Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 18

Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 18
18 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur > Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu Árborg. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 6. 05 1 6. 52 2 5. 50 5 7. 56 5 1998 2001 2004 2007 FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is „Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, um fréttir af netsíðum þar sem rekinn er áróður gegn útlendingum á Íslandi. Henni finnst það alvarlegt hversu margir unglingar skráðu sig til dæmis í Félag gegn Pólverjum á Íslandi. „Það er ekki hægt að afskrifa það sem tóm strákapör, þetta er alvarlegra en svo. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Sigríður bjó í Kanada í fimm ár og segist hafa fundið fyrir aukinni útlendingaandúð á Íslandi þegar hún flutti aftur heim. „Mér krossbrá að heyra hvernig fólk var farið að tala þegar ég kom aftur og hvernig var farið að klifa á þjóðerni manna í fréttaflutningi. Mér finnst það var- hugaverð þróun.“ Á miðvikudag efndi Bubbi Morthens til tónleika gegn rasisma og segir Sig- ríður það hafa verið frábært framtak. „Bubbi á heiður skilinn fyrir þetta. Ég saknaði þess hins vegar að yngra tónlistarfólk, sem krakkarnir hlusta á og líta upp til, hafði ekki frumkvæði að þessu. En þetta er átaksverkefni þar sem allir geta lagt hönd á plóg.“ SJÓNARHÓLL SPORNAÐ VIÐ RASISMA Bubbi á heið- ur skilinn SIGRÍÐUR FRIÐ- RIKSDÓTTIR Leikkona Barack Obama vann ellefta prófkjörssigurinn í röð í gær þegar úrslit voru kunngerð úr forkosningu demókrata sem búsettir eru erlendis. Obama var þá, samkvæmt talningu AP-fréttastofunnar, kominn með 1.358 kjörmenn en Clinton 1.262. Hvað þarf Clinton til að ná forskoti? Samtals á nú eftir að úthluta tæplega 1.200 kjörmönnum í próf- kjörum, þar af 444 á einu bretti þriðjudaginn 4. mars þegar kosið er í fjórum ríkjum samtímis, þar á meðal Ohio og Texas sem eru með fjölmennustu ríkjum Bandaríkjanna. Obama vantar enn 667 kjörmenn til að tryggja sér sigur, en Clinton vantar 763 kjörmenn. Til þess að ná upp forskoti Obamas þarf Clinton því að fá nærri 60 prósent atkvæða í þeim prófkjörum sem eftir eru. Hvað geta ofurkjörmennirnir gert? Á flokksþingi Demókrataflokksins í lok ágúst sitja 796 forystu- menn flokksins sem eru óbundnir af niðurstöðum prófkjöranna, og eru því nefndir „ofurkjörmenn“. Þeir geta í raun greitt atkvæði eins og þeim sýnist, og geta því hæglega gefið Clinton sigurinn á silfurfati jafnvel þótt Obama hafi náð góðri forystu í prófkjör- unum. Stuðningsmenn beggja frambjóðenda beita hins vegar ýmsum ráðum til að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu þeirra, svo sem að lofa að koma í framkvæmd ýmsum málum sem þeir berjast fyrir hver í sínu kjördæmi. Eftir hverju fara ofurkjörmenn? Málið er þó ekki alveg svo einfalt, því forystu- menn flokksins telja sér flestir skylt að fylgja vilja kjósenda. Þeir gætu fengið slæma útreið í kosningum síðar meir ef þeir ganga þvert á vilja hins almenna flokksmanns. En þá standa þeir reyndar frammi fyrir öðrum vanda: nefnilega hvort þeir eigi að miða við kjósendur í Bandaríkjunum öllum eða kjósendur heima í ríki hvers og eins, eða jafnvel heima í kjördæmi sínu innan ríkisins. FBL-GREINING: PRÓFKJÖR DEMÓKRATA Í BANDARÍKJUNUM Ellefu sigrar í röð duga ekki til sigurs Frelsi til raforkusölu sem lögfest var árið 2003 hefur sett stjórnvöldum verulegar skorður vilji þau koma í veg fyrir stóriðjuframkvæmdir, til dæmis vegna efnahags- ástands. Rætt var í ríkis- stjórn að setja sérstök lög um stóriðju í tengslum við lagabreytingar árið 2003 en af því varð ekki. Þegar raforkulögum var breytt árið 2003 samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið var einkaleyfi starfandi orkufyrir- tækja til raforkuframleiðslu afnumið. Markmiðið var meðal annars að lækka verð til neytenda, en raunin varð sú að stjórnvöld misstu úr höndunum ákveðið verk- færi til að stjórna uppbyggingu stóriðju. Eftir gildistöku laganna gátu fyrirtæki farið að semja um orku- kaup stóriðju við orkufyrirtæki og við sveitarfélög um staðsetningu og þurftu í raun lítið við stjórnvöld að tala. Þetta var það sem gerðist þegar Norðurál ákvað að reisa álver í Helguvík. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, hefur lýst því að engar viðræður hafi átt sér stað við ríkið fyrir þann tíma. Hún hafi fyrst fengið fréttir af áformum Norðuráls í fjölmiðlum. Forsvarsmenn Norðuráls ræddu vissulega við stjórnvöld í kjölfarið, en einkum til að reyna að fá stuðn- ingsyfirlýsingu eða annað í þeim dúr, ekki til að fá vilyrði fyrir áformunum sem slíkum; staðsetn- ingu eða tímasetningu. Stjórnvöld koma þó enn að ákveðnum framkvæmdum og geta í gegnum þá aðkomu haft áhrif. Til dæmis eiga stjórnvöld möguleika á því að gera svokallaða fjárfest- ingasamninga vegna framkvæmda á landsbyggðinni utan höfuðborg- arsvæðisins og Suðurnesja. Í þeim felst til dæmis afsláttur af fasteignagjöldum eða annað í þeim dúr. Slíkt er heimilt sam- kvæmt EES-samningnum og var til dæmis gert við uppbyggingu álvers á Reyðarfirði. Eftirlitsnefnd EFTA þarf þó að samþykkja slíkar fyrir- greiðslur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ræddi sérstak- lega hvort forsætisráðherra ætti að setja sérstök lög um stórfram- kvæmdir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var þá sérstaklega rætt um hættuna af því að nokkur fyrir- tæki færu út í stórframkvæmdir á sama tíma, án þess að stjórnvöld hefðu nokkuð um það að segja. Slíkt getur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið, eins og sjá má á áhrifum af framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði. Þeir sem mótfallnir voru slíkri lagasetningu bentu á að það væri fyrirtækjunum í hag að stöðugleiki ríkti hér á landi og því hefðu þau engan hag af því að standa fyrir framkvæmdum sem fyrirsjáan- lega myndu hafa slæm efnahags- áhrif. Í dag eru áformuð í það minnsta tvö ný álver hér á landi, í Helguvík og á Bakka við Húsavík, auk þess sem Alcan áformar enn stækkun álvers síns í Straumsvík. Að auki eru ýmsar aðrar orkufrek- ar framkvæmdir í burðarliðnum. Mengandi stóriðja þarf að afla sér heimilda til losunar gróður- húsalofttegunda og þar hefur ríkið nú aðkomu sem það hafði ekki áður. Á síðasta ári var í fyrsta skipti úthlutað mengunarkvóta en aðeins fyrir starfandi fyrirtæki. Fyrir- tæki sem ekki höfðu tekið til starfa fengu ekki úthlutað kvóta þar sem þau þóttu of stutt á veg komin. Í lögum um losun gróðurhúsa- lofttegunda kemur fram að þau fyrirtæki sem þegar eru með starfsleyfi eða langt komin í undir- búningi framkvæmda skuli njóta forgangs umfram þá sem styttra eru komnir. Það virðist hafa ýtt við fyrirtækjum sem höfðu áform um uppbyggingu á prjónunum og gæti verið ein ástæða þess að mikil áhersla er lögð á að fara strax í uppbyggingu álvera í Helguvík og á Bakka. Ríkisúthlutun er þó ekki eina leiðin til að fá mengunarkvóta, enda mögulegt að kaupa kvóta án aðkomu stjórnvalda, til dæmis frá erlendum fyrirtækjum. Ríkisstjórn ræddi lög um stóriðju GUFUSTRÓKAR Orkuveita Reykjavíkur áætlar að níutíu megavött af orku fáist úr tveimur nýjum aflvélum í Hellisheiðarvirkjun. Reiknað hefur verið með því að 225 megavött til viðbótar fáist úr samtals fimm aflvélum í fyrirhuguðum virkjunum í Hverahlíð og Bitru. Umhverfismat vegna þeirra virkjana er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Umhverfisráðherra hefur nú til umfjöllunar kæru Landverndar vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Landvernd krefst þess að ráðherra felli úr gildi álit Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að meta umhverf- isáhrif álversins, virkjana vegna orkuöflunar, og rafmagnslína saman. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra vildi ekki veita viðtal um kæruna í gær. Forsvars- menn Norðuráls segja álitið ekki kæranlegt til ráðherra, og því hafi kæran ekki áhrif á framkvæmdina. Norðurál hefur tryggt sér næga orku fyrir 250 þúsund tonna álver í Helguvík. Orkuveita Reykjavíkur hefur samið um að selja 100 mega- vött til fyrri áfanga, og undirritað viljayfirlýsingu um sölu á 75 mega- vöttum til seinni áfanga. Hitaveita Suðurnesja hefur samið um að selja samtals um 230 megavött, þar af 100 til 150 til fyrri áfanga. Samningarnir eru háðir skil- yrðum um leyfi og orkuöflun. Þá hefur verið samið við Landsnet um raforkuflutning vegna álversins. ÚRSKURÐAR RÁÐHERRA BEÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.