Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 68
4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
30. mars - uppselt
3. april
4. april
10. april
11. april
17. april
18. april
23. april
24. april
FÖSTUD. 4. APRÍL KL. 20 OG
LAUG. 5. APRÍL KL. 16 OG KL. 20
SÖKNUÐUR - TÓNLEIKAR Í MINNINGU
VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR.
UPPSELT!
SUNNUD. 6. APRÍL KL. 20
TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR
MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR OG
HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR.
FRUMRAUN Í TÍBRÁ!
ÞRIÐJUD. 8. APRÍL KL. 20
SÖNGUR, FIÐLA, PÍANÓ
BRAGI BERGÞÓRSSON, ELFA RÚN OG
KRISTINN ÖRN KRISTINSSON.
TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS!
MIÐVIKUD. 9. APRÍL KL. 20
KLARINETT OG PÍANÓ
VÍÐIR SMÁRI PETERSEN.
BURTFARARPRÓF FRÁ TR!
FIMMTUD. 10. APRÍL KL. 20
SÖNGTÓNLEIKAR
HÖRN HRAFNSDÓTTIR OG
ANTONÍA HEVESI.
Bráðfyndið og
ágengt gamanleikrit
Engisprettur
e. Biljana Srbljanovic
sýn. fös. 4/4 örfá sæti laus
Vígaguðinn
e. Yasminu Reza
sýn. sun. 6/4
Baðstofan e. Hugleik Dagsson
Sýningum að ljúka
sýn. fös. 4/4
Skoppa og Skrítla í söng-leik
e. Hrefnu Hallgrímsdóttur
Uppselt á fyrstu tíu sýningarnar!
„Þau eru frábær, öll fjögur…
Þetta er hörkugóð sýning...!“
Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
„Þetta var ekki hefðbundin
kvöldvaka.“ Elísabet Brekkan,
FBL, 13/2.
*****PBB FBL, 29/3
Sá ljóti
e. Marius von Mayenburg
Frumsýn. lau. 5/4 uppselt
Hárbeitt verk í hrárri sýningu
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Leikfélag Reykjavíkur
frumsýnir annað kvöld á
Litla sviði Borgarleikhúss-
ins nýtt danskt leikverk:
Gítarleikarana eftir Line
Knutzon í leikstjórn Hilmis
Snæs Guðnasonar. Þegar
er uppselt á fyrstu fimm
sýningar verksins.
Verkið, sem mætti kalla hlýlegan
gamanleik með lifandi tónlist,
fjallar um fjórar manneskjur sem
koma saman til að votta nýlátnum
trúbador virðingu sína.
Trúbadorinn John Hansen er
fallinn frá. Andlát hans er svip-
legt og kemur brauðrist þar nokk-
uð við sögu. Hansen hefur um
árabil verið virtur tónlistarmaður
í Danmörku, sent frá sér fjölda
laga sem hafa öðlast miklar vin-
sældir, eins og Hvar er kveikjar-
inn minn, Ríka svínið skal láta
lífið I og Ríka svínið skal láta lífið
II, Átta kaldir öllarar, Ég er með
krabba, Sokkinn í skuld og fleiri
stórfín lög sem aðdáendur hans
kunna afturábak og áfram. Hans
er því sárt saknað. Að lokinni
jarðarför Hansens hittast fjórir
aðdáendur fyrir utan hús hins
látna til að æfa saman minningar-
dagskrá með lögum eftir hann.
Æfingin fer á annan veg en til
stóð en það kemur þó ekki í veg
fyrir að trúbadorarnir fjórir láti
slag standa.
„Line Knutzon hefur einstakt
lag á að gæða hversdagslegar
samræður persóna sinna fínlegri
kímni, en varpa um leið fram til-
vistarlegum spurningum með
einfaldleika sínum,“ segir í frétta-
tilkynningu Leikfélagsins.
Knutzon er talin eitt merkileg-
asta og frumlegasta leikskáld
Dana á okkar tímum. Skemmst er
að minnast uppsetningar LR á
verki hennar Fyrst er að fæðast
fyrir nokkrum árum.
Þá eru leikararnir í sviðsetn-
ingu Hilmis ekki af verri endan-
um: Jóhann Sigurðarson og Hanna
María Karlsdóttir hafa verið í
fremstu línu leikara síns aldurs-
hóps um árabil, en hér reynir á
kunna sönghæfileika þeirra. Hall-
dór Gylfason þekkja allir en færri
kannast við Aðalbjörg Þóru Árna-
dóttur en hún hefur verið iðin á
sviðum Borgarleikhússins í vetur.
Hún tók þátt í uppsetningu á verki
Anthony Neilson, Lík í óskilum, á
Litla sviðinu fyrr í vetur auk þess
sem hún túlkar Lóru í ævintýrinu
vinsæla um spýtustrákinn Gosa í
leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar.
Hljóð sér Guðmundur H. Viðars-
son um, leikgervi gerir Elín Gísla-
dóttir, Halldór Örn Óskarsson
lýsir leikmynd Helgu I. Stefáns-
dóttur sem sér einnig um bún-
inga, en þýðandi er Sigurður Hró-
arsson. Nýja tónlist og texta vann
Björn Jörundur Friðbjörnsson að
ósk leikstjórans. - pbb
Gömlu lög John Hansen
LEIKLIST Fríður hópur í góðum gervum. MYND/LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR/SIGFÚS
Í gær var frumsýnt nýtt íslensk
leikrit í Kúlunni, leikhússal Þjóð-
leikhússins, fyrir börn á öllum
aldri. Reyndar eru aðalpersónur
verksins gamlir kunningjar
barna og foreldra. Skoppa og
Skrýtla hafa verið á ferðinni
reglulega um nokkurra ára skeið,
en þær snúa nú aftur í nýrri leik-
sýningu.
Leiksýning þeim helguð naut
mikilla vinsælda á síðasta ári í
Þjóðleikhúsinu og var tilnefnd til
Grímuverðlauna sem besta
barnasýning ársins. Þær stöllur
Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda
Ásgeirsdóttir fóru víðar með sýn-
inguna: Evrópa, Ameríka og Afr-
íka nutu heimsókna þeirra. Time
Out í New York valdi gestasýn-
ingu þeirra eina athyglisverðustu
barnasýningu ársins þar í borg.
Í sýningunni, sem frumsýnd
var í gær, fá þær Skoppa og
Skrýtla liðsauka en sex ungir
dansarar slást í hópinn sem fer
víða um lönd og höf. Þær eru
aldrei kyrrar. Verða margar per-
sónur á vegi þeirra en sýningin
er ætluð ungum áhorfendum og
hugsuð sem kennsla í því að í
leikhúsi getur allt gerst.
Þórhallur Sigurðsson setur
verkið á svið en höfundurinn er
Hrefna Hallgrímsdóttir, búninga
gerir Katrín Þorvaldsdóttir og
tónlist er eftir Hall Ingólfsson.
Sýningar verða áfram í Kúlunni
en fara örugglega á kreik fyrst
þær stöllur ráða ferðinni. - pbb
Skellibjöllur fara á kreik
LEIKLIST Skoppa
og Skrýtla í
góðum gír.