Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 50

Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 50
15. FEBRÚAR Vaknaði af vondum draumi þegar vin- kona mín sendi mér sms um hádegis- biliði: „Vöxuð, plokkuð og til í slaginn.“ Rifjaðist skyndilega upp fyrir mér að ég var búin að lofa að hitta hana í mat og drykk á Hótel 101 um kvöldið. Út- litið var svart þar sem engar fegrunar- ráðstafanir höfðu verið gerðar kvöld- inu áður. Fékk þá snilldarhugmynd að skella mér í ljós sem ég hef ekki gert síðan ég fermdist. Það reyndist vera þrautin þyngri þar sem ljósastofur höf- uðborgarinnar virtust vera uppbókaðar, en nældi mér í tíma á endanum.Framan af kvöldi virtist þetta hafa verið snilldar- ráð þangað til ég varð skyndilega rauð eins og karfi. Maturinn var la la, vínið ágætt en svolítið dýrt og engir flottir gæjar á svæðinu þannig að við fórum yfir á Boston. Þar var aðeins flottara lið, tískublaðamaðurinn Anna Margrét Björnsson var á svæðinu ásamt stílistanum Agnieszku en því miður sá ég ekki fleiri þar sem rafmagnið fór af og því missti ég af öllum sætu gæjunum. 16. FEBRÚAR Lét vinkonu mína plata mig á Þorrablót Vesturports þar sem hún vildi endilega að ég hitti einhleyp- an vin hennar úr leik- arastéttinni. Ég hef ekkert á móti því að hitta skemmti- lega menn sem gætu reynst fjörugir á sviðinu og ákvað því að slá til. Eftir á að hyggja veit ég reyndar ekki alveg hversu góð hugmynd þetta var þar sem ég var hel-tönnuð eftir mistök gærdagsins. Allt kvöldið leið mér eins og Versló-stelpu sem villst hafði í MH-partí og ég hitti aldrei þennan vin vinkonu minnar sem hún vildi kynna mig fyrir. Þarna var samt allt þotulið leikarastéttarinnar; Balti, Ingvar E. Sigurðsson, Gísli Örn Garð- arsson Vesturportskóngur, Stefán Hall- ur Stefánsson og Ilmur Kristjánsdótt- ir. Hinn ofurfagri Gael García var held- ur ekki langt undan og virtist njóta sín. Bara ég hefði getað staðið við hliðina á honum allt kvöldið, þá hefði ég ekki litið út eins og illa grilluð Mallorka-týpa. Jæja, en maður fær víst ekki allar óskir sínar uppfylltar. Ég ákvað þó að gef- ast ekki upp og skellti mér á Apótekið þar sem ég fann mig aðeins betur. Þar var ofursminkan Elín Reynisdóttir og Hanna Stína innanhússarkitekt og Sveinn Andri Sveinsson stjörnu- lögfræðingur voru hress. Þar var líka nóg af uppgjafarplebbum sem halda að þeir séu hipp og kúl af því þeir voru einu sinni fasteignasalar. Fékk mér nokkra Breezera enda fór það litar- haftinu svo einstaklega vel. Fór síðan heim á skikkanlegum tíma og ákvað á leiðinni í leigu- bílnum að ég ætla aldrei aftur í ljós. Jóel Pálsson tónlistar- og athafnamaður. bland í gær og á morgun ... díana mist Barði er fæddur 10.09.1975. Sigríð- ur segir að hann sé óvenjulegur kar- akter. „Hann á eftir að setja heim- inn í regnbogans liti. Hann hefur óvenju fjölbreytt hugarflug á eftir að láta margan drauminn rætast. Hann hefur töfrandi aðdráttarafl svo konur falla flatar fyrir honum. Ástin blómstrar hjá honum um þessar mundir og eins og staðan er núna gengur allt upp hjá honum. 2008 gefur honum töluna 11 sem er mikil masterstala og gerir hann að sigurvegara. Hverjum sigri eiga þó eftir að fylgja einhverjir erfiðleik- ar. Að sjálfsögðu mun hann sigra Eurovisjón á morgun og lag hans mun vekja mikla eftirtekt víða um heim. Það eru mörg verkefni í fall- vatninu sem einnig eiga eftir að vekja mikla athygli. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Barði á eftir að dvelja mikið erlendis á þessu ári, þó aðallega við vinnu, það verð- ur ekki mikið frí. Hann er B týpa sem vinnur best í skorpuvinnu og þegar hann er í stuði,“ segir frú Klingenberg og bætir því við að Barði sé skapmikill og það geti fokið í tónlistarprinsinn en hann sé fljótur að jafna sig þótt hann geti verið langrækinn. KLINGENBERG SPÁIR Barði Jóhannsson Vinnur Eurovisjón á morgun Barði er ekki banginn maður Blessunarlega ekki hýr Hans er kominn stund og staður Sterkur Eurovisionfýr Það var alveg kominn tími á að hressa upp á kaffihúsið í Máli og menningu á Laugavegi. Á dögunum opnaði Te og kaffi kaffistofu í húsinu við mikinn fögnuð. Innréttingarnar eru stíl- hreinar og kökurnar eru yndislega girnilegar. TE OG KAFFI Í MÁLI OG MENNINGU „Íslenska sauðkind- in hélt þjóðinni á lífi öldum saman hér á hjara veraldar og á sannarlega skilið að við hneigjum okkur og tökum ofan þegar við mætum henni á förnum vegi.“ „Þetta píanó hefur fylgt mér frá æsku og við það hafa margar hugmyndir fæðst.“ „Ég er gjarnan með 2-3 ólík- ar bækur í gangi í einu á náttborð- inu sem ég les eftir nennu. Var að klára Svartfugl eftir Gunnar Gunn- arsson og Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson en ég er búinn að vera mik- ill aðdáandi Gyrðis frá því á mennta- skólaárum.“ „Gönguskórnir tengjast útileguslarki fjölskyld- unnar um landið sem er yfirleitt hápunktur sumarsins.“ „Þetta er verk eftir móður mína, Önnu Jóelsdóttur myndlistarmann en verkið var til sýnis á Museum of Contemporary Art í Chicago áður en hún gaf mér það og er í miklu uppá- haldi hjá mér.“ „Kaffikannan mín en hana nota ég dag- lega mér til upplyftingar.“ „Ég er löngu orðinn and- lega og lík- amlega háður því að blása í þetta járnrör og eigum við okkar stund saman daglega, og stundum oft á dag.“ „Mér þykir ógnar- vænt um lopapeys- urnar mínar og ég klappa þeim daglega en þessi peysa er frá Farmers Market.“ TOPP 10 „Þessi forláta hrúts- horn fékk ég að gjöf frá Denda bónda á Kóps- vatni.“ „Plötusafnið þarf varla að útskýra.“ Brautarholti 8, 105, Reykjavík • www.matarfi kn.is • s: 568 3868 • matarfi kn@matarfi kn.is 14 • FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.