Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 40

Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 40
● fréttablaðið ● suðurland 22. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR4 Mikið vatnaveður hefur geisað á landinu undanfarið. Ljósmyndari Fréttablaðsins, Gunnar V. Andrésson, lét vonda veðrið ekki á sig fá á leið sinni um Suður- landið í vikunni og smellti myndum af áhugaverðum stöðum sem á leið hans urðu. Hér má sjá afraksturinn af þeirri ferð. Á Suðurlandi er láglendi mikið, grasi grónar flatir, mýr- lendi og móar. Landbúnaður er mikill enda kjöraðstæður til ræktunar og dýrahalds. Landsvæðið einkennist þó einnig af andstæðum því í fjarska minna fjöllin á allt aðra veröld. Þar bjóða snævi þaktir jöklar og tindar ferðalöngum upp á ýmsa skemmtun en einnig hættur. - sg Nú er úti veður vott Ölfusá er ógnvænleg að sjá í vatnavöxtum. Eldri borgarar á Selfossi létu vonda veðrið ekki á sig fá og skelltu sér í göngutúr út fyrir bæinn. Vatnavextir hafa verið miklir á Suðurlandi undanfarið. Hér sést vatnselgur á túnum. Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Kirkjan á Stokkseyri var byggð 1886 og er fimmta timburkirkjan í bænum, enda hefur kirkja verið á Stokkseyri frá fornöld. Börnin á Stokkseyri búa í návígi við náttúruna. Þessi komu við í fjör- unni á leiðinni heim úr skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Suðurlandsvegur er mörgum íbúum Suðurlandsins farartálmi á veturna en ötult starf er þó unnið við að greiða vegfarendum leið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.