Fréttablaðið - 22.02.2008, Qupperneq 4
4 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
Launavístala hækkar
Hagstofa Íslands mældi 1,3 prósenta
hækkun á launavísitölu milli janúar
og desember. Vísitalan hefur hækkað
um 6,2 prósent á tólf mánuðum.
HAGTÖLUR
NOREGUR, AP Öflugur jarðskjálfti
varð skammt frá Svalbarða í
fyrrinótt. Skjálftinn mældist 6,2 á
Richter og er sá sterkasti sem
mælst hefur á þessum slóðum.
„Þetta er afar sjaldgæft,“ sagði
Conrad Lindholm, jarðskjálfta-
fræðingur í Noregi.
Upptök skjálftans voru um 140
kílómetra suðaustur af Longyear-
byen, 1.800 manna bæjarfélagi á
Svalbarða. Engar skemmdir urðu,
en íbúarnir fundu vel fyrir
hamförunum.
„Ég vaknaði vegna þess að
rúmið mitt hristist og allt skalf í
húsinu,“ sagði Herdis Lien, íbúi í
Longyearbyen. - gb
Jarðskjálfti við Svalbarða:
Sterkari skjálfti
aldrei mælst
ORKA Fundur hefur enn ekki verið
boðaður um REI hjá stjórn
Orkuveitunnar og því torséð að
fundað verði í vikunni.
Til stóð að halda aukafund um
REI og ganga frá kjöri stjórnar í
vikunni en stjórnarformannslaust
hefur verið frá áramótum þegar
Bjarni Ármannsson hætti.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins stafar töfin af ólíkum
hugmyndum um framtíðarstjórn-
un fyrirtækisins innan nýs
meirihlutasamstarfs. Sumir telji
REI-skýrsluna binda hendur
meirihlutans þannig að einungis
stjórn OR geti í raun stýrt REI.
Aðrir telji svið fyrirtækjanna of
ólík til að svo geti orðið. - kóþ
Enginn fundur verið boðaður:
Stjórnlaust REI
í eina viku enn
ALÞINGI Gjaldtaka ríkisins af
eldsneyti er til heildarendurskoð-
unar á vegum fjármálaráðu-
neytisins.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í gær engar
ákvarðanir fyrirliggjandi um að
lækka álögur hins opinbera á
bensín og dísilolíu. Guðjón A.
Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, spurði hann út í
málið.
Um leið og Geir greindi frá
endurskoðuninni sagði hann
málið umdeilt, sumir vildu lækka
þessar álögur til að lækka
flutningskostnað en aðrir vildu að
vegfarendur borguðu í samræmi
við hve illa bílar þeirra færu með
vegina. - bþs
Gjaldtaka ríkisins af eldsneyti:
Álögur á bensín
í endurskoðun
DÆLT Á Eldsneytisverð er í sögulegu
hámarki um þessar mundir.
Er mikið álag
í vinnunni?
LGG+ er fyrirbyggjandi vörn!
Oft koma fyrstu einkenni streitu fram
sem stöðug þreyta og óþægindi í
maganum og ónæmiskerfið starfar
af minni krafti en áður. Rannsóknir
sýna að LGG+ vinnur gegn
þessum neikvæðu áhrifum
og dagleg neysla þess
tryggir fulla virkni.
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
ALÞINGI „Hvaða kona sem kemur
inn á neyðarmóttöku með niður-
gang, uppköst, svitaköst, hræðslu-
köst og talar samhengislaust –
hvaða kona sem svo er ástatt um er
að koma úr sjálfviljugum kynmök-
um?“
Þannig spyr Atli Gíslason, þing-
maður VG, sem hefur lagt fram
frumvarp sem miðar að því að ger-
endur í nauðgunarmálum megi sak-
fella á grundvelli afleiðinga gjörða
þeirra.
„Ég vil beina augum réttarvörslu-
kerfisins að afleiðingum brotsins
sem eru sönnun þess rétt eins og lík
er sönnun morðs og nefbrot er sönn-
un líkamsárásar,“ segir Atli.
Í gildandi lögum segir að um
nauðgun ræði þegar kynferðismök
fari fram með ofbeldi eða hótunum.
Viðurlög eru fangelsisvist í eitt til
sextán ár. Atli segir að í takt við
lagatextann einblíni dómarar á
verknaðaraðferðina og því verði að
breyta lögunum. Tillaga hans er
einföld, í lögum á að standa „hver
sem gerist sekur um nauðgun skal
sæta fangelsi ekki skemur en tvö ár
og allt að sextán árum“.
Greinargerð frumvarpsins er
óvenjulöng og ítarleg, alls fjórtán
blaðsíður. Í henni kemur fram að
árið 2003 bárust 103 kærur vegna
nauðgana, ákært var í sextán málum
en sakfellt í fimm. - bþs
Atli Gíslason harmar fáar sakfellingar í nauðgunarmálum og leggur til breytingar:
Áhersla á aðferð verði felld úr lögum
ATLI GÍSLASON Vill að dæmt verði í
nauðgunarmálum á grundvelli afleið-
inga, ekki verknaðaraðferð.
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
7°
8°
3°
6°
7°
14°
13°
12°
9°
12°
18°
15°
12°
14°
20°
0°
28°
12°
2
Á MORGUN
10-18 m/s, hvassast
sunnan til um hádegi.
-6
-3
0
SUNNUDAGUR
10-15 m/s með strönd-
um, annars hægari.
