Fréttablaðið - 22.02.2008, Side 48

Fréttablaðið - 22.02.2008, Side 48
útlit smáatriðin skipta öllu máli Nú er hægt að framkvæma húðslípun á baðherberginu heima með lítilli fyr- irhöfn. Húðslípun gerir það að verk- um að húðin fær fallegri áferð, minnk- ar fínar línur og jafnar húðlitinn. Þetta endurnýjar húðina, örvar myndun nýrra húðfruma og hreinsar óhreinindi úr svitahol- um. Fullkomin lausn fyrir anna- samar konur. Sport Water frá Jil Sander er ómissandi í íþróttatöskuna. Það er þó ekki mælt með því að spreyja því á sig í stað þess að fara í sturtu eftir æfingar heldur spreyja því á sig á eftir sturtunni. Það er ávísun á vel lyktandi og góðan dag. FERSKLEIKI Í FLJÓTANDI FORMI Í vor- og sumar-línunni frá Chanel er hið sanna franska útlit áber- andi. Húðin á að vera skjannahvít og slétt, varirnar í rauð- um tónum og þykkur eye-liner undirstrik- ar frönsku stemning- una. Bláa naglalakk- ið gerir það að verk- um að útlitið verður ekki væmið heldur smart. Þeir sem héldu því fram að það væri dottið úr tísku höfðu greinilega rangt fyrir sér. Til að fá þessa fallegu hvítu áferð er nauðsynlegt að nota undirfarðann, Le Blanc De Chan- el. Hann virkar eins og uppspretta ljóssins, bætir áferð húðarinnar og gefur henni ljóma. Það er bæði hægt að setja undirfarðann undir meik- ið eða blanda honum saman við það og fá þannig aukinn ljóma. Til að kór- óna útlitið er púðrinu, Pöudre Christ- alline, dúmpað yfir andlitið. Það er hálf- glært og gefur húðinni eðlilegan blæ. Augnskuggapalletta sum- arsins er með óvenjulegri áferð, djúpir litir í bland við léttari liti sem glitra og svo kemur eye-linerinn ofan á til að gera útlitið fullkomið. Þær Chanel-skvísur sem ætla að taka útlit- ið alla leið þurfa að skipta brún- kukreminu út fyrir Le Blanc De Chanel og afpanta hið snarasta ferðina til Kanarí. HEIMASPA Á METTÍMA Modern friction frá Orgins Húðslípun á baðinu heima. Borði á 2-3 í viku á hreina og þurra húð. Nuddið inn í húð- ina í 30 sekúndur með hringlaga hreyfingum. Svo er hreinsað af með vatni. Dagkrem frá orgins Gott er nota kremið eftir að húðslípun hefur farið fram. Serum á húðina Berið það á andlitið en það nærir húðina og kemur í veg fyrir öldrun. Chanel leggur áherslu á hvítt andlit og tæra liti Chanel-skvísur vilja vera hvítar 1 2 3 1. Le Blanc De Chanel fær húðina til glóa af fegurð. 2. Döggblátt nagla- lakk er algerlega málið. Þessi litur er nr. 461. 3. Augnskuggapallí- ettan er í mildum litum og örlitlu glitri. 12 • FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.