Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 2
2 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
Páll, eru þeir ekki ábyggilega
allir að sunnan?
„Við öflum fanga víða.“
Fyrstu fangarnir verða sendir í nýuppgert
Akureyrarfangelsi innan tíðar. Páll Winkel
er forstjóri Fangelsismálastofnunar.
STJÓRNMÁL Íslensk stjórnvöld hafa
ekki ákveðið hvort þau sniðgangi
Ólympíuleikana í Kína. Angela
Merkel Þýskalandskanslari og
fleiri þjóðarleiðtogar ætla ekki að
sækja leikana í mótmælaskyni við
ástand mannréttindamála í Kína.
„Mér finnst ekki tímabært að
kveða upp úr um það,“ svaraði
Geir Fréttablaðinu í gær.
„Ólympíu leikarnir snúast ekki um
pólitík og ég tel varhugavert að
blanda saman íþróttakappleikjum
og stjórnmálum.“
Menntamálaráðherrar Íslands
hafa sótt Ólympíuleika, síðast
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í
Aþenu 2004. - bþs
Geir H. Haarde um ÓL í Kína:
Leikarnir snúast
ekki um pólitík
noatun.is
LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ
Grísahnakki í
beikonmarineringu Þú sparar 600 kr.
1.298kr.kg.
Ljúffengt og gott
LÖGREGLUMÁL Eðlilegt er að almennt ríki jafnvægi við
ákvörðun fjárveitinga um stóra útgjaldaþætti ríkisins,
svo sem öryggis- og löggæslumál annars vegar og
heilbrigðis- og menntamál hins vegar.
Þetta segir Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála-
ráðherra. Hann bendir jafnframt á að fjárveitingar
ársins 2008 hafi verið ákveðnar í fjárlögum til allra
þessara málaflokka. Nú sé litið til árs 2009.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð-
inu, telur nauðsynlegt að til komi auknar fjárveitingar
til öryggis- og löggæslumála í landinu. Ella sé sá
árangur sem náðst hafi í hættu. Hann telur jafnframt
nauðsynlegt að þessi þáttur fái fjárveitingar til jafns
við mennta- og heilbrigðismál.
Formaður fjárlaganefndar Alþingis hefur boðað að
lögreglustjóri og fulltrúi dómsmálaráðuneytis verði
kallaðir á fund nefndarinnar til að fara yfir málið.
Ráðherra segir að af hálfu dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins verði áfram staðið á bak við gott starf
lögreglu og hún efld eins og kostur er.
„Ég fagna því, að hjá borgaryfirvöldum virðist
meiri áhugi en áður á því að taka á hinum skipulags-
legu og félagslegu þáttum, sem skipta ekki síður máli
í baráttu við ofbeldi en löggæsla og refsingar,“ segir
ráðherra. - jss
Björn Bjarnson dómsmálaráðherra um fjárveitingar til löggæslu í landinu:
Vill jafnvægi við ákvörðun
fjárveitinga til stórra þátta
LÖGREGLUMENN VIÐ STÖRF Dómsmálaráðherra segir lögregl-
una verða eflda áfram eins og kostur er.
KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld
hyggjast rétta yfir þátttakendum í
uppþotum í Lhasa og opna Tíbet á
ný fyrir ferðamönnum í maímán-
uði. Með þessu vill Kínastjórn
leggja að baki hið alþjóðlega upp-
nám sem uppþot Tíbeta og við-
brögð kínverskra yfirvalda við
þeim hefur valdið, með góðum
fyrirvara áður en Ólympíuleik-
arnir hefjast í Peking í ágúst.
Önnur héruð þar sem Tíbetar
eru fjölmennir munu hins vegar
vera áfram lokuð fyrir ferðamönn-
um. Þannig meinaði til að mynda
lögregla í Setsúan-héraði útlend-
ingum aðgang í gær. Einn lög-
reglufulltrúi sagði að eitt tiltekið
svæði, þar sem búddamunkar og
óbreyttir Tíbetar efndu til víð-
tækra mótmæla í síðasta mánuði,
yrði lokað fyrir útlendingum fram
yfir Ólympíuleikana.
