Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 80
48 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR sport@fretta- Sturla Ásgeirsson er á sínu fjórða tímabili með Århus GF í dönsku deildinni í handbolta en er að hugsa sér til hreyfings næsta sumar. „Ég kom til Århus GF eftir tímabilið 2003-2004 hjá ÍR og gerði þá tveggja ára samning sem ég framlengdi svo um tvö ár og sá samningur er að renna út næsta sumar. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu til þessa og bætt mig mikið sem handboltamaður en mér finnst bara vera kominn tími til þess að breyta aðeins um umhverfi og reyna að ná aðeins lengra í handboltanum,“ sagði Sturla, sem myndi helst vilja vera áfram í Danmörku en útilokar ekki neitt í þeim efnum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir um mig búnar að berast og ég er með umboðsmann sem er að vinna í þeim málum. Ég væri alveg til í að vera áfram í Danmörku eða á Norður löndunum en Þýskaland heillar líka og þar er besta umgjörðin, bestu leikmenn- irnir og mesta stemningin og áhorfendurnir,“ sagði Sturla, sem stefnir á að klára tímabilið í Danmörku með stæl. „Það eru tveir leikir eftir í deildinni og svo hefst úrslita- keppnin. Það væri óneitanlega gaman að kveðja félagið með titli og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði,“ sagði Sturla, sem var á dögunum valinn í fyrsta æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar, nýráðins landsliðsþjálfara. „Það er náttúrlega mikill heiður og frábært að fá tækifæri til þess að sanna sig á þeim vettvangi og vonandi kemst maður eitthvað lengra þar enda gríðarlega spennandi verkefni fram undan á þeim bænum,“ sagði Sturla, sem viðurkennir að hugur- inn leiti stundum heim til Íslands. „Ég hugsa að maður endi ferilinn með ÍR þegar maður hættir þessu brölti erlendis. Það er alla vega stefnan hjá nokkrum gömlum ÍR-ingum að taka síðustu árin í boltanum í Breiðholtinu og það væri náttúrlega draumurinn,“ sagði Sturla að lokum. HANDKNATTLEIKSKAPPINN STURLA ÁSGEIRSSON: LÍKLEGA Á FÖRUM FRÁ ÅRHUS GF EFTIR FJÖGUR FARSÆL ÁR Vill reyna að ná enn lengra í handboltanum FÓTBOLTI Hinn nítján ára gamli Arnór Smárason hefur verið fasta- maður í leikmannahópi Heeren- veen undanfarið og er við það að framlengja samning sinn við hol- lenska félagið til ársins 2011. Skagamaðurinn efnilegi hefur hægt og rólega unnið sig upp hjá Heerenveen síðan hann kom til Hollands árið 2004 en hann skrif- aði undir atvinnumannasamning við félagið í júlí í fyrra. Arnór hefur síðan þá verið lykilmaður með varaliði Heerenveen þar sem hann gegnir fyrirliðastöðu og hefur skorað grimmt og er mark- hæsti leikmaður liðsins á þessari leiktíð. Upp á síðkastið hefur hann svo verið í leikmannahópi aðal- liðsins og komið einu sinni við sögu í leik með aðalliðinu í vetur. „Ég er mjög sáttur með gang mála hjá Heerenveen og lít á það sem stóran plús að fá tækifæri með aðalliði á þessu tímabili. Ég hef tekið miklum framförum síðan ég kom til félagsins á sínum tíma og finn það að ég er enn að bæta minn leik,“ sagði Arnór, sem von- ast til þess að fá frekari tækifæri með aðalliðinu á lokasprettinum í deildinni. Tilbúinn ef kallið kemur „Heerenveen er sem stendur í fimmta sæti hollensku deildarinn- ar en liðin sem lenda í 2-5. sæti fari í umspil um eitt sæti í undan- keppni Meistaradeildarinnar næsta haust og það er því að miklu að keppa þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Ég vonast náttúr- lega alltaf til þess að fá að spila en verð að vera þolinmóður og tilbú- inn ef kallið kemur. Heerenveen er einmitt þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum snemma tæki- færi með aðalliðinu og það eru margir ungir og efnilegir leik- menn hjá félaginu núna sem hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir spilamennsku sína. Michael Bradley og Miralem Sulejmani eru til að mynda báðir í kringum tvítugt og eru frábærir leikmenn en Sulejmani var orðaður við Chel- sea á dögunum. Það man í raun enginn lengur eftir markahrókn- um Afonso Alves sem var marka- hæstur á síðustu leiktíð og yfirgaf félagið í janúar og fór til Middles- brough í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arnór, sem er augljóslega spenntur fyrir framtíð sinni hjá félaginu. „Það er frábært að finna það að forráðamenn félagsins virðast hafa trú á mér og ætla mér fram- tíð hjá félaginu. Það stóð til að þeir myndu nýta sér klausu í samningi mínum um framlengingu um eitt ár en nú vilja þeir brjóta það upp og hafa boðið mér nýjan þriggja ára samning til ársins 2011. Ég er ekki búinn að skrifa undir neitt og er að fara yfir þetta þessa dagana en samkomulag er búið að nást um öll stærstu atriðin,“ sagði Arnór ánægður. omar@frettabladid.is Er stöðugt að bæta mig Arnór Smárason mun að öllu óbreyttu skrifa undir nýjan samning við Heeren- veen