Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 38

Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 38
 22. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● suðurland Guðmundur Annas Árna- son hefur breytt Kaffi Krús á Selfossi úr snotru kaffihúsi í eftirsóttan bistro-stað. Alþjóðleg stemning ræður nú ríkjum á Kaffi Krús á Selfossi. En þar hefur eigandinn, Guðmund- ur Annas Árnason, unnið að því að innleiða ósvikna bistro-mats- eld til að færa heimamenn nær al- þjóðlegri veitinga- og kaffihúsa- menningu. Er ekki annað að heyra en uppátækinu hafi verið vel tekið þar sem yfirleitt er þröng á þingi. „Það hefur verið þvílík gleði með þetta. Sumir hafa gengið svo langt að segja að ég hafi bjarg- að Selfossi,“ segir Guðmundur og hlær. „Kannski er eitthvað til í því. Ég er náttúrlega að bjóða upp á mat sem hefur ekki sést áður hérna. Mér fannst líka vanta alvöru góðan kaffibolla þegar ég flutti á Selfoss, en það gengur náttúrlega ekki upp í þjóðfélaginu í dag. Svo ég ákvað að bæta úr því.“ Kaffi Krús hefur þó ekki að- eins breyst úr kaffihúsi í veitinga- stað frá því að Guðmundur tók við rekstrinum fyrir tveimur árum, heldur er nú jafnframt orðin að vinsælum bar og skemmtistað. „Upphaflega átti barstemningin að vera róleg en vegna vöntunar á skemmtistöðum á Selfossi þróaðist þetta út í skemmtistað innan gæsa- lappa. Hér er nú lifandi tónlist fimmtu-, föstu- og laugardaga, en þá planta trúbadorar sér í horn- ið og búa til stemningu,“ útskýrir hann. Guðmundur segir breytingarn- ar boða ákveðin tímamót í veit- inga- og kaffihúsamenningu Sel- fyssinga, sem horfi nú í síauknum mæli til Reykvíkinga í þeim efnum. Uppbyggingunni sé þó engan veg- inn lokið. „Nei, ég er enn að vinna í því að fólk geri aukna kröfu um gott kaffi og þörfina fyrir að fá sér kaffi í götumáli, sem þykir nú orðið sjálfsagt í Reykjavík,“ út- skýrir Guðmundur. „Ég vil gera Kaffi Krús enn glæsilegri í alla staði, þótt hann sé flottur fyrir.“ Uppskriftin hér að neðan ætti að gefa lesendum hugmynd um hvers vænta má af matreiðslumönn- um staðarins, en þar er boðið upp á mismunandi fiskrétti alla daga vikunnar. - rve Alþjóðleg matseld Kaffi Krús hefur verið vinsælt kaffihús um áraraðir. Þar er nú boðið upp á bistró-mat. Snöggristaður saltfiskshnakki með chili-sveppasoði og parmesan tagliatelle. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SNÖGGRISTAÐUR SALTFISKS HNAKKI MEÐ CHILISVEPPASOÐI OG PARMESAN TAGLIATELLE, FYRIR FJÓRA. Saltfiskshnakki, skorinn í hæfilegar steikur. Aðferð: Ristið á heitri pönnu, þar til roðhliðin verður dökkbrún. Snúið þá við. Setjið í eldfast mót og inn í ofn með svörtum pipar, fersku rósmarin og sítrónuolíu í 8 til 10 mínútur við 180 gráður. Chili-sveppasoð 4 bollar fisksoð (eða vatn og 1 tsk. kjúklingakraftur og 1 tsk. fiskkraftur blandað saman) 1 rauður chili, hreinsaður og skorinn í litla bita ½ box sveppir, þunnt sneiddir ½ laukur 2 rif hvítlaukur, þunnar sneiðar 1 tsk. nýmulinn pipar 1 msk. smjör Aðferð: Mýkið chili, sveppi, lauk og hvítlauk í smjöri. Hellið soði út í. Parmesan tagliatelle 1 pk. tagliatelle 2 msk. söxuð steinselja 3 msk. ólífuolía 1 msk. sítrónusafi 2 msk. fínt rifinn parmesan Aðferð: Sjóðið tagliatelle í um það bil 8 til 10 mínútur eða þar til það verður nett stökkt undir tönn. Blandið tagliatelle, olíu, steinselju og parmesan saman í skál. Setjið fyrir miðju á djúpum disk. Saltfiskhnakki fer þar ofan á. Hellið loks chilisoði létt yfir. Skreytið að vild og berið fram með grænmeti að eigin vali. Guðmundur Annas Árnason hefur gert heilmiklar breytingar á Kaffi Krús. Sveitabúðin Sóley er drauma- kistill aðdáenda fagurs punts og heimilisskarts. Búðin stendur utan alfaraleiðar á sveitabænum Tungu í Flóan- um, í hlaði umkringdu flötum túnum með fjalladýrð í fjarska. Þar sem brimið kyssir fjöruna í túnfætinum og ljær sveita- kyrrðinni annan blæ. Sveitarómantík heillar æ fleiri Ís- lendinga, enda