Í opinberum áróðri stjórnvalda
er Dalai Lama og útlagastjórn
hans enn kennt um upptök uppþot-
anna sem hófust í Lhasa 14. mars.
Í stranglega ritskoðuðum frétta-
flutningi kínverskra fjölmiðla af
gangi mála í Tíbet er fullyrt að
ástandið sé að færast í samt horf.
Hu Jia, einn þekktasti kínverski
baráttumaðurinn fyrir auknum
lýðréttindum, var í gær dæmdur í
þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir
undirróðursstarfsemi. Stjórnvöld
beita því teygjanlega lagaákvæði
óspart gegn andófsmönnum. - aa
SPENNA Frá Tíbetabænum Xiahe í
Gansu-héraði í Vestur-Kína. Þótt opna
eigi Tíbet sjálft fyrir ferðafólki verða ýmis
héruð Tíbeta áfram lokuð útlendingum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kínastjórn hyggst opna Tíbet aftur fyrir ferðamönnum í maí:
Réttað yfir uppþotsmönnum
Létust í slysi á
Auðkúluheiði
Mennirnir sem fundust
látnir í skothúsi á Auðkúlu-
heiði í gær
hétu Flosi
Ólafsson
og Einar
Guðlaugs-
son.
Einar
var
fæddur
árið 1920.
Hann var
búsettur
að Húna-
braut 30 á Blönduósi. Einar
lætur eftir sig eiginkonu og
fjögur uppkomin börn.
Flosi var fæddur 1956.
Hann var til heimilis að
Jónsgeisla 1 í Reykjavík.
Flosi lætur eftir sig
sambýlis konu og tvo
uppkomna syni.
FLOSI ÓLAFSSON
FRÆÐI Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands,
telur brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar
prófessors, þar sem hann var dæmdur í Hæstarétti
fyrir brot á höfundarlögum, áfall fyrir skólann sem
hafi rýrt traust hans. Hún átelur vinnubrögð
Hannesar en háskólinn telur sig ekki hafa lagalegt
svigrúm til að áminna Hannes. Áminning hefði
réttlætt brottrekstur við endurtekið brot.
Kristín hefur ritað bréf til Hannesar þar sem fram
kemur að hún telji að staðfesting
Hæstaréttar á að við ritun fyrsta
bindis af ævisögu Halldórs Kiljan
Laxness hafi Hannes brotið gegn
höfundarrétti skáldsins sé áfall
fyrir Háskóla Íslands. Vinnubrögð
Hannesar hafi verið „ósæmileg og
ósamræmanleg þeim kröfum sem
Háskóli Íslands geri til akadem-
ískra starfsmanna sinna“.
Háskólinn telur sig þó ekki hafa
lagalegt svigrúm til að veita
Hannesi áminningu „með tilsvar-
andi réttaráhrifum“. Er þar átt við
að áminning hefði réttlætt uppsögn við endurtekið
brot gegn lögum um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. Háskólinn telur þó brot Hannesar verðskulda
áminningu, og ber þar fyrir sig álit lögfræðinga innan
sem utan skólans. Ástæðan fyrir því að skólinn telur
sig ekki geta áminnt Hannes er hversu langur tími er
liðinn frá því að brotið átti sér stað. Er þá til þess
tekið að siðanefnd skólans ákvað að fresta meðferð
málsins á sínum tíma á meðan fjallað væri um það
fyrir dómi.
Hannes Hólmsteinn segir það ekki hafa verið
ásetning sinn að brjóta lög. „Ég ætla að gefa fyrsta
bindið út aftur í ljósi dómsins og gagnrýni sem bókin
hefur fengið. Mistök eru til að læra af þeim en ekki
afneita þeim. Mér finnst mjög miður ef ég hef rýrt
traust skólans og mun vinna að því að endurvinna það.“
Spurður hvort honum finnist eðlilegt að hann sitji
áfram sem prófessor við skólann í ljósi dómsins og
ávirðinga rektors segir Hannes að það sé annarra að
meta það. „En það er augljóst að sumum öðrum finnst
það ekki eðlilegt. Þá er spurningin sú hvort það sé
vegna þess að þeir leggja á mig hatur eða þeir hinir
sömu haldnir pólitísku ofstæki og þetta komi dómnum
ekkert við.“
Guðný Halldórsdóttir, dóttir skáldsins, segir
niðurstöðu rektors „kómíska“. „Þetta er fordæmisgef-
andi fyrir skólann; sérstaklega fyrir nemendur.
