Fréttablaðið - 22.02.2008, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 22. febrúar 2008 15
Mikið hneyksli er komið upp í Þýskalandi
þar sem grunur er um að ýmsir bankar hafi
aðstoðað auðmenn við að komast hjá
milljóna skattgreiðslum.
Fram kemur í Der Spiegel að fyrir atbeina
þýsku leyniþjónustunnar, BND, hafi komist
upp um yfir þúsund þýska auðmenn, sem
hafi komið fé undan skatti með því að flytja
það til smáríkisins Liechtenstein.
Þar hafi peningunum verið komið fyrir hjá
ýmsum sjóðum, sem þar njóta verulegra
skattfríðinda. Aðeins þurfi að greiða 0,1
prósents fjármagnstekjuskatt. Um fimmtíu
sjóðir í smáríkinu tengjast málinu.
Starfsmenn þýskra skattyfirvalda hafa í
þessari viku gert margar húsleitir í bönkum
og á heimilum. Áætlað er að skattyfirvöld
hyggist gera um 700 húsleitir vegna málsins.
Málið komst í hámæli í Þýskalandi þegar
Klaus Zumwinkel, fyrrverandi forstjóri
Deutsche Post, stærsta póstfyrirtækis
Evrópu, sagði af sér vegna málsins. Talið er
að hann hafi skotið um einni milljón evra
undan skatti, eða sem nemur tæpum eitt
hundrað milljónum króna.
Þá hafa háttsettir opinberir embættismenn
einnig blandast í málið.
Ströng bankaleynd ríkir í Liechenstein og
neita fjármálastofnanir þar alfarið að veita
þýskum yfirvöldum upplýsingar.
Samkvæmt þýskum lögum er ekki ólöglegt
að færa fé til smáríkisins. Slíkar millifærsl-
ur þarf hins vegar að gefa upp í skattfram-
tali.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur
lýst því yfir að hún vilji semja við Liechen-
steina um að þýsk yfirvöld verði látin vita
þegar landsmenn millifæra fé til smáríkis-
ins.
- ikh
Leyniþjónusta flettir ofan af skattsvikum
ANGELA MERKEL Skammar skattsvikarana. Háttsettir
menn hafa þegar sagt af sér vegna málsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
„Askar Capital er alveg nýtt fyrirtæki og það skýrir
kostnaðinn,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stjóri Askar Capital.
Heildareignir Askar Capital námu 34,3 milljörðum
króna í fyrra. Rekstrarkostnaður var á sama tíma
rúmir 1,5 milljarðar króna en það merkir að rekstrar-
kostnaður bankans í hlutfalli af heildareignum nam
4,3 prósentum, sem er hæsta hlutfall íslenskra banka-
og fjármálafyrirtækja á síðasta ári. Bankinn hóf
starfsemi í byrjun síðasta árs.
Tryggvi segir þetta ekki segja alla söguna því efna-
hagsreikningurinn sé ekki stór. „Starfsemin byggist
mikið á eignaumsýslu fyrir aðra.“
Eins og sést á töflunni hér til hliðar er hlutfallið til-
tölulega hærra hjá yngstu fjármála- og fjárfestingar-
fyrirtækjunum en lægra hjá þeim rótgrónari. Neðst í
hópnum er fjármálaþjónustufyrirtækið Exista, sem
er á bási ásamt FL Group og Milestone.
Félögin þrjú eru með yngri fyrirtækjum og hefur
FL Group verið gagnrýnt fyrir mikinn kostnað í
fyrra. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri sam-
skiptasviðs FL Group, bendir á að hlutfallið hafi verið
eitt prósent í hitteðfyrra. Hann segir skýringuna að
mestu einskiptiskostnað vegna aðkeyptrar sérfræði-
þjónustu við fjárfestingaverkefni sem sum hver
gengu ekki eftir á umsvifamiklu ári í fyrra. - jab
Yngstu félögin með mestan
hlutfallslegan rekstrarkostnað
KOSTNAÐUR SEM HLUTFALL
AF EIGNUM Í LOK ÁRS 2007
Félag Hlutfall (%)
Fjárfestingarbankar
Askar Capital 4,30
Straumur-Burðarás 1,60
Saga Capital* -
VBS 2,37
Icebank** 0,68
Viðskiptabankar
SPRON 2,40
Landsbankinn 1,80
Glitnir 1,60
Kaupþing 1,47
Fjárfestingarfélög
Milestone 3,13
FL Group 1,50
Exista 0,80
* Hefur ekki skilað uppgjöri.
