Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 82

Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 82
50 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið hefur bætt við tveim leikjum og 15 þúsund punda sekt ofan á eins leiks bann sem Javier Mascherano fékk er hann var rekinn af velli í stórleiknum gegn Manchester United um páskana. Hann hefur þegar tekið út einn leik af banninu, gegn Everton, og verður ekki með gegn Arsenal um næstu helgi, sem og gegn Blackburn viku síðar. Mascherano fór mikinn eftir að hann fékk rauða spjaldið og neitaði að yfirgefa völlinn. Hann linnti ekki látum fyrr en stjóri Liverpool, Rafa Benitez, talaði um fyrir honum. Það var ekki bara enska knattspyrnusambandið sem refsaði Mascherano fyrir hegðun sína því Liverpool sektaði hann um tveggja vikna laun. - hbg Javier Mascherano: Fékk þriggja leikja bann JAVIER MASCHERANO Verður í fríi næstu vikur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Iceland Express-deild karla: KR-ÍR 74-93 Stig KR: Avi Fogel 25, Joshua Helm 21 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 9, JJ Sola 8, Helgi Már Magnússon 4, Skarphéðinn Ingason 3, Darri Hilmarsson 3, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1. Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 29, Tahirou Sani 19 (11 frák.), Nate Brown 13 (8 frák., 6 stoðs.), Sveinbjörn Claessen 13, Eiríkur Önundarson 11, Ólafur Jón Sigurðsson 8. Grindavík-Skallagrímur 93-78 Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 32, Páll Axel Vilbergsson 23, Helgi Jónas Guðfinsson 12, Jamaal Williams 10, Adama Darboe 9 (9 stoðs.), Páll Kristinsson 4, Igor Beljanski 3. Stig Skallagríms: Darrel Flake 25 (14 frák.), Milojica Zekovic 23, Allan Fall 11, Florian Miftari 8, Axel Kárason 5, Pálmi Sævarsson 3, Pétur Sigurðsson 2, Sigurður Þórarinsson 1. N1-deild kvenna: Fram-Fylkir 31-20 UEFA-bikarinn: B. Leverkusen-Zenit St. Petersburg 1-4 Kiessling - Arshavin, Pogrebnyak, Anyukov, Denisov. Bayern Munchen-Getafe 1-1 Toni - Contra. Fiorentina-PSV Eindhoven 1-1 Mutu - Koevermans. Rangers-Sporting Lissabon 0-0 ÚRSLIT HANDBOLTI Framstúlkur stigu enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeist- aratitlinum í gær með öruggum sigri á Fylki, 31-20, í Safamýri. Fram er eftir sigurinn komið með ansi marga putta á bikarinn. Liðið hefur fimm stiga forystu á toppnum og á aðeins eftir að spila þrjá leiki í deildinni. Fram er með 37 stig eftir 21 leik en Valur kemur næst með 32 stig eftir 20 leiki. Stjarnan er síðan með 31 stig eftir 19 leiki. - hbg N1-deild kvenna: Fimm stiga for- ysta hjá Fram NÁLGAST TITILINN Karen Knútsdóttir og félagar í Fram stigu enn eitt skrefið að titlinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Það var gríðarleg spenna í Röstinni í kvöld er Grindavík mætti Skallagrími í oddaviðureign úrslitakeppni Ice- land Express-deildar karla. Grindavík var mun sterkari aðil- inn í leiknum og sigraði 93-78 og mætir Snæfelli í undanúrslitum. Grindavík byrjaði leikinn mun betur en Skallagrímur og virkuðu gestirnir mjög taugaveiklaðir. Mörg skot fóru í súginn hjá Skalla- grími á meðan allt virtist ganga upp hjá Grindavík. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-15. Annar leikhluti var allt annar af hálfu Skallagríms. Leikmenn liðsins öðl- uðust mun meira sjálfstraust og gerðu þá hluti sem var lagt upp með frá upphafi. Grindvíkingar voru þó ekkert á því að hleypa Sköllunum of nálægt sér. Staðan í hálfleik var 45-31 fyrir Grindavík og annar leikhluti hnífjafn enda fór hann 16-16. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleik með flugeldasýningu og voru komnir með 53-33 forskot eftir aðeins rúmlega tvær mínút- ur og tóku Skallarnir umsvifalaust leikhlé. Leikhléð gerði ekkert fyrir Skallagrímsmenn því munurinn hélst áfram mikill. Það benti nákvæmlega ekkert til þess að sigur Grindavíkur yrði í hættu eftir þrjá leikhluta. En Skallagrímsmenn sýndu mikinn karakter í þeim síðasta og náðu að minnka muninn í 6 stig, 73-67, þegar fimm mínútur voru til leiks- loka og mikil spenna hlaupin í leik- inn. Grindavík bætti aðeins í og þökk sé rándýrum þristum frá Þorleifi Ólafssyni og Páli Axel var munurinn skyndilega kominn í 15 stig á ný. Öruggur sigur heima- manna var því í höfn, 93-78, og mætir Grindavík því Snæfelli í undanúrslitum. „,Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við settum leikinn upp með það að stjórna hraðanum. Liðs- heildin kom sterk upp og það er einmitt það sem við þurfum,“ sagði Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson, sem átti stórleik. „Það verður gaman að mæta Snæfelli, sem fer reyndar ekki í úrslit því við verðum þar.