Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 75

Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 75
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2008 43 49 DAGAR TIL STEFNU Bretar trúa ekki á lagið sitt Eins og vanalega eru fréttir af „veðbönkunum“ fastur liður í umfjölluninni um Eurovision. Bretar veðja um allt milli himins og jarðar, þar á meðal úrslit söngvakeppninnar. Fulltrúi þeirra í ár, sorptæknirinn Andy Abraham sem syngur léttpopp- aða sálarlagið „Even If“ og er þekktastur fyrir að hafa lent í öðru sæti í X-factor árið 2005, er ekki talinn eiga mikla möguleika, því í augnablikinu eru líkurnar á að hann sigri aðeins 1 á móti 66. Bretar telja mun líklegra að breska lagið fari illa út úr þessu. Líkurnar eru 1 á móti 6 að það fái ekkert stig og 4 á móti 6 að það reki lestina. Samkvæmt nýjustu tölum veð- banka sigrar rússneski hjarta- knúsarinn Dima Bilan, en fulltrú- ar Serba, Íra, Armena og Úkraínu manna komu næstir. Ísland er fyrir ofan meðallag með vinningshlutfallið 1 á móti 33, en neðst komast þjóðir í 1 á móti 150. Við þurfum annars engar áhyggjur að hafa af þessu því í ljósi sögunnar vitum við að þess- ir veðbankar hafa oftast rangt fyrir sér. BRETAR HALDA AÐ HANN EIGI ENGAN SÉNS Andy Abraham fær lítinn stuðn- ing landa sinna. Led ekki í tónleikaferð SLASH Slash, gítarleikari Velvet Revol- ver og fyrrverandi liðsmað- ur Guns N´Roses, er góður vinur Jimmys Page. Talið er að rapparinnn Jay-Z fái í sinn hlut um ellefu milljarða króna ef samningur hans við tónleikahaldarann Live Nation verður að veruleika. Samningur- inn felur í sér að fyrirtækið annast allt sem viðkemur tónlist rapparans næstu tíu árin. Talið er að Jay-Z fái tæpa tvo milljarða í fyrirframgreiðslu, auk um 750 milljóna fyrir fram fyrir hverja af að minnsta kosti næstu þremur plötum og um tveggja milljarða vegna væntanlegra tónleikaferða. Live Nation mun leggja fjóra milljarða í fyrirtæki rapparans, Roc Nation, sem mun hafa undir sínum hatti plötuútgáfu og fleiri verkefni. „Ég er orðinn Rolling Stones hip-hopsins,“ sagði Jay-Z í viðtali við The Times. Hann ætlar sér að yfirgefa plötufyrirtækið Def Jam vegna samningsins en þarf þó að ljúka við eina plötu til að uppfylla samning sinn þar. Hann var forstjóri fyrirtækisins í þrjú ár þar til í desember síðastliðnum. Jay-Z með risasamning JAY-Z Rapparinn Jay-Z ætlar að skrifa undir milljarða samning við Live Nation. Comme des Garçons verður næsta stóra nafn úr tískuheim- inum til þess að vinna með risan- um H&M. Fyrirtækið fylgir þannig í fótspor Karls Lager- feld, Stellu McCartney, Viktors & Rolfs og Robertos Cavalli, sem öll hafa hannað línu fyrir tísku- húsið, eins og poppstjörnurnar Madonna og Kylie Minogue hafa einnig gert. Comme des Garçons þykir þó vera nokkuð framúrstefnulegra merki en flest ofannefndra og því gæti orðið forvitnilegt að sjá hvernig því tekst að framleiða flíkur sem henta viðskiptavin- um H&M. Rei Kawakubo, eig- andi og stofnandi Comme des Garçons, segir samstarfið fela í sér heilmikla áskorun. „Ég hef alltaf haft áhuga á jafnvæginu á milli sköpunarinnar og viðskipt- anna. Þetta er vandamál, þó að sköpunin hafi alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér. Það er mikil áskor- un að vinna með H&M, þar sem það býður upp á möguleika til að takast á við þetta vandamál og reyna að leysa það,“ segir hún. Lína Comme des Garcons fyrir H&M kemur fyrst í versl- anir í Tókýó, en áætlað er að það verði í nóvember næstkomandi. Comme des Gar- çons með H&M Slash, gítarleikari Velvet Revolver, segir ólíklegt að hljómsveitin Led Zeppelin ætli í tónleikaferð um heiminn. „Það lítur ekki út fyrir að tónleikaferðin verði að veruleika á næstunni,“ sagði Slash, sem er góður vinur Jimmys Page, gítarleikara Zeppelin. Bætti hann því við að fregnir um að Velvet Revolver ætlaði að hita upp fyrir Zeppelin ættu ekki við rök að styðjast. Slash sagðist einnig hafa verið frekar pirraður eftir að hann missti af endurkomutónleikum Zeppelin í London í desember í fyrra vegna tónleika sinna í Ástralíu. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! ,,Ég skemmti mér konunglega á myndinni” Ásgeir Jónsson - DV Stefán Birgir Stefánsson - SBS.is sem óhætt er að skella gæðastimpilinn á.” ,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum Sæbjörn Valdimarsson - Morgunblaðið ,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla...” ,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana.” Páll Baldvin Baldvinsson - Fréttablaðið Sigurjón M. Egilsson - Mannlíf REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.