velflestir komnir af bændum úr stórbrotinni nátt- úru og með sterka þrá til upprun- ans. Bændurnir Sóley Andrésdótt- ir og eiginmaður hennar, Björgvin Njáll Ingólfsson verkfræðingur, létu drauminn rætast og keyptu jörðina Tungu í Gaulverjabæjar- hreppi árið 2002, en áður bjuggu þau í Mosfellsbæ sem á þeim tíma var eins konar sveit í borg. „Við höfðum alltaf átt okkur draum um að búa í sveit og ákváð- um snemma í okkar sambúð að það skyldum við gera einn daginn. Það gerðum við loks og seldum allt okkar í Mosfellsbænum; hús og hesthús, en búskapur hér hefur þróast hægt og bítandi frá því við fluttum og tekið á sig margar myndir,“ segir Sóley þar sem hún stendur í hlaðinu heima í Tungu í Flóanum; svæðinu milli Þjórsár og Ölfusár. „Tunga er 130 hektarar að stærð, að hluta til flöt en þar finnast skemmtilegir hólar, hraun, sand- ur, á, fjara, mýrar og móar, og jörð- in liggur að sjó. Volinn (Flóárveit- an) rennur í gegnum Tungulandið og er ágætis veiðiá fyrir sjóbirting. Bústofninn samanstendur af hest- um, kindum, nautgripum, hund- um, köttum og landnámshænum, og í nokkur sumur tókum við á móti börnum í sveit. Við tökum einnig á móti óvissuhópum og erum með greiðasölu fyrir minni hópa, bjóð- um upp á heimagistingu og síðast en ekki síst Sveitabúðina Sóley, sem er einstök í sinni röð,“ segir Sóley og ljóst að allir geta fundið eitt- hvað við hæfi ef ætlunin er að njóta lífsins einn, með maka, fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum í Tungu. „Hér er dásamleg kyrrð og ró og bærinn ekki í alfaraleið. Ég bjó í Danmörku um tíma og heimsótti sams konar sveitabúðir en þar var ég hvött til að opna eina slíka hér heima. Gamla grænmetisgeymsl- an í hlaðinu hentaði ágætlega undir búð af þessu tagi svo ekki var eftir neinu að bíða. Ég flyt sjálf inn vörur frá þremur aðilum í Danmörku en kaupi líka frá íslenskum innflytj- endum, og hér má finna ýmiss konar heimilis- og gjafavörur til að fegra heimilið,“ segir Sóley þar sem hún stillir upp unaðsfögrum kertastjökum, puntstyttum og fleiri dýrgripum í fallegri sveitabúðinni. „Úrvalið fer mikið eftir því hvað er í gangi á hverjum tíma og ég get alveg bryddað upp á ýmsu. Ég sel stundum handverk listamanna í bland og stilli einnig upp árstíða- bundnum vörum. Mesti gestagang- urinn er fyrir jólin og yfir sumar- tímann, þótt æ fleiri renni í hlað á öllum árstímum,“ segir Sóley sem gleðst stolt yfir móttökum sveita- búðarinnar, sem finna má 14 kíló- metra suður af Selfossi. „Orðstír sinn hefur búðin feng- ið mann frá manni og margir sem koma til að forvitnast í sérferð hingað að Tungu. Ég hef reynt að hafa búðina fallega og velja vörur sem fást hvergi annars staðar og mér sjálfri þykja dásamlegar. Það er ánægjulegt að sjá sömu andlitin koma aftur, en ekki síður að fá nýja gesti og stundum koma vinkvenna- hópar hingað í búðina og fá sér léttan málsverð á eftir,“ segir Sóley sem einnig selur til einstaklinga sérræktað og gómsætt nauta- og lambakjöt í 1/4, hálfum og heilum skrokkum. „Ég er óskaplega ánægð með það sem við seljum og komin með fast- an hóp viðskiptavina. Búðina hef ég komist upp með að hafa opna þegar einhver er heima og bíll í hlaðinu, en annars er bara lokað,“ segir Sóley brosmild. „Sveitin er dásamleg, en hún kallar á sjálfsaga. Ég nýt þess að fá gesti og umgangast fólk. Þetta hefur verið mjög gaman og gengið vel og dýrmætt fyrir mig þegar hingað kemur fólk sem séð hefur eitt- hvað fallegt í fjarlægari landshlut- um og komið er úr Sveitabúðinni í Flóanum.“ - þlg Sveitin er dásamleg Heimtröðin að Tungu í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa, þar sem Sveitabúðin Sóley er til húsa. Sætur sveitaálfur með smáfugl á fæti brosir blíðlega mót gestum í einu horni Sveitabúðarinnar. Hér stendur húsfreyjan í Tungu, frú Sóley Andrésdóttir, við drekkhlaðið búðarborð eigulegra dýrgripa í Sveitabúðinni Sóley. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.