Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 8
8 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Það sem yfirvöld ættu að gera er að banna alla flot trollsveiðar á loðnu og svo yrðu menn að fara varlega í loðnu- veiðar á næstu árum,“ segir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann segir flot trollsveiðar hafa eyðilagt loðnustofninn og því ætti að banna trollin að minnsta kosti næstu tíu árin. Harðar umræður hafa oft skotið upp kollinum hjá sjó- og útgerðar- mönnum um flottrollsveiðar á loðnu og síld en þeir sem leggjast gegn þeim segja að einungis 15 til 20 prósent af þeim fiski sem verði á vegi hennar endi í trollinu en stór hluti af þeim fiski sem geri það ekki fari til spillis. „Margir loðnuskipstjórar segja mér að ástandið sé þannig að það ætti bara að stoppa loðnuveiðar í tvö ár,“ bætir hann við. Aðspurður hvort þörf sé á mótvægisaðgerð- um til handa þeim sem orðið hafa fyrir áfalli vegna hruns loðnu- stofnsins segir hann „mótvægis- aðgerðirnar sem stjórnvöld fóru í vegna skerðingar á þorski eru ein misheppnaðasta aðgerð sem farið hefur verið í þar sem sjómenn báru ekkert úr býtum og ekki heldur fiskvinnslufólk. Það þyrfti hreinlega nýja fiskveiðistjórnun og ég er bara nokkuð bjartsýnn á að hugmyndin sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir lagði fram í fyrra- dag geti verið vísirinn að því.“ - jse Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, um loðnuveiðar: Vill láta banna flottroll LOÐNUVEIÐAR Margar spurningar vakna þegar loðnustofninn virðist vera að hruni kominn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hinn frábæri og kraftmikli pallbíll L200 skilar þér 163 hestöflum og frábærum aksturseiginleikum. Þessi vel búni bíll heldur því áfram að setja ný viðmið í þessum flokki bíla. Hann fékk til dæmis hæstu einkunn í flokki pallbíla í nýlegu elgsprófi í Svíþjóð. Komdu og prófaðu kraftmeiri L200. STÖÐUGLEIKASTÝRING – SPÓLVÖRN – SUPER SELECT® 4X4 DRIFBÚNAÐUR LOFTKÆLING – HITI Í SÆTUM – FULLKOMIN AKSTURSTÖLVA KLÁRLEGA BETRI KAUP L200 –163 HESTÖFL OG 2.700 KG DRÁTTARGETA Verð frá 3.150.000 kr. BEINskIPTUR HEITKLÆÐNING Á PALLI 32 TOMMU DEKK DRÁTTARBEISLI 220.000 KR. AUKAHLUTA- PAKKI FYLGIR F í t o n / S Í A 1. Hver hannaði föt Mette- Marit krónprinessu Noregs sem hún klæddist við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í desem- ber? 2. Hvaða þjálfara í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu var hótað lífláti á dögunum? 3. Hvert er millinafn banda- ríska forsetaframbjóðandans og demókratans Baracks Obama? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 UMHVERFISMÁL Engin heilsuverndar- mörk eru til fyrir almenning á Íslandi um brennisteinsvetnis- mengun og slík mengun er yfirleitt einungis metin á vinnustöðum. Mengunin í Reykjavík hefur þó margoft farið yfir erlend viðmið, til dæmis þau sem eru í Kaliforníu- ríki í Bandaríkjunum, og einnig yfir heilsuverndarmörk Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun, bendir á að í Reykjavík hafi lykt- in farið allt upp í 175 μg/m3, eða míkrógrömm á rúmmetra lofts. Þegar brennisteinsvetni í and- rúmslofti er 7 μg/m3 finna þeir næmustu af því lykt. Í Kaliforníu eru lyktarmörk eða ónæðismörk brennisteinsvetnismengunar sett við 42 μg/m3 og heilsuverndar- viðmið Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, eru 150 μg/ m3. Á Íslandi eru viðmið Vinnu- eftirlitsins 14.000 μg/m3. Vinnuverndarmörk gera ráð fyrir að verkamaðurinn sé full- hraustur og einungis í snertingu við mengunina á vinnutíma. Heilsuverndarmörk vernda hins vegar heilsu hinna viðkvæmustu og hvar sem þeir eru staddir. Umhverfisstofnun hefur vakið athygli á skorti á heilsuverndar- mörkum á Íslandi. Ekki náðist í Þórunni Svein- bjarnardóttur umhverfisráð- herra. - kóþ Íslensk heilsuverndarviðmið um brennisteinsvetni í andrúmslofti eru ekki til: Mengunin yfir erlend viðmið HELLISHEIÐARVIRKJUN Lítið er vitað um langtímaáhrif brennisteinsvetnismeng- unar á fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 7. maí 18. jún. 30. júl. 10. sep. 22. okt. 3. des. 2 8 12 16 0 BRENNISTEINSVETNI Vikumeðaltöl smk. mælingum á Grensásvegi árið 2006 4 6 10 14 B re nn is te in sv et ni ( μg /m ³) Helliðsheiðavirkj- un gangsett ATVINNULÍF Einingarverksmiðjan Borg í Kársnesi í Kópavogi hefur óskað eftir lóð í Mosfellsbæ. Eins og kunnugt er hefur verið stirt á milli eigenda Borgar annars vegar og íbúa í Kársnesi og bæjaryfirvalda í Kópavogi hins vegar. Íbúarnir segja mengun og ónæði frá verksmiðj- unni og bæjaryfirvöld telja fyrirtækið reka steypustöð án tilskilinna leyfi. Þessu hafa eigendur Borgar mótmælt. Bæjaráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóranum að funda með forsvarsmönnum Borgar. - gar Einingaverksmiðjan Borg: Úr Kópavogi í Mosfellsbæ NEYTENDUR „Það er ekki rétt að halda því fram að almennt sé miklu ódýrara að bóka flug með Atlantic Airways, en með Flug- félagi Íslands,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að upp undir tuttugu þúsund króna munur getur verið milli Flugfélagsins og Atlantic á Flugsæti til Færeyja. Árni segir dæmi um að ferðir með Flugfélaginu séu jafnvel átta þúsund krónum ódýrari. „Við hvetjum fólk til að bera verðin saman. Flugfélag Íslands stendur fyllilega undir þeim samanburði.“ - ikh Munur á flugfargjöldum: Hægt að kaupa ódýrari miða Sveitarstjóri hættir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, hefur sagt starfi sínu lausu. HVALFJARÐARSVEIT VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.