Fréttablaðið - 29.08.2008, Side 10

Fréttablaðið - 29.08.2008, Side 10
10 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR TAÍLAND, AP Þúsundir mótmælenda í Taílandi hafa hafst við fyrir utan forsætisráðuneyti landsins síðan á þriðjudag og krefjast þess að forsætisráðherrann, Samak Sund- aravej, víki úr embætti. Sundaravej er sakaður um að ganga erinda fyrrverandi forsæt- isráðherra, Thaksin Shinawatra, sem hrökklaðist frá völdum árið 2006 og hefur síðan verið í sjálf- skipaðri útlegð í Bretlandi. Dómstóll kvað á miðvikudag upp þann úrskurð að aðgerðir mótmælendanna væru ólöglegar, en stjórnin hefur til þessa ekki kosið að fara í hart og látið lög- regluna rýma svæðið fyrir utan forsætisráðuneytið. Chamlung Srimuang, einn af leiðtogum Lýð- ræðisbandalagsins, sem stendur fyrir mótmælunum, segir ekkert athugavert við aðgerðirnar. „Við erum að mótmæla vegna þess að stjórnin hefur gert of mörg mistök og hefur engan rétt til að stjórna landinu,“ sagði hann. Allt að þrjátíu þúsund mótmæl- endur voru á staðnum á þriðju- dag, þegar fjölmennast var. Í gær voru um fimm þúsund manns inni á lóð ráðuneytisins og annað eins fyrir utan hlið lóðarinnar. Samak segir mótmælendurna reyna að ögra her landsins til að gera stjórnarbyltingu á ný eins og árið 2006. - gb Þúsundir mótmælenda dvelja dag og nótt fyrir utan forsætisráðuneyti Taílands: Krefjast þess að Samak víki úr embætti FLEIRI BÆTAST Í HÓPINN Mótmælend- um hefur fækkað yfir daginn, meðan fólk er í vinnu, en fjölgar síðan aftur seinni partinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝFÆDDUR Í ÁSTRALÍU Górillan Mouilla í dýragarði í Sydney í Ástralíu virðist bara nokkuð stolt þegar hún sýnir glápandi mannfólki nýfæddan son sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Hörð barátta er fram undan um öruggt sæti á fram- boðslista norska Verkamanna- flokksins í Osló fyrir þing- kosningarnar í september á næsta ári. Um leið blandast inn í þetta baráttan um það hver tekur við formennsku í flokknum þegar Jens Stoltenberg hættir, að sögn norska ríkisútvarpins NRK. Stefnt er að því að listi verði ákveðinn 9. september og er talað um að fjögur efstu sætin sé örugg þingsæti, tvö sæti falli í hlut karla og tvö í hlut kvenna. Öll sæti eru þegar skipuð og er því Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, í vanda. Ef hann nær öruggu sæti styrkir það möguleika hans á að taka við for- mennsku í flokknum í fram- tíðinni. Og ef Verkamanna- flokkurinn tapar kosningunum á næsta ári þá eru meiri líkur á því að á næsta kjörtímabili verði skipt um formann. Bjarne Håkon Hanssen heil- brigðisráðherra er einn af þrem- ur sem kæmu til greina í for- mannsembættið eftir Stoltenberg en hann hefur lýst yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs, Þá eru bara eftir tveir, Jonas Gahr Støre og þingmaðurinn Trond Giske, og milli þeirra stendur baráttan í haust og næstu misseri. Mikil umskipti eru fyrirsjáan- leg á norska stórþinginu í þing- kosningunum haustið 2009. Marg- ir reyndir þingmenn hafa lýst yfir að þeir hyggist draga sig í hlé. Áætlað er að um þriðjungur norskra þingmanna snúi sér að öðrum störfum. - ghs JONAS GAHR STØRE Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra vill styrkja sig í norska verkamannaflokknum: Berst fyrir öruggu framboði LÖGREGLUMÁL 61 ökumaður ók of hratt um Arnarbakka í Breiðholti á einni klukkustund í gærdag. Lögregla fylgdist með ökutækj- um sem var ekið í vesturátt að Dvergabakka eftir hádegi. Á einni klukkustund keyrðu 123 ökutæki um Arnarbakkann, og því var helmingur allra ökutækja yfir leyfilegum hraða. Ökumennirnir sem gerðust brotlegir óku að meðaltali á 48 kílómetra hraða, en leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem ók hraðast mældist á 70 kílómetra hraða. - þeb Hraðamælingar í Breiðholti: Helmingur keyrði of hratt REYKJAVÍK Samfylking og VG spurðu Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra um veiðiferð í Miðfjarðará á borgarráðsfundi í gær. Umrædd ferð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þá borgarstjóra, Björns Inga Hrafnssonar, þá formanns borgarráðs, og Hauks Leóssonar, þá stjórnarformanns Orkuveitu, hefur komist í hámæli, sérstak- lega í ljósi þess að um dýra á er að ræða og Baugur átti veiðileyf- in. Fjármálastjóri Baugs, Stefán Hilmarsson, var með í för. Hanna var spurð hvort hún hafi látið kanna málavexti þessa og hvernig hún bregðist við, varði málið reglur borgarinnar. - kóþ Borgarráð Reykjavíkur: Hanna Birna spurð um lax

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.