Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 22
22 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Mislæg gatnamót
Kannanir sýna að flestir
borgarbúar vilja mislæg
gatnamót á mótum Miklu-
brautar og Kringlumýrar-
brautar. Borgaryfirvöld
hafa kynnt útfærslu á
mislægum gatnamótum á
tveimur hæðum, en íbúa-
samtök hafa lýst því yfir að
þau vilji mislæg gatnamót
neðanjarðar.
Gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar var breytt
árið 2005, þau voru breikkuð og
beygjuljós fyrir allar stefnur
tekin í notkun. Þeim sem reglu-
lega eiga leið um Miklubrautina
dylst þó ekki að þótt ástandið á
þessum gatnamótum sé mun betra
en áður hefur vandamálið í raun
færst til, oft ekki lengra en á
næstu gatnamót.
Borgaryfirvöld hafa kynnt
viðamiklar framkvæmdir á
Miklubraut og Kringlumýrar-
braut sem ætlað er að bregðast
við stóraukinni umferð.
Hugmyndin er ekki fastmótuð,
en hún verður kynnt íbúum á
opnum borgarafundi á næstunni.
Áætlað er að gera þriggja hæða
mislæg gatnamót á mótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar.
Kringlumýrarbraut verður grafin
niður um allt að tíu metra og verð-
ur í lokuðum stokki, sem ná mun
suður fyrir Listabraut.
Miklabraut verður grafin niður
á um fjögurra metra dýpi og verð-
ur í lokuðum stokki milli Stakka-
hlíðar og Lönguhlíðar, og hægt að
lengja stokkinn að Rauðarárstíg.
Efst verður hringtorg, 2,5 metr-
um yfir núverandi hæð lands.
Kostnaður við gatnamótin er
sagður verða 12,2 milljarðar
króna. Samkvæmt upplýsingum
frá Íbúasamtökum 3. hverfis er
þó talið að hann verði um fjórtán
milljarðar.
Áætlanir borgaryfirvalda
gera ráð fyrir því að mat á
umhverfisáhrifum verði unnið í
ár og fram á næsta ár, en undir-
búningur og hönnun fari fram á
árunum 2009-2011. Framkvæmd-
ir við fyrsta áfanga, breytingar
á Kringlu mýrar braut og gatna-
mót við Miklubraut, gætu hafist
á næsta ári. Verklok á síðasta
áfanga gætu verið árið 2014.
Markmiðin með framkvæmd-
unum eru að bæta umferðarflæði
um svæðið og minnka tafir. Þær
eiga að bæta umferðaröryggi og
samgöngur gangandi og hjólandi
vegfarenda. Þá eiga framkvæmd-
irnar að minnka hávaða og meng-
un frá umferðinni.
Áform borgar verði endurskoðuð
Íbúasamtök 3. hverfis hafa mót-
mælt fyrirhuguðum framkvæmd-
um. Forsvarsmaður samtakanna
hefur meðal annars óskað eftir
því að þær verði endurskoðaðar
frá grunni með hagsmuni íbúa að
leiðarljósi. Íbúasamtökin benda á
að meðalhraði á Miklubraut við
Stakkahlíð milli klukkan 7 og 19 á
daginn er 59 kílómetrar á klukku-
stund, rétt við hámarkshraða
brautarinnar. Því sé spurning
hversu hratt þurfi að komast í
gegnum íbúðahverfið.
Einnig er bent á að framkvæmd-
ir á gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar árið 2005
hafi fækkað alvarlegum slysum.
Þá hafi dregið verulega úr kostn-
aði vegna minni óhappa. Slysa-
kostnaður á gatnamótunum á síð-
asta ári hafi verið tæp þrettán
prósent af því sem hann hafi verið
árið 2002.
Gangandi taka á sig krók
Íbúasamtökin segja einnig frá-
leitt að samgöngur gangandi og
hjólandi batni. Þeir þurfi að fara
upp á göngubrýr eða niður í undir-
göng til að komast yfir flókin
gatnamótin. Þá þurfi þeir sem leið
eigi meðfram Kringlumýrarbraut
að taka á sig nokkurn krók til
austurs eða vesturs til að halda
leið sinni áfram.
Verkfræðingar á vegum borgar-
yfirvalda halda því fram að íbúar
muni eftir breytingarnar finna
minna fyrir hljóðmengun og loft-
mengun. Þessu eru íbúarnir ósam-
mála, og segja forsendur útreikn-
inga borgarinnar ekki standast.
Til að mynda sé hvorki reiknað
með bleytu og nagladekkjum, sem
auki hávaða frá umferðinni
umtalsvert, né aukinni umferð.
Tekist á um útfærsluna
EFTIR Gatnamótin eins og þau gætu litið út eftir framkvæmdir, séð frá norðaustri.
Hringtorgið efst á þriggja hæða mislægum gatnamótum verður í um 2,5 metra hæð.
FYRIR Gatnamótin eins og þau líta út í dag, séð frá göngustíg norðaustan við
gatnamótin.
EFTIR Gatnamótin eins og þau gætu litið út eftir framkvæmdir. Miklabrautin yrði
um fjórum metrum undir núverandi yfirborði og Kringlumýrarbraut allt að tíu
metrum undir yfirborðinu.
FYRIR Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eins og þau eru í dag, séð
frá Húsi verslunarinnar, suðaustan við gatnamótin.
FRÉTTASKÝRING
BRJÁNN JÓNASSON
brjann@frettabladid.is
BRETLAND, AP Metstraumur inn-
flytjenda til Bretlands hefur fært
bresku hagkerfi lítinn sem engan
efnahagslegan ávinning. Þetta
kemur fram í niðurstöðum nýrrar
skýrslu sem unnin var fyrir
lávarðadeild breska þingsins.
Þessi niðurstaða er þvert á það
sem talsmenn bresku ríkis-
stjórnarinnar hafa haldið fram.
Viðbrögð Gordons Brown for-
sætisráðherra við skýrslunni
voru reyndar þau að ítreka þá
fullyrðingu að breskt efnahagslíf
hefði notið góðs af innstreymi
fólks til landsins undanfarinn
áratug.
Efnahagsmálanefnd lávarða-
deildarinnar kallaði eftir því að
nýjar hömlur verði settar við
þeim fjölda fólks sem hleypt er
inn í landið árlega. Nettóaðflutn-
ingur fólks til Bretlands, það er
aðfluttir umfram brottflutta,
hefur vaxið úr innan við 100.000
manns á fyrstu árum tíunda ára-
tugarins í yfir 300.000 árið 2006,
að því er greint er frá í skýrsl-
unni.
Skýrslan hefur hleypt af stað á
ný umræðu um kosti og galla þess
að halda landinu opnu fyrir
straumi innflytjenda frá ríkjun-
um í Mið- og Austur-Evrópu sem
gengu í Evrópusambandið árið
2004, fyrst og fremst Póllandi. - aa
DEILT UM ÁVINNING Rúmenar í biðröð eftir áritun til að flytjast til Bretlands. Mikill
straumur fólks hefur legið frá nýju ESB-ríkjunum til Bretlands síðustu ár.
NORDICPHOTOS/AFP
Ný skýrsla lávarðadeildar breska þingsins um áhrif innflytjendastraums:
Enginn hagrænn ávinningur
af metstraumi innflytjenda