sem gildir til ársins 2011 og er spenntur fyrir framtíð sinni hjá félaginu. EFNILEGUR Arnór Smárason hefur vakið verðskuldaða athygli hjá Heerenveen og er við það að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Á myndinni er hann í leik með U-21 árs landsliði Íslands á móti Belgíu. NORDIC PHOTOS/AFP > Kristján valinn besti þjálfarinn Kristján Andrésson hefur verið valinn þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta en hann náði mjög góðum árangri með Guif í vetur þrátt fyrir að liðið hafi misst marga lykilmenn fyrir tímabillið. Kristján var yngsti þjálfari deildarinnar og undir hans stjórn komst Guif inn í úrslitakeppnina eftir að hafa verið spáð falli. Þriggja manna dómnefnd af handboltaspekingum völdu Kristján besta þjálfarann og hann fær verð- launin afhent á sérstakri upp- skeruhátið sænsku deildarinnar 1. maí næstkomandi. KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitil- inn í þrettánda sinn þegar liðið fær KR í heimsókn í Toyota-höll- ina í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík hefur unnið alla 17 heimaleiki vetrarins og síðustu þrettán leiki sína í deild og úrslitakeppni og geta náð sögu- legum áfanga með sigri í kvöld. Þá yrðu þær fyrsta kvennaliðið til þess að klára úrslitakeppni 6-0 síðan keppnisfyrirkomu- laginu var breytt. Kesha Watson hjá Keflavík er með besta framlagið úr fyrstu tveimur leikjunum en hún hefur skorað 21,5 stig, tekið 9,0 fráköst og gefið 9,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Keflvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir getur orðið Íslandsmeistari þriðja árið í röð en hún vann titilinn með Haukum síðustu tvö ár. Pálína átti sannkallaðan stórleik í síðasta leik þar sem hún tók af skarið í sókninni og spilaði stærsta hlutverkið í að halda Hildi Sigurðar- dóttur í tuttugu prósenta skotnýtingu og þvinga hana til þess að tapa átta boltum. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir er fyrirliði Kefla- víkur og hún hefur farið fyrir bekk Keflavíkurliðsins sem á mikinn þátt í að liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina. Keflavík hefur fengið 47 stig af bekknum á móti aðeins 4 stigum hjá KR og Ingibjörg Elva hefur skorað 29 af þessum stigum. Hún er með 14,5 stig að meðaltali á aðeins 25,5 mínútum auk þess sem hún hefur nýtt 61,1 prósent skota sinna og tekið 5,0 fráköst í leik. KR-ingurinn Candace Futrell hefur verið atkvæðamikil og sem dæmi tekið 60 skot á þeim 79 mínútum sem hún hefur spilað. Hún hefur aftur á móti aðeins hitt úr 35,6 prósentum tveggja stiga skota og farið illa með mörg góð færi inni í teig. Félagi hennar, Sigrún Ámunda- dóttir, hefur haldið uppteknum hætti frá því í tveimur síðustu leikjunum á móti Grindavík, hún er með 13,0 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum. - óój Keflavíkurkonur geta orðið Íslandsmeistarar í þrettánda sinn vinni þær KR í kvöld: Fullkomna þær úrslitakeppnina? 29 STIG AF BEKKNUM Ingibjörg Elva Vil- bergsdóttir hefur leikið vel í fyrstu tveimur leikjunum á móti KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Meiðsli Nemanja Vidic sem hann hlaut í leik gegn Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag reyndust ekki jafn alveg og haldið var í fyrstu. „Eftir skoðun á hnénu komu engin alvarleg meiðsli í ljós og hann ætti að vera leikfær eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði talsmaður United. - óþ Talsmaður Man. Utd: Meiðsli Vidic ekki alvarleg SÁRÞJÁÐUR Vidic steig illa til jarðar eftir einvígi. NORDIC PHOTOS/GETTY Föstudagur 4. apríl: 19:00 - 22:00 Frjálsar íþróttir Salur B (Frjálsíþróttahöll) Laugardagur 5. apríl: 09:30 FARARSTJÓRAFUNDUR Salur A (Laugardalshöll) Laugardagur 5. apríl: 10:00 – 16:00 Borðtennis opnir og lokaðir fl okkar ÍFR hús Laugardagur 5. apríl: 10:00 - 20:00 Undanúrslit í boccia, úrslit rennu- og BC fl okkur Salur A (Laugardalshöll) Laugardagur 5. apríl: 13:00 - 13:30 Mótssetning Salur A (Laugardalshöll) Laugardagur 5. apríl: 14:00 Lyftingar Salur 1 (Laugardalshöll) Laugardagur 5. apríl: 16:00 - 18:00 Bogfi mi fyrri hluti ÍFR hús Sunnudagur 6. apríl: 11:00 - 15:00 Úrslit í boccia Salur A (Laugardalshöll) Sunnudagur 6. apríl: 13:00 - 16:00 Bogfi mi seinni hluti ÍFR hús Íslandsmót ÍF 4. – 6. apríl 2008 - Boccia - Bogfi mi - Borðtennis - Frjálsar íþróttir - Lyftingar - OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 4. apríl FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN- HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Veiðistaðalýsing frá Leirvogsá – Viðar Jónsson ::: Jökla, Fögruhlíðará og Kaldá – Þröstur Elliðason ::: Risarnir í Rússlandi – Yokonga – Valli veiðimaður ::: Árshátið SVFR 2008 – kynning á veiðiferð ársins ::: Myndagetraun ::: Happahylurinn – stútfullur í boði Ellingsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.