“ Kenneth Webb, þjálfari Skalla- gríms, var svekktur eftir leik. „Þeir áttu alltaf leikmenn í þessari seríu sem skoruðu 30 stig og meira og það taldi ansi mikið fyrir þá. Þeir voru betri en við og óska ég þeim til hamingju með sigurinn,“ sagði Webb. - höþ Þorleifur Ólafsson var brattur eftir sigur Grindavíkur á Skallagrími, 93-78, í oddaleik í Röstinni: Snæfell mun ekki komast í úrslitarimmuna STÓRLEIKUR Þorleifur Ólafsson fór á kostum í liði Grindavíkur í Röst- inni í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR KÖRFUBOLTI ÍR-ingar urðu fyrsta liðið í átta ár til þess að slá ríkj- andi meistara út úr átta liða úrslit- um og gerðu það með stæl. ÍR- ingar unnu 19 stiga sigur á KR, 74-93, á þeirra eigin heimavelli, voru yfir allan tímann og leiddu mest með 26 stigum. ÍR skoraði átta fyrstu stig leiksins og það var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi enda raðaði liðið niður þristum og endaði með því að hitta úr 12 af 21 skoti sínu fyrir utan. „Þetta var frábært kvöld fyrir ÍR. Við lögðum allt í þennan leik og uppskárum eftir því. Ég hef bara eitt að segja við KR: Ég sagði ykkur þetta,“ sagði Nate Brown, sem hafði upplifað það tvö ár í röð að detta út fyrir KR-ingum í DHL- Höllinni. „Við erum miklu betri en árangurinn okkur í deildinni sýnir. KR er með gott lið en betra liðið vann í dag. Þetta var einn besti leikur ÍR hvað varðar andlegu hliðina en ég tel að ÍR eigi eftir að sýna hvað í liðinu býr og við eigum enn eftir að spila okkar besta körfubolta,“ sagði Nate Brown, sem lék vel eins og fyrr í seríunni og endaði með 13 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Besti maður vallarins var þó ÍR-ingurinn Hreggviður Magnús- son, sem talaði um það eftir fyrsta leikinn að ÍR væri með töluvert betra lið. „Ég stóð við mín stóru orð. Við vitum alveg hvað býr í þessu liði, við erum með gríðarlega öflugt varnarlið og erum síðan með fimm leikmenn sem á hverjum degi geta skorað 20 stig. Við töp- uðum leiknum á mánudaginn og þeir unnu hann ekki. Við komum hingað brjálaðir eftir að hafa tapað þeim leik og brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir KR-ingunum í fyrra og sýndum þeim í heimana tvo,“ sagði ÍR-ingurinn Hreggvið- ur Magnússon en Keflvíkingar, næstu mótherjar ÍR, hafa vænt- anlega horft á leikinn. „Það ætti hvaða lið sem er að vera hrætt við okkur í dag. Við erum að spila okkar besta körfubolta og erum með alveg ofboðslega gott lið,“ sagði Hreggviður. „Ég óska KR- ingum gleðilegs sumars,“ sagði Hreggviður að lokum en hann hann var með 29 stig og hitti úr 11 af 16 skotum sínum í gær. Auk Nate og Hreggviðs átti Sveinbjörn Claessen frábæran leik líkt og þeir Ólafur Jónas Sig- urðsson, Eiríkur Önundarson og Tahirou Sani. Allt liðið var að spila frábærlega og Íslandsmeistarar KR-inga áttu engin svör. Avi Fogel og Joshuga Helm voru að reyna en íslensku leikmenn liðsins brugðust alveg, skiluðu aðeins 20 stigum og hittu aðeins úr 7 af 33 skotum sínum. „Vörnin okkar var ekki eins skelfileg eins og hún lítur út fyrir að vera því þeir hittu með mann í andlitinu hvað eftir annað en sóknar lega vorum við algjörlega geldir og erum búnir að vera það alla seríuna. Ég hef ekki náð nógu miklu út úr þessum hópi því það eru þrír til fjórir lykilmenn sem ég hef engu náð út úr í þessarri seríu. Mér hefur algjörlega mis- tekist að „mótivera“ liðið fyrir þennan leik og er ósáttur við bæði sjálfan mig og liðið. Þetta skrifast algjörlega á mig,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, og um mótherja sína sagði hann: „ÍR- ingar geta farið eins langt og þeir vilja og ef þeir spila eins og þeir gerðu í dag geta þeir þess vegna farið alla leið.“ Það er ekki hægt annað en að taka undir þessi orð en það verða Keflvíkingar sem fá það erfiða verkefni að hægja á ÍR-liðinu og það er ljóst að Breiðholtsliðið er enginn óskamótherji í úrslita- keppninni. ooj@frettabladid.is Hreggviður stóð við stóru orðin ÍR-ingar rassskelltu Íslandsmeistara KR og sendu þá í sumarfrí með sannfærandi 19 stiga sigri í DHL-höll- inni í gærkvöldi. Hreggviður Magnússon átti stórleik í liði ÍR og stóð svo sannarlega við stóru orðin. SUNGIÐ OG TRALLAÐ Stuðningsmenn ÍR létu vel í sér heyra er þeir öttu kappi við „Miðjuna“ í stúkunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SKREFI Á EFTIR Brynjar Björnsson og félagar voru alltaf skrefi á eftir ÍR-ingum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STÓR OG STERKUR Hreggviður Magnússon hefur talað digurbarkalega í kringum leiki KR og ÍR. Hann stóð við stóru orðin í gær er hann fór á kostum og sá svo ástæðu til þess að fara úr að ofan eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.