Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 22
22 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Kúbverski einræðisherrann Fídel Kastró lýsti yfir því 19. febrúar, að hann hefði dregið sig í hlé. Eins og í Norður-Kóreu ganga völd þar syðra í erfðir, þó að eftirmaður Kastrós sé ekki sonur hans, heldur bróðir, Raúl Kastró. Undir stjórn Kastrós hefur Kúba breyst í sannkallað fátæktarbæli. Landið er einnig lögregluríki. Þetta kemur ekki á óvart. Hið sama gerðist á Kúbu og annars staðar, þar sem kommúnistar tóku völd. Hitt er furðulegra, hversu margir íslenskir róttæklingar eru viðhlæjendur Kastrós. Til dæmis reyndi aðaltalsmaður Samfylking- arinnar í kosningunum 1999, Margrét Frímannsdóttir, eitt sinn í Kúbuferð að ganga á fund Kastrós, þótt hann nennti ekki að taka á móti henni. Sumir samkennarar mínir í Háskóla Íslands hafa verið sjálfboðaliðar á sykurekrum eyjunnar. Fjöldaaftökur og fangabúðir Strax og Kastró hrifsaði völd í janúarbyrjun 1959, hófst blóðbað. Í tveimur stærstu fangelsum Havana-borgar, La Cabaña og Santa Clara, voru mörg hundruð fangar leiddir fyrir eins konar alþýðudóm- stól, dæmdir til dauða og teknir af lífi. Kastró hafði lofað frjálsum kosningum, en tilkynnti brátt, að þeirra gerðist ekki þörf. Lýðræðis- sinnar, sem höfðu í fyrstu unnið með honum, hurfu hver af öðrum úr stjórninni. Þeir voru ýmist fangelsaðir eða flýðu til Bandaríkj- anna. Óháð dagblöð hættu að koma út. Ofsóknir hófust gegn kaþólsku kirkjunni. Upplýstu miðstéttarfólki leist ekki á blikuna. Rösku ári eftir byltinguna hófst flóttamanna- straumur til Bandaríkjanna. Kúgunin færðist í aukana næstu ár. Þeir samstarfsmenn Kastrós, sem taldir voru luma á sjálfstæð- um skoðunum, voru settir í fang elsi eða skotnir. Rithöfundarn- ir Heberto Padilla og Reinaldo Arenas flýðu til Bandaríkjanna. Skáldin Pedro Luis Boitel og Armando Valladares voru send í fangabúðir. Boitel veslaðist þar upp og dó, en Valladares lifði af, slapp til Bandaríkjanna fyrir bænarstað Mitterrands Frakk- landsforseta og skrifaði fræga lýsingu á 22 ára vist í kúbverskum fangabúðum, Against all Hope (Gegn allri von). Öryggislögregla, sem var stofnuð strax eftir valdatöku Kastrós, hefur nánar gætur á hugsanlegu andófi. Í munni alþýðu manna heitir hún „Rauða Gestapó“. Ein sveit öryggislögreglunnar hefur það hlutverk að drepa útlaga, sem taldir eru hættulegir Kastró. Til dæmis var Elias de la Torriente myrtur í Miami og Aldo Vera í Púertó Ríkó. Viðskiptabann og heilsugæsla Tölum blæðir ekki eins og mönn um, en þær segja sitt. Fyrsta áratuginn undir stjórn Kastrós voru milli sjö og tíu þúsund manns teknir af lífi af stjórnmálaástæð- um og um 30 þúsund manns sendir í fangabúðir. Það er ekki að furða, að Kúbverjar hafa greitt atkvæði „með bátsárunum“. Af 11 milljón- um, sem telja sig Kúbverja, búa tvær milljónir erlendis. Líklega flúðu fleiri fátæktina en kúgunina. En sama fólk og telur, að viðskipta- banni Bandaríkjanna á Kúbu megi kenna um fátæktina, hefur jafnan haldið því fram, að suðrænar þjóðir séu fátækar vegna viðskipta við Vesturveldin. Báðar kenning- arnar geta ekki verið réttar. Ég hygg, að hin fyrri sé rétt. Frjáls viðskipti eru öllum í hag. En viðskiptabannið ræður ekki úrslitum um það, að Kúba er fátæktarbæli, enda stunda Kúbverjar viðskipti við flestar Evrópuþjóðir. Aðdáendur Kastrós segja, að heilsugæsla hafi batnað undir stjórn hans. Í reynd er þrenns konar heilsugæsla á Kúbu. Ein er fyrir útlenda ferðamenn, sem greiða í gjaldeyri, og hún er prýðileg. Önnur er fyrir starfs- menn kommúnistaflokksins, sem hafa ekki heldur undan neinu að kvarta. Hin þriðja er fyrir allan almenning, og hún er hörmuleg. Læknar og hjúkrunarfólk fá mjög lág laun, tæki og lyf eru af skornum skammti, sjúkrahús yfirfull og aðbúnaður vondur. Nokkrir sjúkdómar, sem hefur verið að mestu útrýmt á Vestur- löndum, svo sem berklar og holdsveiki, láta þar aftur á sér kræla. Barnadauði er lágur, vegna þess að stjórnvöld reyna að halda honum niðri með því að eyða fóstrum, sem ekki eru líkleg til að fæðast heilbrigð. Hvar er eggjakakan? Harðneskja sú, sem Stalín, Maó og minni spámenn eins og Kastró notuðu til að endurskapa skipulag- ið eftir sínu höfði, er stundum réttlætt með því, að ekki sé unnt að baka eggjaköku nema með því að brjóta eggin. En eggjakakan er hvergi finnanleg á Kúbu Kastrós. Baksturinn var til einskis. Harðstjóri kveður HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Fidel Kastró UMRÆÐAN Orkumál Í grein í Fréttablaðinu í gær leikur penninn í höndum Stuðmannsins og hinnar eilífu vonarstjörnu Jakobs Magnússonar sem bregður fyrir sig margháttuðum líkingum og fer mikinn í því að gæða REI-málið spennu- sagnakenndu yfirbragði og vantar ekkert nema Hammondinn undir, taktfast slagverk og jaríjaríreiiiiii í anda Strax eða Stuðmanna. Búningar og sviðsljós hæfa stílnum, spennan magnast og stuðið á sviðinu. Kynntur er til sögunnar bjargvættur útrásar, vinur vina sinna, réttur maður á réttum tíma í réttum partíum. Að vera öpp tú deit er okkar innsta þrá. Orkuveita Reykjavíkur er ekki viðskiptatækifæri. Orkuveita Reykjavíkur er fyrirtæki í eigu almenn- ings, samfélagsins. Orkuveita Reykjavíkur er ekki til sölu. Hvorki að hluta eða í heild. REI er heldur ekki til sölu en verður áfram í útrás. Með þekkingu Orkuveitunnar og sambönd en líka í samstarfi við einkaaðila þar sem það á við. Til að búa til betri heim. Fyrir loftslagið, framtíðina og í anda þróunarsam- vinnu. Hagnaðarvonin síðar eða jafnhliða. Búning- arnir og partíin seinna. Tuttugu og þrír milljarðar fyrir hvað? Jakob nefnir sex milljarða virði REI núna en þar að auki var á sínum tíma hluturinn í HS upp á 8,6 millj- arða sem hefur verið afturkallaður og er ekki lengur inni í REI. Einkaréttarsamning- urinn til tuttugu ára var jafnframt reiknað- ur upp á tíu milljarða í samrunaáætluninni en nær ekki því máli í tilboði Glitnis. Það er nú öll viðskiptasnilldin.Tíu pús 8,6 plús 6 eru nefnilega 24,6 milljarðar en ekki 23. Við eigum þetta allt ennþá og öll þau tækifæri sem í því felast. Vildi Jakob selja? Stjórnmál snúast um hagsmuni heildarinn- ar eða eiga að gera það. Hagsmuni þess almennings sem greiðir skatta til samneysl- unnar. Samneyslan er ekki hugsuð til að kaupa búninga eða halda partí heldur til að tryggja stöðugt og gott samfélag. Það gerum við líka með því að sjá til þess að okkar góða starfsfólk búi við góð kjör í ögrandi starfsumhverfi. Líka starfsfólk Orkuveitunnar og REI. Það er viðfangsefni næstu vikna og mánaða að svo megi verða en nú heldur hreinn hægri meirihluti um stjórnvölinn þar eins og í borginni allri. Meirihluti Jakobs, Villa og Ólafs F. Já, að vera í takt við tímann getur tekið á. Þar verð- ur hver að gæta að sínu hlutverki. Fulltrúi almenn- ings og hagsmuna heildarinnar verður að standa sína vakt en aðrir sjá um stuðið og búningana hér eftir sem hingað til. Búgalú og amen eftir efninu. Höfundur er borgarfulltrúi. Í takt við tímann? SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR S á vinsæli tónlistarmaður Bubbi Morthens og Geir H. Haarde forsætisráðherra sungu saman Lóa litla á Brú á tónleikum sem tónlistarmaðurinn stofnaði til í baráttu gegn kynþáttafordómum. Það framtak verðskuldar eftir- tekt og eins hitt að forsætisráðherrann skuli leggja því lið með þessum hætti. Víðast hvar á Vesturlöndum hefur sambúð fólks frá ólíkum menn- ingarheimum og af mismunandi trú verið pólitískt viðfangsefni í áratugi. Í sumum tilvikum hefur aðlögun erlendra og jafnvel fram- andi þjóðfélagshópa tekist með ágætum. Í öðrum tilvikum hefur þessi þróun leitt til árekstra og illviðráðanlegra vandamála. Þessi reynsla er ný af nálinni fyrir Íslendinga. Annað verður ekki sagt en að hér hafi hlutirnir í stórum dráttum gengið vel og fordómalaust fyrir sig. Einstaka brotalamir má þó finna. Árvekni gegn fordómum er því þörf. Tónleikarnir sem hér er vitnað til eru til marks um víðtækan og lifandi skilning á viðfangsefninu. Aðfluttir Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki. Hagsmun- irnir af búsetu þeirra hafa þar af leiðandi verið gagnkvæmir. Ljóst er til að mynda að annað hvort hefði verðmætasköpun orðið minni hér á síðustu árum eða verðbólga meiri hefði þjóðarbúið ekki notið vinnufúsra handa fólks af erlendum uppruna. Hætta á að fordómar grafi um sig er þó alltaf fyrir hendi. Eigi vel að fara er í raun og veru aðeins þörf á viðurkenningu allra sem hlut eiga að máli á þremur grundvallarreglum. Þær eru: Lýðræði, tján- ingarfrelsi og jafnrétti. Ef þessi gildi samfélagsins eru virt af fólki ólíkrar trúar og af mismunandi menningarlegum uppruna á ekki að vera hætta á alvarlegum þjóðfélagslegum árekstrum. Ágreiningur um þau hlýtur á hinn bóginn að leiða til árekstra. Slíkur ágreiningur slítur sjálfkrafa teygju umburðarlyndisins. Danir stríða nú við vanda af þessu tagi bæði inn á við og út á við. Lítill minnihluti innflytjenda í Danmörku sýnist ekki reiðubúinn til að viðurkenna þessi þrjú höfuðgildi danskrar samfélagsgerðar. Það nægir til að kveikja ófriðarelda. Í tengslum við Múhameðsteikningarnar svonefndu á sínum tíma sættu Danir viðskiptaþvingunum af ýmsu tagi. Nú eru slíkar hótan- ir settar fram á nýjan leik. Tilgangurinn er að takmarka tjáningar- frelsi. Alþjóðasamfélagið hefur stundum sameinast um viðskiptaþving- anir í baráttu gegn ofríki og skoðanakúgun. Með öðrum orðum í þágu lýðræðis og mannréttinda. Stundum er þessu úrræði beitt gegn þjóðum sem þykja ógna friði. Alþjóðasáttmálar heimila einnig úrræði af þessu tagi til verndar dýrum. Hitt er nýtt að efnahagslega áhrifaríkar þjóðir beiti smáþjóðir viðskiptaþvingunum eða setji fram hótanir þar að lútandi til þess að brjóta á bak aftur stjórnarskrárvarin mannréttindi eins og tján- ingarfrelsi og jafnræðisreglu. Þróun af þessu tagi kallar á árvekni og samstöðu. Danir þurfa að finna að þeir standi ekki einir þegar sjálfum grunngildum vestrænnar nútímamenningar er ögrað. Íslendingar hafa skyldum að gegna á því sviði, ekki síst þegar vinaþjóðir eiga í hlut. Lóa litla á Brú getur líka verið áminning um að þessar fumreglur má ekki veikja í samskiptum þjóða eigi þær hér eftir sem hingað til að vera lykill að eðlilegum og árekstralausum samskiptum fólks af ólíkum uppruna í sama samfélagi. Sums staðar þarf að brjóta niður fordóma gegn tjáningarfrelsi. Þrjár meginreglur: Lóa litla á Brú ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Ósk Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur þungar áhyggj- ur af stöðu efnahagsmála og hefur margsinnis lýst þeim á Alþingi síðustu daga og vikur. Finnst honum ríkisstjórnin værukær og hefur boðið fram aðstoð flokks síns svo ná megi tökum á ástandinu. Guðni ítrekaði áhyggjur sínar í þinginu í gær og það má heita til marks um hve litla tiltrú hann hefur á að ríkis stjórnin geri eitt- hvað í málinu að hann sagðist vilja að forsætis- ráðherra gæti sungið erfiðleikana í burtu með sinni fallegu röddu. Draumur Guðni hefur gripið til margs konar líkinga til að lýsa andvaraleysi ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Einn daginn sagði hann stjórnina sofa og að draumur hans væri að hún vaknaði. Í gær hefur hann vísast séð að draumurinn sá væri orðinn veru- leiki því hann sagði stjórnina berja hausnum við stein. Það gerir varla sá sem sefur. Fíkn Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn er býsna ósáttur við að Birkir Jón Jónsson hafi viður- kennt að hafa spilað póker og að hann hyggist beita sér fyrir að póker verði heimill að lögum. Formaðurinn skilur lítt í Birki og segir á Vísi að framganga hans sé síst til þess fallin að hjálpa til í baráttunni gegn spilafíkn. Hvað sem mönnum finnst um þetta áhugamál Birkis er ómögulegt að tengja það sjúkdómn- um spilafíkn. Það er nefnilega hægt að spila – og það upp á peninga – án þess að vera sjúkur. Og menn eiga ekki að þurfa að velja sér áhugamál og baráttumál út frá sjúkleika annarra. Þó þeir séu þingmenn. bjorn@frettabladid.is                          

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.