Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 12
12 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS Sérdeild Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur starfað í 22 ár og er því orðin vel samofin öllu skóla- starfinu. Árangurinn virðist ekki láta á sér standa og foreldrar barn- anna á sérdeildinni telja að það sé einstakt hve vel er hlúð að börnun- um og reynt að koma til móts við þau að öllu leyti og eru þau stolt af því frábæra umhverfi sem börn- unum er boðið upp á. „Við byggjum bara utan um um hvert og eitt barn og leggjum áherslu á að þau séu í sínum bekkj- um með sínum bekkjarfélögum,“ segir Halldóra Garðarsdóttir. „Við höfum gott samstarf við bekkjar- kennara og eins erum við duglegar við að fræða starfsfólk skólans um hinar ýmsu fatlanir. Starf sér- deildar innar er náttúrlega orðið samofið starfi skólans eftir öll þessi ár. Svo hefur yfirþroska- þjálfinn frá okkur farið inn í bekki, sérstaklega þá sem þeir fötluðu eru í, og varpað ljósi á hin ýmsu mál sem við erum að eiga við svo hinir fötluðu hafa bara mætt góðu viðmóti þar sem þeir eru í almenn- um bekkjum. Eins höfum við mætt sérstökum velvilja frá bæjaryfirvöldum og frá skólayfirvöldum en síðast en ekki síst vil ég nefna þetta góða starfsfólk sem við höfum yfir að ráða. Við erum vel mannaðar og samheldnin er mikil.“ Halldóra Garðarsdóttir, deildarstjóri sérdeildar: Sérdeildin samofin HALLDÓRA GARÐARSDÓTTIR Sérdeild- inni í Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur tekist sérlega vel að tvinna saman sitt starf og starf skólans. Hjónin Sigríður Steingrímsdóttir og Þorsteinn Bjarni Einarsson tóku að sér börn og unglinga frá Félagsmálastofnun í vistun. Þótt flest hafi þau átt að vera hjá þeim í skammtímavistun þá ílengdust sum börnin hjá þeim í nokkur ár. Sum komu frá brotnum heimilum á meðan önnur áttu sjálf við ein- hver vandamál að stríða. „Okkur langaði bara að hjálpa börnum sem áttu erfitt,“ segir Sigríður. „Við vorum í þessu í átján ár og þetta gaf okkur alveg helling.“ Saman eiga þau hjónin fimm börn fyrir auk þess sem Þorsteinn á tvö börn af fyrra hjónabandi. Við hópinn bættust börnin frá Félags- málastofnun, allt upp í fimm í einu. Það var því oft mikið um að vera á heimilinu. Segir Sigríður að þeim hafi ekki þótt neitt mál að bæta þessum börnum í hópinn. „Börnin okkar lærðu líka helling, að lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá öllum. Þeim fannst þetta líka æðislegt.“ Sigríður man ekki hversu mörg börn hafa komið til þeirra en þau má telja í tugum. Þau hjónin eru enn í sambandi við mörg barnanna sem eru uppkomin í dag. Einn ungur drengur kom til þeirra þegar hann var sex mánaða gamall. Var hann hjá þeim meira og minna þar til hann var orðinn tólf ára. Þá ákváðu þau að ættleiða drenginn frekar en að hann færi annað þar sem hann var ósáttur og kveið því að fara. Þorsteinn og Sigríður unnu á geðdeild þar til fyrir um þremur árum þegar þau ákváðu að flytja í stærra hús og taka með sér fimm vistmenn. Umhyggja þeirra nær því ekki einungis til barna. „Það hefur gefið okkur helling að sjá að margir þessara unglinga Sigríður og Þorsteinn Bjarni tóku að sér börn og unglinga Að veita þeim ástúð og Friðrik hefur stýrt Drengjakór Reykjavíkur, sem í eru um fjörutíu drengir, með styrkri hendi í þrettán ár. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika hérlendis sem og erlendis en einnig gefið út geisladisk og sungið með miklum söngspírum eins og sjálfum Frostrósunum og svo Karlakór Reykjavíkur. Einnig er hann með undirbúningsdeild þar sem sex til átta ára drengir spreyta sig þar til þeir eru tilbúnir að fara í drengjakórinn. Einn þeirra sem til- nefna Friðrik segir að hann gefi mikið af sér til drengjanna, sé vinur þeirra í raun og greinilegt sé að þeir treysti honum og líti upp til hans. „Við höldum uppi miklum aga enda æfum við í kirkju og því ekki við hæfi að vera með neinn fífla- gang,“ segir Friðrik. „Við höfum ákveðnar reglur sem eru öllum kynnt- ar þegar þeir byrja og svo erum við með öflugt for- eldrafélag sem rekur kórinn og þar er skipuð sér- stök stjórn. Sameiginlega reynum við svo að halda þessum aga og ég held að drengirnir þyki það bara mjög gott.“ Friðrik er einnig kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur sem kemur sér vel fyrir drengina sem fá stundum að syngja með þeim og æfa í húsnæði þeirra. „Það er mjög gaman að leiða saman unga drengina og svo karla sem sumir hafa kannski verið að syngja í fimmtíu ár.“ Hann segir margt líkt með kórunum. „En þó er ekkert foreldrafélag í Karlakór Reykja- víkur,“ segir hann og hlær við. „En þó eru ungu mennirnir að koma þangað inn svo það er aldrei að vita nema innan skamms verði komið foreldrafélag þar líka. Þar þarf heldur ekki að huga svo mikið að aganum enda ólíklegt að agavandamál komi upp í þeim kór.“ Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Drengjakórs Reykjavíkur: Agar unga sem aldna barka FRIÐRIK S. KRISTINSSON Drengjakórinn æfir tvisvar í viku og annað hvert ár er haldið í tónleikaferð til útlanda. Í sumar fer kórinn til Barcelona og syngur þar meðal annars fyrir heims- frægan drengjakór í Montserrat. Pétur Jónsson tónmenntakennari kennir nemendum af ýmsu þjóð- erni í Austurbæjarskóla og notar tónlistina til að virkja þá og brjóta niður þá múra sem legið geta á milli fólks sem talar mismunandi tungumál. „Í kúbverskri tónlist eru mörg slagverk og hlutverk slagverk- sleikaranna er miserfitt,“ útskýr- ir Pétur. „Þegar ég fór að skoða þessa tónlist betur sannfærðist ég um að þetta væri leið sem ég gæti notað í mínu starfi, það er að segja að sameina þessa ólíku einstakl- inga í einu samspili þar sem hinir taktföstu færu með erfiðari hlut- verk en þeir sem eiga erfiðara með að halda takti. Svo segi ég eins og Snorri Sig- fús Birgisson tónskáld að sá sem iðkar tónlistina er að skapa sitt Pétur Jónsson, tónmenntakennari í Austurbæjarskóla: Tónlistin er innra PÉTUR JÓNSSON Tónmenntakennar- anum hefur tekist að sameina fólk af ólíkum uppruna í samspili og innan þess ramma sem tónlistin setur. Til atlögu gegn fordómum Á þriðjudag verða Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins afhent. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum og hafa fimm verið tilnefndir í hverjum flokki. Í gær voru tilnefndar hvunndagshetjur kynntar. Nú eru þeir kynntir sem eru tilnefndir fyrir starf sitt gegn fordómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.