Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 45

Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 45
ar eru aðsniðnar með litlum kraga eða Kínakraga, einlitar, röndótt- ar eða köflóttar og jafnvel með rennilásum, fyrir ermahnappa eða öðrum flottum smáatriðum. Vestin eru líka vinsæl, bæði jakkafata og prjóna. Hvað varðar skótískuna þá er ljóst að fallegir leðurskór klikka aldrei, hvort heldur leður-spariskór eða leður-strigaskór. Skór eins og Converse og Kawasaki verða svo pottþétt mjög áberandi hjá strák- um í sumar enda þægilegir og til í mörgum gerðum,“ segir Bjarki. Eru menn farnir að hugsa meira um útlitið? „Já, tvímælalaust. Öll þessi umræða, um metrómanninn og útlit síðustu ár, hefur klárlega síast inn hjá íslenskum karlmönn- um. Ekki endilega að allir hafi farið að vaxa sig, heldur frekar að menn spái meira í hvað það er sem þeir klæðast og hvern- ig það fer þeim. Menn voru gjarnan vanafastir í ákveðnum merkjum en eru í dag tilbúnir að prófa nýja hluti. Framboð á heims- þekktum vörumerkjum hefur líka aukist mikið hér á landi og er ekk- ert síðra en í stórborgum Evrópu þannig að úr nógu er að velja.“ Gunnlaugur Bjarki segir að svart- ur og hvítur verði áber- andi ásamt bláum tónum. „Inni á milli verða litir eins og gulur, bleikur, grænn og brúnn sýni- legir,“ segir hann. Hvaða flík getur gert kraftaverk? „Flott- ir frakkar eða jakkar geta gert krafta- verk og eru skyldu- eign fyrir alla karl- menn. Maður á raun aldrei of marga jakka og nauðsyn- legt að eiga nokkra til skiptanna. Aukahlut- ir eru líka eitthvað sem eru alltaf að verða mik- ilvægari og mik- ilvæg- ari fyrir karl- menn,“ segir hann og nefnir belti, trefla, klúta, töskur og skartgripi. Hvað ber að varast? „Þegar tískan er svona fjölbreytt hætt- ir kannski hinum ólíku stílum að blandast saman, stundum heppn- ast það og stundum ekki. Best er að reyna að hafa jafnvægi á útlitinu. Áberandi köflótt jakkaföt kalla á hlutlausa einlita skyrtu til dæmis.“ bergthora@365.is martamaria@365.is ralega ramma. Nú er landslagið t. Föstudagur fór á stúfana og ða sig. MORGUNMATURINN: Japanar hafa aðrar morgunverð- arvenjur en Vesturlandabúar. Þeir borða oftast misosúpu, hrísgrjón og grillaðan fisk. Ég hef ekki ennþá vanið mig á japanskan morgunmat en ég mæli með að fara á Tsuki- hi-fiskmarkaðinn við sólarupprás og borða ferskasta sushi sem þú getur nokkurs staðar fengið. SKYNDIBITINN: Japanar hafa tamið sér töluvert holl- ari matarvenjur. Hið týpíska hádegisverðarbox Japana, „Bento” er skyndibitinn sem ég mæli með. Í því eru hrís- grjón, fiskur og grænmeti en þetta fæst á hverju götuhorni. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Ég hef ekki enn farið út að borða gagngert með það í huga að hafa það rómantískt en þegar að því kemur ætti ég að hafa úr nógu að velja. Tókýó er matarhöfuðborg heimsins og státar af hvorki meira né minna en átta þriggja stjörnu Michelin-stöðum sem er meira en bæði París og New York. LÍKAMSRÆKTIN: Ég fjárfesti í klapphjóli sem er hægt að brjóta saman og taka með í Metro ef maður gefst upp. 10 mínútna hjólreiðatúr í og úr vinnu hefur því verið mín helsta líkamsrækt undanfarið. Annars mæli ég með því að fólk skelli sér á skíði því það tekur ekki nema klukkutíma með hraðlest. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Japanar búa til ótrúlega flotta hluti sem eru yfirleitt miklu minni og nettari en maður á að venjast frá Evrópu sökum plássleysis í japönskum íbúðum. Verslunin Idea Digital Code í Tokyo Midtown er til dæmis frábær. BARINN: Karaókíbarinn Zero er frábær. Japanar syngja ekki til að sýna sönghæfileika heldur til að sleppa fram af sér beislinu. Sviðið er útbúið allskonar „propsi“ svo sem hárkollum, plastgíturum og blómahálsfestum. Þegar gest- irnir hefja sönginn uppstrílaðir setur bareigandinn vind- og reykvélina í gang og lætur „confetti“ rigna yfir listamanninn við mikinn fögnuð viðstaddra. borgin mín ÁKI HARÐARSON ráðgjafi hjá The Boston Consulting Group í Tokyo TOKYO 22. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR • 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.