Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 34
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Bergþóra Magnúsdóttir
bergthora@365.is
Forsíðumynd Stefán Karlsson
Útlitshönnun
Arnór Bogason og
Kristín Agnarsdóttir
Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir
gunnyg@365.is sími 512 5462
Föstudagur Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
FÖSTUDAGUR
fréttir
Veitingastaðurinn Óliver opnar aftur í dag eftir breytingar og
er kominn aftur í hendurnar á Arnari Þór Gíslasyni og félaga
hans sem opnuðu staðinn á sínum tíma. „Það er mjög gott að
vera kominn aftur heim. Það er eiginlega eins og Óliver hafi
farið í átta mánuða frí og sé kominn endurnærður til baka.
Við ætlum að hefja Óliver upp á ákveðið plan og hann verður
bara betri og sterkari en nokkru sinni áður,“ segir Arnar Þór,
einn af eigendum staðarins. Nú er búið að hressa upp á útlitið
á staðnum, mála í dekkri litum, setja ný húsgögn en ein mesta
breytingin verður að eldhúsið verður opið til eitt á næturnar.
Arnar segir að þetta sé liður í því að vera í takt við tímann.
„Fólk er að fara í leikhús, á tónleika og fleiri viðburði sem eru
oft og tíðum búnir rétt fyrir miðnætti. Þá hefur verið erfitt að
fá að borða,“ segir Arnar og tekur það fram að á nýja matseðl-
inum á Óliver séu hundrað réttir, frá Asíu, Indlandi og einnig
tapasréttir. Þá er boðið upp á tuttugu tegundir af hamborgur-
um og aragrúa af heilsuréttum. „Allir réttirnir eru á innan við
2.000 krónur og því má segja að þetta sé hálfgerður kreppu-
matseðill,“ segir Arnar og bætir því við að það sé alltaf frítt
inn þótt þeir verði með tónleika og aðra viðburði. Þegar hann
er spurður út í tónlistina vill hann lítið segja. Fólk verði bara
að koma og upplifa stemninguna.
- mmj
ÓLIVER OPNAR AFTUR EFTIR BREYTINGAR
Eldhúsið opið fram yfir miðnætti
Það er mikill öldugangur í kringum at-
hafnakonuna Lilju Pálmadóttur en Páll
Ragnarsson, tannlæknir á Sauðárkróki,
segist eiga einn fjórða af jörð henn-
ar Hofi á Höfðaströnd sem er um 400
hektarar. Jörðin hefur verið töluvert í
umræðunni en Lilja fluttist búferlum
í sveitina fyrir nokkrum árum til að
fá frið frá miðborgarerlinum og til að
sinna hestamennskunni en hún hefur
verið í námi við háskólann á Hólum í
Hjaltadal. Nú segist Páll vera með veð-
bókarvottorð í höndunum sem sanni
það að hann eigi einn fjórða af jörð-
inni. Margir myndu halda að Páll væri
að falast eftir peningum en svo er ekki
þar sem hann neitar að selja Lilju þenn-
an fjórðung og málið því komið í alger-
an rembihnút. Þegar Föstudagur hafði
samband við Pál vildi hann ekkert tjá
sig um málið.
