Fréttablaðið - 29.08.2008, Qupperneq 20
20 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 156
4.233 -0,24% Velta: 854 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,68 -0,15% ... Atorka 5,04
+0,00% ... Bakkavör 26,45 -1,31% ... Eimskipafélagið 14,20 -1,73%
... Exista 7,80 +1,43% ... Glitnir 15,35 +0,33% ... Icelandair Group
20,10 +1,26% ... Kaupþing 710,00 -0,42% ... Landsbankinn 24,00
+0,00% ... Marel 85,80 -0,46% ... SPRON 3,50 -2,78% ... Straumur-
Burðarás 9,27 -1,07% ... Össur 90,80 +0,00%
MESTA HÆKKUN
FØROYA BANKI +4,61%
EXISTA +1,43%
ICELANDAIR +1,26%
MESTA LÆKKUN
SPRON -2,78%
EIMSKIPAF. -1,73%
BAKKAVÖR -1,31%
„Reksturinn er í gangi og verður
það áfram,“ segir Arnþór Jón
Egilsson, sem hefur haft rekstur
veitingastaðarins og blómastöðv-
arinnar Eden í Hveragerði með
höndum.
Eden ehf., sem áður sá um rekst-
urinn, hefur verið tekið til gjald-
þrotaskipta. Sparisjóður Suður-
lands leysti fasteignir félagsins til
sín á nauðungaruppboði í sumar.
Ólafur Elíasson sparisjóðsstjóri
segir að eignin sé í leigu hjá nýjum
aðilum en sparisjóðurinn hafi
fengið tilboð um að selja eignina.
„Þetta er menningarstofnun,“
segir hann, „og við höfum heyrt í
bæjaryfirvöldum um að varðveita
ímynd þessarar starfsemi.“
Arnþór Jón segir að vel hafi
gengið í sumar og hann sé bjart-
sýnn á framhaldið. - ikh
Eden enn í rekstri
Niðurgreiðslur á olíu dýrar
Samkvæmt skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar
birtu á þriðjudag eyða þjóðir heimsins 300
milljörðum dollara á ári í að niðurgreiða verð
á olíu, kolum og jarðgasi. Mörg fátækari lönd
Asíu og Afríku eyða meiru í að niðurgreiða
orkuverð en þau leggja til heilbrigð-
ismála eða menntunar. Mestar eru
niðurgreiðslurnar í Rússlandi, 40
milljarðar á ári, en fast á hæla
Rússa koma Íranir, Kínverjar og
Sádi-Arabar.
Duldar niðurgreiðslur eru þó enn
meiri, en í fyrra áætlaði Cato-stofn-
unin að óbeinn kostnaður banda-
rískra skattgreiðenda af ýmsum nið-
urgreiðslum til olíufyrirtækja hefðu
verið á bilinu 78 til 158 milljarða
dollarar á ári. Er þá talið með hern-
aðarstuðningur við olíuframleiðend-
ur í Mið-Austurlöndum og Afríku.
Gróðurhúsaáhrif og niðurgreiðslur
Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er staðhæft
að niðurgreiðslurnar, sem eru réttlættar sem
stuðningur við fátæka neytendur, gagnist yfirleitt
hinum efnameiri sem nota meira af orku og
hafa efni á að kaupa bíla. Það sem verra
er, þær ýti undir olíunotkun, tefji
þróun umhverfisvænni orkugjafa
og séu alvarlegur dragbítur á
hagvöxt.
Sameinuðu þjóðirnar telja
að niðurgreiðslur á olíu, gas- og
kolanotkun kosti um 0,7 prósent
af landsframleiðslu heimsins.
Til samanburðar má nefna að
Sameinuðu þjóðirnar telja að
það myndi kosta 1 prósent af
landsframleiðslu heimsins að
ná yfirlýstum markmiðum um
samdrátt í útblæstri gróðurhúsa-
lofttegundna fyrir árið 2050.
Peningaskápurinn …
„Verðbólgan ein og sér
eykur skuldirnar þótt ekki
væri annað. Svo hefur
gengið lækkað líka,“ segir
Ásgeir Jónsson, forstöðu-
maður Greiningardeildar
Kaupþings.
Samkvæmt tölum Seðla-
bankans jukust heildar-
skuldir íslenskra heimila
við bankana um fjórtán
milljarða króna í síðasta mánuði.
Heildarskuldin nemur nú 963
milljörðum króna. Stór hluti skuld-
anna er gengisbundinn,
tæpur fjórðungur.
Hlutfall þeirra af heild-
arskuldum hefur farið
hækkandi frá áramótum.
Það skýrist af gengisfalli
krónunnar, segir Grein-
ingardeildin.
Heildarskuldir fyrir-
tækja lækkuðu um ellefu
milljarða í júlí. Þær hafa
hins vegar aukist um ríflega þriðj-
ung á árinu.