Skólann setur niður og trúverðugleiki hans hefur
borið hnekki.“
Ekki náðist samband við rektor við vinnslu
fréttarinnar. svavar@frettabladid.is
Áfall fyrir Háskólann
sem rýrir traust hans
Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Laxness
er áfall fyrir Háskóla Íslands, að mati rektors. Hún telur traust skólans hafa beð-
ið hnekki. Hannes mun gefa bókina út aftur og taka tillit til gagnrýni á hana.
KRISTÍN
INGÓLFSDÓTTIR
HÁSKÓLI ÍSLANDS Í bréfi rektors til fjölskyldu Halldórs Laxness
harmar hún að starfandi prófessor við skólann skuli hafa
brotið gegn höfundarrétti skáldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hannes Hólmsteinn var
dæmdur í Hæstarétti 13.
mars til að greiða Auði
Sveinsdóttur, ekkju Halldórs
Kiljan Laxness, 1,5 milljónir
króna í skaðabætur, vegna
brota á 56. grein höfundar-
laga. Þótti Hannes hafa
brotið gegn höfundarlögum
101 sinni við ritun bókarinn-
ar Halldór, sem samsvaraði
rúmlega 210 blaðsíðum úr
verkum skáldsins.
ÚR DÓMI HÆSTARÉTTAR
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON
VIÐSKIPTI Álag á skuldabréfa-
útgáfu stóru viðskiptabankanna
lækkar enn í tilboðum miðlara á
millabankamörkuðum. Í fyrra-
dag varð metlækkun á einum
degi.
Miðað við kjörin sem í boði
voru hjá Credit Suisse við lok
viðskipta í gær höfðu Kaupþing
og Glitnir lækkað um 75 punkta
(0,75 prósentustig) frá deginum
áður og Landsbankinn um 100
punkta. Álagið var því 875
punktar á skuldabréf Glitnis, 850
punktar á Kaupþing og 675
punktar á bréf Landsbankans.
Skuldatryggingarálag er
viðbót í prósentustigum ofan á
millibankavexti og endurspeglar
mat á hættu tengdri rekstri
banka. - óká
Skuldatryggingarálag:
Kjör bankanna
smábatna enn
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
Suðurnesjum lagði í fyrrakvöld
hald á 117 kannabisplöntur við
húsleit í húsi á Suðurnesjum.
Karlmaður á fimmtugsaldri var
handtekinn og yfirheyrður í
tengslum við málið.
Plönturnar voru í skúr við
hliðina á húsinu, þar sem
maðurinn hafði komið sér upp
öllum tækjum og tólum til
ræktunarinnar. Plönturnar voru í
blóma og tilbúnar til niðurskurð-
ar og vinnslu. Þær hefðu gefið
umtalsvert magn fíkniefna.
Maðurinn sem um ræðir hefur
gerst brotlegur við fíkniefnalög-
gjöfina áður. Rannsókn málsins
stendur enn, en hún mun vera vel
á veg komin. - jss
Lögreglan á Suðurnesjum:
Tók 117 kanna-
bisplöntur
KANNABISPLÖNTUR Kannabisræktunin
var í blóma.
Ölvaðir utan vegar
Þrír karlmenn gistu fangageymslur
lögreglunnar á Selfossi eftir að lög-
regla kom að þeim dauðadrukknum
í bíl sem hafnað hafði utan vegar um
hádegisbil í gær. Mennirnir gátu ekki
sagt hvor þeirra hefði ekið bílnum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Helga RE sjósett
Nýtt skip fyrir Ingimund hf. í Reykjavík
var sjósett í Ching Fu-skipasmíða-
stöðinni á Taívan í gær, að því er fram
kemur í nýjustu Fiskifréttum. Skipið
mun fá nafnið Helga RE og koma
í stað skips með sama nafni sem
útgerðin seldi til Skinneyjar-Þinganess
árið 2005 og heitir nú Steinunn SF.
SJÁVARÚTVEGUR
SPURNING DAGSINS