skotið
frá bandarísku herskipi á
gervihnöttinn sem var orðinn
stjórnlaus og á hægri leið til
jarðar.
Hættan af njósnahnettinum
stafaði helst af hýdrasíneldsneyt-
inu, sem var um borð. Eldsneytis-
tankurinn var nærri fullur og
hefði getað valdið gríðarsterkri
sprengingu í harðri lendingu. - gb
Bandaríski herinn:
Gervihnöttur
skotinn niður
SPURNING DAGSINS