Fréttablaðið - 29.08.2008, Síða 27

Fréttablaðið - 29.08.2008, Síða 27
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér finnst mjög skemmtilegt að elda góða mat. Það er ekkert of erf- itt fyrir mig og ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Austurlenskur matur er í miklu uppáhaldi og rétturinn sem ég segi frá núna er skelfiskur í kókoskarrí,“ segir Elís. Innihaldið er eftirfarandi: 300 grömm af hörpudiski, hálfur rauðlaukur, nokkrir sveppir, rauð og græn paprika, ferskt kóríander, hálfur brokkólíhaus ein dós af smámaís, hálf dós af taílenskri rauðri karrí- sósu og heil dós af kókosmjólk, tvær matskeiðar af venjulegu karríkryddi, fjórir hvítlauksgeirar og ein teskeið af söxuðu engifer. Aðferðin er einföld. Sveppirnir, rauðlaukurinn og paprikurnar, ásamt brokkólíinu er steikt á vok- pönnu ásamt engiferinu, kóríand- erinu og hvítlauknum og síðan er karríduftinu bætt við. Þegar græn- metið er orðið pínu brúnað er sett hálf dós af taílenskri karrísósu og ein af kókosmjólk og hörpudiskur- inn út í. Þetta er látið malla í tvær mínútur og hrært í réttinum allan tímann. „Það er algjör skylda að bera fram nanbrauð með þessum rétti og gott er að hafa mikið vatn enda er rétturinn mjög sterkur svona, þó að auðvitað geti fólk stjórnað því hversu sterkur hann er,“ segir Elís. mikael@frettabladid.is Beint frá Austurlöndum Elís Rúnarsson háskólanemi er mikill meistarakokkur og eldar mikið bæði fyrir sig og aðra. Elís hefur ferðast mikið og einnig búið erlendis en á ferðum sínum hefur hann sankað að sér ýmsum uppskriftum. Aldrei eru rólegheit í eldhúsinu hjá honum Elísi Rúnarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AKUREYRARVAKA verður haldin um helg- ina. Meðal þess sem boðið verður upp á er drauga- ganga, bókaupplestur, tónleikar, myndlistarsýningar, flóamarkaðir og sigling. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Aftur á dagskrá!Banfi dagar Í september hefjast á ný Banfi dagar í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Norður-Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Tríó Björns Thoroddsen spilar. Sjá nánar á perlan.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.