-3
-3
-5
-4
3
1
0
6
8
5
6
5
6
3
6
6
8
8
-5 -5
1
21
-3 -3
-3
0-1
LAUGARDAGUR INN
Á laugardagsmorgun
kemur lægð upp
að sunnanverðu
landinu. Henni
fylgir nokkuð hvass
vindur, fyrst suð-
vestan til. Þessari
lægð fylgir úrkoma,
slydda syðst, annars
snjókoma. Snjó-
komubeltið nær
síðan norður yfi r
heiðar síðdegis með
skafrenningi og
slæmu skyggni.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
LÖGREGLUMÁL Íslenski karlmaður-
inn sem situr í einangrun í fang-
elsi í Færeyjum getur fengið allt
að tíu ára fangelsi verði hann
dæmdur fyrir fleiri en eitt brot.
Þetta segir Linda Margarete
Hasselberg, saksóknari í máli
mannsins.
Íslendingurinn, sem er um þrí-
tugt, var tekinn í tengslum við
Pólstjörnumálið með tvö kíló af
fíkniefnum sem voru í skottinu á
bíl hans. Jafnframt verður hann
ákærður fyrir hlutdeild í því máli
í heild sinni, þar sem gerð var til-
raun til að smygla um fjörutíu
kílóum af fíkniefnum með skútu
hingað til lands. Skútumennirnir
höfðu viðdvöl hjá manninum í
Færeyjum á leið sinni hingað.
Íslendingurinn hefur verið í ein-
angrunarvist í fangelsinu frá 18.
september síðastliðnum, að einum
mánuði undanskildum. Þá var
hann í opinni gæslu, en var síðan
settur aftur í einangrun. Gæslu-
varðhaldsvist hans rennur út 7.
mars, að sögn saksóknara, en þá
verður maðurinn leiddur fyrir
dómara á nýjan leik. Hann hefur
ætíð kært úrskurð undirdóms, en
æðra dómstig staðfest hann. Máls-
meðferð hefst 7. apríl.
Saksóknari segir ljóst að maður-
inn verði að minnsta kosti dæmd-
ur í fjögrra ára fangelsi. Því sé
kviðdómur kallaður saman til að
úrskurða um sekt hans eða sak-
leysi. Komist kviðdómur að þeirri
niðurstöðu að Íslendingurinn sé
sekur um fleiri en eitt lagabrot,
vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu
smyglmálinu getur hann fengið
allt að fimmtán ára fangelsi. Sak-
sóknari kveðst þó ekki hafa trú á
að refsidómurinn verði svo
þungur, en maðurinn geti hlotið
allt að tíu ára fangelsi verði hann
sekur fundinn um fleiri en eitt
brot gegn lögum.
Spurður hvernig fylgst sé með
líðan mannsins í þessari löngu ein-
angrunarvist segir saksóknari að
starfsmenn á vegum embættisins
fylgist með henni. Ekki hafi borist
neinar upplýsingar aðrar en þær
að allt sé í lagi með hann miðað við
að hann sé í einangrun sem vissu-
lega sé álag.
Íslendingurinn hefur búið í Fær-
eyjum um skeið og á þar fjöl-
skyldurætur. Hann hefur verið við
vinnu en á ekki afbrotaferil að
baki þar.
Maðurinn á yfir höfði sér brott-
vísun og innkomubann í Færeyj-
um eftir afplánun dóms sem kveð-
ur á um tveggja ára fangelsisvist
eða meira. jss@frettabladid.is
Einangrunarfangi
getur fengið tíu ár
Íslendingurinn sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Færeyjum mánuðum saman
getur átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm, að sögn saksóknara þar. Gæslu-
varðhald yfir honum rennur næst út 7. mars. Málsmeðferð hefst 7. apríl.
EINANGRUNARVIST Í FÆREYJUM
Íslendingurinn sem situr í fangelsi
í Færeyjum, grunaður um hlutdeild
í Pólstjörnumálinu, getur átt yfir
höfði sér allt að tíu ára fangelsi.
STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknarflokksins,
hefur skrifað Seðlabankanum bréf
þar sem leitað er álits sérfræðinga
bankans á stöðu þjóðarbúsins.
Guðni greindi frá þessu á
Alþingi í gær.
Sagði hann bréfið skrifað í nafni
þingflokks framsóknarmanna og
að leitað væri álits á mörgum
sviðum þjóðarbúsins. Kvað hann
þá leið eina kostinn þar sem
Þjóðhagsstofnun hefði verið lögð
niður. Upplýsingar væri því ekki
að fá annars staðar frá. - bþs
Formaður Framsóknarflokksins:
Vill upplýsingar
úr Seðlabanka
GUÐNI ÁGÚSTSSON formaður Framsókn-
arflokksins.
Reyndi að ræna snyrtistofu
Karlmaður um þrítugt reyndi að ræna
fótaaðgerðastofu á Hverfisgötu í gær.
Hrinti maðurinn afgreiðslukonu og
heimtaði peninga. Afgreiðslukonan
flúði og hvarf þá maðurinn af vett-
vangi. Hann var handtekinn skömmu
síðar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
GENGIÐ 21.02.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
129,9141
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
66,92 67,24
130,98 131,62
98,59 99,15
13,225 13,303
12,53 12,604
10,583 10,645
0,6184 0,622
105,88 106,52
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR