Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2008, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 22.02.2008, Qupperneq 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Senn gengur í garð sá árstími þegar fjórtán ára þrautaganga margra foreldra er á enda og börn- in ganga í fullorðinna manna tölu. Ungviðinu er smalað í kirkju eins og lömbum til slátrunar, sem er í vissum skilningi viðeigandi líking því úr kirkjunni snúa engin lömb; aðeins spengilegar ær og graðir hrútar. Barndómnum er formlega lokið. HINUM nýfermdu eru aftur á móti veittar höfðinglegar móttökur í samfélag fullorðinna. Strax í kirkjunni er þeim boðið í glas í fyrsta sinn. Þau fá dýrar gjafir á borð við sjónvarp, hljómflutnings- tæki og einkatölvur, gjafir sem eiga það helst sameiginlegt að ýta undir sjálfstæði hins nýfullorðna og búa hann undir að yfirgefa hreiðrið. BESTU fermingargjafirnar eru þær sem gera ungmennununm kleift að dvelja langdvölum í her- bergi sínu án þess að hafa samneyti við annað heimilisfólk. Það sætir í rauninni furðu að næturgögn og örbylgjuofnar séu ekki orðin vin- sælar fermingargjafir; ef ekki væri fyrir salernisferðir og matartíma þyrfti hinn fermdi alls ekki að fara út úr herbergi sínu og gæti allt eins verið fluttur að heiman. Nú þarf bara að byrja að rukka hann um leigu og til verður fullveðja og nýtur þjóðfélagsþegn. (Athugið að þetta getur líka haft öfug áhrif; heyrst hefur af sprenglærðum lög- fræðingum sem flytja ekki að heiman fyrr en um miðjan fertugs- aldur.) EN rétt eins og fæðing hins full- orðna er ljúf og gnægtafull eru dauðateygjur barnsins sárar og auðmýkjandi. Til að minna þá upp- komnu á að það er ekki eftirsóknar- vert að vera barn er hinn pínlegi dauðdagi rammaður inn og hengdur upp á stofuvegg. Barndómur minn safnaðist til feðra sinna á sérlega raunalegan hátt. Í dökkbláum buxum, laxableikri skyrtu, dökk- grænum blazer-jakka, með skræp- ótt bindi, risastór gleraugu, skælt bros og hliðargreiðslu sem gerði hvaða skákmann sem er svalan í samanburði. FERMINGIN getur valdið sálræn- um áföllum. Það var til dæmis ekk- ert gefið að ég kæmist óskaddaður frá minni. Fyrir miskunnsemi og fyrirhyggju foreldra minna á ég hins vegar eldri systur sem fermd- ist árið 1987 – þegar helför tískunn- ar var í hámarki – í hvítri buxna- dragt með axlapúða og broddaklippt hár. Þeirri mótvægisaðgerð á ég sjálfsagt það að þakka að ég slapp svo til heill. Hver veit hvernig ann- ars hefði getað farið? Kannski sæti ég núna einhvers staðar úti í bæ í grænum blazer-jakka, með skræp- ótt bindi og hárið stífgreitt til hliðar. Að spila póker og bridds. Lömbin þagna Í dag er föstudagurinn 22. febrú- ar, 53. dagur ársins. 9.02 13.41 18.22 8.53 13.26 18.01 Ferðaskrifstofa Hótelið stendur við aðalgötuna í Selva, alveg í miðbænum, gegnt skíðakláfnum Champinoi. Glæsilegt hótel með öllum þægindum. Hótel fyrir fagurkera, sem vilja aðeins það besta. Verðdæmi: 119.900,-Verðdæmi: 69.900,- Pension Thaller stendur rétt hjá skíðalyftu og skíðaskóla. Skíðalyftan liggur upp á skíðasvæðið Sportwelt Amadé með aðgengi að 150 lyftum og 350 km af brekkum og brautum. Aðgangur að sundlaug og heilsulind er á Hotel Alpina. Austurríki og Ítalía hafa verið vinsælustu áfangastaðir skíðaunnenda undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Madonna di Campiglio er fallegt fjallaþorp á Ítalíu, með þægilegustu brekkurnar og frábæra aðstöðu fyrir snjóbrettafólk. Selva del Gardena er einn þekktasti skíðabær Ítalíu og jafnframt eitt besta skíðasvæði í heimi. Salzburger Sportwelt og Wagrain í Austurríki eru miðsvæðis á hinu stórkostlega og risastóra skíðasvæði Sportwelt Amadé. Skemmtu þér á skíðum í vetur! Pension Thaller (Wagrain) Hotel Aaritz (Selva Val Gardena) Skíðaveisla á Ítalíu og í Austurríki Vikuferð með morgunverði Á mann í tvíbýli m.v. brottför 8. mars 2008 Vikuferð með hálfu fæði Á mann í tvíbýli m.v. brottför 8. mars 2008 Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.