- ikh
ÁSGEIR JÓNSSON
Verðbólga og gengi
hækka skuldirnar
Talsverð uppstokkun varð á stjórn
bresku herrafataverslunarinnar
Moss Bros í kjölfar þess að Row-
land Gee, afkomandi stofnenda
verslunarinnar, seldi meirihluta-
eign sína í vikunni. Tveir stjórn-
endur hverfa á braut í hræringun-
um og koma aðrir í þeirra stað.
Á sama tíma skipti Moss Bros
um viðskiptabanka, fór ásamt
David Stoddart frá Teather &
Greenwood, sem er í eigu Lands-
bankans, til Altium Capital, að
sögn Financial Times.
Baugur, sem á um 29 prósenta
hlut í Moss Bros, lagði fram tilboð
í verslunina upp á 42 pens á hlut,
jafnvirði um fimm milljarða króna
á þávirði í enda febrúar.
Afkomendur stofnenda verslun-
arinnar, Moss- og Gee-fjölskyld-
urnar, voru andvígar tilboðinu frá
upphafi. Töldu þær tilboðið alltof
lágt og endurspegla ekki það verð-
mæti sem leyndist í félaginu. Um
tíma leituðu þeir að meðfjárfesti
til að bjóða með þeim í meirihluta
Baugs í versluninni. Eignarhalds-
félag Lauru Ashley jók verulega
við hlut sinn í versluninni á sama
tíma.
Andstaðan gegn tilboðinu og
hræringar í hluthafahópnum urðu
til þess að ekkert varð úr form-
legu ferli. Gengi hlutabréfa í
versluninni tók dýfu í kjölfarið.
Það stóð í 27,75 pensum á hlut í
gær, sem er rúmlega 30 prósent-
um lægra en þegar Baugur lét til
skarar skríða. - jab
Moss Bros breytir til
Danska fyrirtækið A.P. Möller-
Mærsk, eitt stærsta skipaflutn-
ingafyrirtæki í heimi, hagnaðist
um 11,6 milljarða danskra króna,
jafnvirði 190 milljarða íslenskra, á
fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta
er 58 prósenta aukning frá í fyrra.
Mestu munar um verðhækkanir
á olíu síðastliðið árið en eitt félaga
A.P. Möller-Mærsk stundar olíuleit
í norðanverðri Afríku, í Kasakstan
og Túrkmenistan auk þess sem það
á rétt á olíuleit í Norðursjó. Fyrir-
tækið hefur aukið olíuvinnslu upp
á síðkastið.
Tekjur skipaflutningafélagsins
námu rúmum 153 milljörðum
danskra króna á tímabilinu sem er
sjö milljörðum meira en í fyrra.
Fyrirtækið segir horfurnar góðar
það sem eftir lifir árs og þær muni
nema 65 milljörðum danskra króna.
Það er fimm milljörðum meira en
fyrri spár hljóðuðu upp á. Skipa-
flutningarisinn situr á digrum sjóð-
um og hefur gert tilboð í sænska
skipaflutningafyrirtækið Brost-
rom upp á 2,8 milljarða danskra
króna. Stefnt er á að greiða fyrir
með lausafé. - jab
SKIP FULLT AF FARMI Skipaflutningaris-
inn A.P. Möller-Mærsk sér fram á gott ár
í flutningum og olíuvinnslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Danir telja árið gott
MARKAÐSPUNKTAR
Hrávöruverð á heimsmarkaði var í byrjun
þessarar viku hið lægsta frá áramótum,
að því er fram kemur í Hagvísum Seðla-
bankans. Fyrstu fjórar vikur ágúst var
olíuverð 15 prósent lægra að meðaltali
en í júlí. Álverð var um 8 prósent lægra
á sama tíma.
Endurskoðaðar hagvaxtartölur frá við-
skiptaráðuneyti Bandaríkjanna sýna nú
3,3 prósenta hagvöxt á öðrum ársfjórð-
ungi, í stað 1,9 prósenta áður. Breytingin
skýrist af meiri útflutningi en fyrstu tölur
gáfu til kynna, auk meiri ríkisútgjalda.
Landsvaki hagnaðist um 70,5 milljónir
króna á fyrstu sex mánuðum ársins
samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær.
Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn
50,7 milljónum króna. Aukningin nemur
39 prósentum. Eiginfjárhlutfall félagsins
er 60,54 prósent.
Ístak ætlar að segja upp
300 starfsmönnum frá þess-
um mánaðamótum og fram
í nóvember. Starfsfólki hef-
ur ekki verið tilkynnt um
uppsagnirnar. Óvíst hverjir
fara og hvort þeir fara allir,
segir framkvæmdastjóri.
Þá verða á næstu þremur
mánuðum fækkað um 40
stöðugildi meðal blaðbera
Fréttablaðsins.
„Við erum með um þúsund starfs-
menn. Stórum verkefnum er að
ljúka og sá samdráttur kallar á að
við fækkum hjá okkur,“ segir
Loftur Árnason, framkvæmda-
stjóri Ístaks.
Fyrirtækið hefur tilkynnt
Vinnumálastofnun um hópupp-
sagnir. Þrjú hundruð manns verði
sagt upp frá þessum mánaðamót-
um og fram í nóvember.
Loftur segir óákveðið hverjum
verði sagt upp. Verklokin kalli á
uppsagnir og reglur krefjist þess
að greint sé frá þeim með miklum
fyrirvara.
Yfir þrjú hundruð manns starfa
við Hraunaveitu, sem tengist
framkvæmdum við Kárahnjúka, á
vegum Ístaks. Því verki lýkur að
mestu nú í haust. Þá hefur félagið
unnið við breikkun Reykjanes-
brautar, við Nýbýlaveg í Kópa-
vogi, húsnæði Bauhaus við Vest-
urlandsveg og víðar. Stór hluti
starfsmanna Ístaks er erlendur.
Loftur vill ekkert um það segja
hvort uppsagnirnar bitni á erlend-
um starfsmönnum sérstaklega,
eða þeim sem starfað hafa við
Hraunaveitu. „Við höfum ekki
ákveðið hverjum verður sagt upp
og við höfum ekki greint starfs-
mönnum frá þessu,“ segir hann og
bætir því við að ekki sé ljóst hvort
ný verkefni komi til þegar líður á
haustið. „Það er ekki útilokað að
þessi tala eigi eftir að breytast.“
Jón Steindór Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins, segir þetta merki um að
nú dragi úr umsvifum í bygginga-
starfsemi. „Það er nú eðli þessara
fyrirtækja að þau stækka og
minnka. Jafnframt skyldi maður
þá ætla að þeir sjái ekki fram á
verkefni fyrir þetta fólk svona í
bráðina og ákveði því að fara
þessa leið.“
Jón Steindór segir að þegar hafi
dregið verulega úr umsvifum á
byggingamarkaði og býst við frek-
ari samdrætti.
Pósthúsið, sem er dótturfélag
365 miðla, hefur einnig tilkynnt
um niðurskurð sem svarar 40
stöðugildum, en þar er um að ræða
uppsagnir 129 blaðbera. Hannes
Hannesson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir að lunginn af
þeim sé fólk á aldrinum 13 til 16
ára. Uppsagnirnar komi til fram-
kvæmda á næstu þremur mánuð-
um.
Ari Edwald, forstjóri 365, segir
þetta lið í hagræðingu og endur-
skipulagningu á dreifingu Frétta-
blaðsins. Hætt verði að bera blað-
ið í hús í Reykjanesbæ, Akranesi,
Borgarnesi, Hveragerði og Sel-
fossi.
Á móti verði unnið að því að
bæta dreifinguna um allt land með
því að koma upp sérstökum blaða-
kössum í íbúðahverfum og víðar, í
samstarfi við sveitarfélög.
ingimar@markadurinn.is
Þriðjungur missir
vinnuna hjá Ístaki
UNNIÐ VIÐ REYKJANESBRAUT Ístak hyggst segja um 300 manns upp störfum á næst-
unni. Félagið hefur unnið við Hraunaveitu, Reykjanesbraut og fleiri verk. Sumum
þeirra er að ljúka og óvíst hvað tekur við. MYND/E.ÓL.
„Það væri nær fyrir Byr að horfa
á samruna sem styrkir sparisjóð-
inn en hitt,“ segir Ragnar Z. Guð-
jónsson, sparisjóðsstjóri Byrs.
Leitað sé leiða til að styrkja spari-
sjóðinn með samruna inn í hann.
Samþykkt var á fundi spari-
sjóðsins síðdegis í fyrradag að
breyta Byr í hlutafélag. Ragnar
segir mætinguna hafa verið mjög
góða eins og ávallt á fundum
Byrs en fjögur hundruð stofn-
fjáreigendur mættu til að kjósa
um það eina mál sem var á dag-
skrá. Mikill meirihluti stofnfjár-
eigenda var fylgjandi breyttu
rekstrarformi.
Beiðni um breytinguna verður
nú send til Fjármálaeftirlitsins.
Ragnar veit ekki hversu langan
tíma eftirlitið gefur sér en vísar
til þess að mánuð hafi tekið að
samþykkja háeff-breytingu
Spron í fyrra.
Þrálátur orðrómur hefur verið
á lofti að Byr sameinist öðru fjár-
málafyrirtæki í kjölfar breyting-
anna. Nokkrir bankar eru sagðir
standa við þröskuldinn. Glitnir er
oftast nefndur á nafn enda hlut-
hafar tengdir bankanum, Stoðum
(áður FL Group) og Baugi
umsvifamiklir hluthafar Byrs.
Ragnar segir erfitt að ráða í
framtíðina. Enn sé beðið sam-
þykkis Samkeppniseftirlitsins
fyrir sameiningu Kaupþings og
Spron frá í júlí og þeirra skilyrða
sem þar verði sett fram. „Ég held
reyndar að það væri mjög gott
fyrir sparisjóðina að sameinast
frekar,“ segir Ragnar. - jab
ÍBYGGNIR STJÓRNENDUR Sparisjóðs-
stjóri Byrs (hér til hægri) er hæstánægð-
ur með stofnfjáreigendafund í fyrradag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Byr á heima með sparisjóðum