Slegist um Hof á Höfðaströnd
FO
S
TU
D
A
G
U
R
/S
TE
FÁ
N
S
pútnikhjónin Jón Arnar Guðbrandsson
og Ingibjörg Þorvaldsdóttir oft kennd
við Habitat hafa verið iðin við að skipta
um húsnæði síðustu árin. Þau komust
í fréttirnar í fyrra þegar þau seldu glæsivillu
sína að Eikarási í Garðabæ en hana keyptu þau
þegar þau voru í miðju kafi að gera upp hús
í Smáíbúðahverfinu. Þegar þau seldu Eikar-
ásinn keyptu þau annað hús í hverfinu að Furu-
ási sem nú er komið á sölu. Jón Arnar segir
að þau hafi keypt húsið til að búa í því meðan
þau væru að byggja draumahúsið að Tjarnar-
brekku á Álftanesi. Nú er það hús, sem er tilbú-
ið til innréttinga, komið á sölu. „Við erum allt-
af að kaupa og selja,“ segir Jón Arnar þegar
hann er spurður út í þetta. Hann segir að þau
hafi í millitíðinni fundið annað hús sem þau
langi meira í. „Við erum þó ekki búin að
kaupa neitt. Núna er kaupendamarkaður
þannig að maður kaupir ekkert fyrr en
maður er búinn að selja. Við þurfum
að fara að finna okkur framtíðarhús-
næði og ákveða hvar við ætlum að
búa því í maí mun enn einn strák-
urinn koma í heiminn og þá er
betra að vera búinn að taka
stórar ákvarðanir,“ segir hann
og hlær. Þegar hann er spurð-
ur að því hvort það sé farið að
kreppa að segir hann svo ekki
vera. Þetta sé fyrst og fremst
áhugamál hjá þeim að skipta
um húsnæði. Þessa dagana
vinna þau hörðum höndum að
því að flytja Habitat-verslun-
ina í Holtagarða. „Það
er allt á suðupunkti
og mikil stemn-
ing og ekki mikið
sofið þessa dag-
ana,“ segir Jón
Arnar en versl-
unin á að opna
formlega um
miðjan apríl og
því naumur tími
til stefnu.
martamaria@365.is
Ingibjörg og Jón Arnar eru með tvær villur á sölu á tæplega 200 milljónir
Leita að framtíðarhúsnæði
Tjarnarbrekka 12 á Álftanesi er föl fyrir 70 milljónir en
það er tæplega 300 fermetrar. Húsið er tilbúið til inn-
réttinga en þegar þau byggðu það var það algerlega
draumahúsið. Nú eru þau búin að finna annað hús
sem þeim líst best á.
Fu
er
„Í kvöld bregð ég mér í hlutverk tólf ára stelpu
í leikritinu Engisprettur sem sýnt er í Þjóð-
leikhúsinu en í sýningunni fer ég meðal
annars í táskó og dansa það sem ég kalla
Svanasúludansinn. Á laugardagskvöld
ætla ég að sjá verk Hugleiks Dagssonar,
Baðstofuna, og kíkja í innflutningspartí
til vinar míns. Ég mun síðan alveg pott-
þétt fara í Vesturbæjarlaugina en hún er
í miklu uppáhaldi hjá mér sérstaklega
þegar að sólin tekur að skína.“
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ
GERA UM HELGINA?
Þóra Karitas Árnadóttir leikkona
ARNARNESIÐ Í
HÆSTU HÆÐUM
Eftir að sjónvarpsþáttaröðin Hæðin
fór í loftið nú á dögunum hefur
eftirspurnin eftir íbúðum á Arnarnes-
hæðinni rokið upp úr öllu valdi. Áður
en þáttaröðin hóf göngu sína var
eftirspurnin eftir húsnæði á þessu
svæði lítil en svo virðist sem vera
sem „Hæðin“ hafi lyft hverfinu upp í
hæstu hæðir. Það er nú mál manna
að verð á fasteignum þar muni rjúka
upp úr öllu valdi
og hverfið
verða hið nýja
Skuggahverfi.
SLAPPAR AF Á
TAÍLANDI
Ragnar Magnússon sem komst í
fréttirnar þegar kviknaði í bílaflota
hans í vogunum hefur ekki áhyggjur
af lífinu en hann dvelur þessa dag-
ana í Taílandi þar sem hann lætur
fara vel um sig. Hann neyddist til að
láta fyrri eigendur ólivers hafa stað-
inn til baka þegar hann gat ekki
borgað lokagreiðluna. Ekki fylgir
sögunni hvað
Ragnar ætlar
að dvelja lengi
í Taílandi en
sögusagn-
ir herma að
hann sé þó
ekki flutt-
ur búferlum til
Austurlanda.
Jón Arnar og Ingibjörg
Furuás 6 í Garðabæ er falt fyrir 100
milljónir en það er 310 fermetrar.
FR
É
TT
A
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
2 • FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008