** Stór hluti viðskipta Icebank er á
heildsölusviði og því með öðru móti
en hjá öðrum bönkum og fjármála-
fyrirtækjum.
„Þetta var heppni og reynsla,“
segir Pálmi Haraldsson, stærsti
hluthafi Fons, en félagið skilaði
um fimm millj-
arða króna
hagnaði í fyrra.
Rekstrarhagn-
aður var um sjö
milljarðar
króna og námu
heildar eignir
félagsins hundr-
að milljörðum í
árslok.
Pálmi segir
að félagið hafi
selt stórar eign-
ir á vordögum í fyrra, sem hafi
verið hárrétt ákvörðun áður en
lausafjárkreppan og óróleiki á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum
setti mark sitt á flest fyrirtæki.
„Við komum ágætlega út miðað
við aðra. Þetta var heppni en
maður þarf að fylgjast vel með,“
segir hann.
- jab
Heppni hjá Fons
PÁLMI
HARALDSSONTRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON
Forstjóri Askar Capital segir
háan rekstrarkostnað í hlut-
falli við eignir skýrast af vexti
ungra fjármálafyrirtækja.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
David Karsbøl hjá greiningardeild
Saxobank í Danmörku sagðist í
gær ekki óttast um starf sitt þrátt
fyrir hörð viðbrögð vegna álits
sem hann gaf á íslensku bönkun-
um. Danska blaðið Börsen hafði
eftir David í fyrradag að Kaup-
þing og aðir íslenskir bankar
stefndu í gjaldþrot.
„Það er mjög mikilvægt að það
komi fram að ég sagði aldrei að ég
byggist við því að Kaupþing færi í
gjaldþrot,“ sagði Karsböl í samtali
við Vísi í gær. Hann sagði einnig
að hann hefði aldrei talað um
Kaupþing eitt og sér. Greining
hans hefði snúist um horfur í efna-
hagslífi á Íslandi almennt séð. Þær
væru ekki góðar.
Býst ekki við
gjaldþroti
Das Auto.
FÆST MEÐ
ALVÖRU 6 ÞREPA
SJÁLFSKIPTINGU
DÚXAÐI Á
EURO NCAP
PRÓFINU
HLAUT
GULLNA
STÝRIÐ
SVEIGJAN-
LEGIR
SÖLUMENN
KOLEFNIS-
JAFNAÐUR
Í EITT ÁR
EYÐIR
AÐEINS FRÁ
5.0 l/100 KM
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
Golf Trendline kostar aðeins frá
2.150.000 kr.
Komdu og prófaðu betur búinn Golf á frábæru verði.
Það er höfuðatriði að vera á öruggum bíl í umferðinni og fáir standa Golf framar í þeim efnum,
enda fékk hann hæstu einkunn á Euro NCAP prófinu. Í Golf tvinnast saman hágæðahönnun, framúr-
skarandi aksturseiginleikar og nýstárleg tækni. Kraftalegur afturhluti og sportlegar línur í bílnum
gefa fyrirheit sem aksturseiginleikarnir standa fyllilega undir.
GOLF GTI®
BÍLL ÁRSINS
2008 Car&driver
Álfelgur, samlitir
listar, leðurpakk
i, armpúði
á milli framsæta
og rafstýrð sóllú
ga.
Bættu við Spor
tpakka fyrir
300.000 kr.
Eða 25.500 kr. á mánuði miðað við bílasamning til 84 mánaða
og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,34%.
Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og samlitur.