Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 46

Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 46
● fréttablaðið ● ráðstefnur og hvataferðir 4. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR6 Á ráðstefnum og fundum er oft mikið upplýsinga- flæði og því getur verið gott að hafa meðferðis tæki, tól og hluti sem hjálpa til við að halda utan um það mikilvægasta. Far- og lófatölvur af ýmsu tagi hafa notið vinsælda en þær geta geymt mikið magn upplýsinga, hvort sem um er að ræða hljóðupptökur, glósur, minnispunkta eða annað. Skrifblokkin stendur þó líka fyrir sínu og ýmsar lausnir eru til sem halda utan um og skipuleggja dreifibréf og pappírsgögn af ýmsu tagi. Aðalatriðin á einum stað MacBook Air er þynnsta fartölvan á markaðnum. Hún er 1,94 sentímetrar þar sem hún er þykkust. Hún vegur aðeins 1,36 kíló og hentar því einstak- lega vel á ferða- lögum. Tölvan er sérstaklega hljóðlát og kemst hæglega fyrir í handfar- angrinum. Fæst í Apple-búð- inni. Verð frá 219.990 krónum. iPod touch heldur meðal annars utan um upptökur og minnispunkta. Með því að nota VNotes- forrit og hljóðnema má breyta iPod í upptökutæki. Þá er hægt að hlusta á fyrirlestra og fundi í iTunes í tölvunni eða beint úr iPodinum sjálfum. Eins er hægt að setja inn skriflega minnispunkta og aðrar upplýs- ingar. Verð frá 36.900 kr. í Apple-búðinni. Tölvutaska með roði. Taskan hentar vel fyrir 15,4 tommu tölvur eða minni. Hún getur einnig nýst sem veski eða skjalataska. Gott pláss er fyrir skjöl og rafmagnssnúru en auk þess eru vasar úr roði fyrir peningaveski, síma, nafnspjöld og penna. Hönnuður: Fjóla María Ágústsdóttir. Fæst í Apple-búðinni á 45.900 krónur. Áherslu- pennar með merkiflipum til að merkja mikilvægar síður. Ætti að tryggja að aðalatrið- unum verði haldið til haga. Fæst í Eymunds- son á 360 krónur. Upplýsingaflæði er oft mikið á fundum og ráðstefnum og því gott að hafa meðferðis tæki og tól til að halda utan um það helsta. Skipulagsmappa með skrifblokk og hólfum fyrir blöð, penna, nafnspjöld og fleira. Tilvalin til að halda utan um minnis- punkta, dreifibréf og aðrar upplýsingar. Fyrir skipulags- óða. Merkipíl- ur til að setja inn í bækur og bæklinga á mikilvæg- um stöðum. Fæst í Eymunds- son. Verð 300 krónur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.