Fréttablaðið - 29.08.2008, Page 28

Fréttablaðið - 29.08.2008, Page 28
Soffía Sveinsdóttir, IB stallari við Menntaskólann við Hamrahlíð og veðurfréttakona á Stöð 2, er mikill matgæðingur. Hún leggur áherslu á hollustu og eldar reglulega góm- sætan kjúklingarétt með rófum, kartöflum og gulrótum. „Ég reyni að hafa matinn sem ég elda ein- faldan, hollan og góðan og þessi réttur sameinar þetta þrennt. Soffía stundar mikla heilsurækt og leggur áherslu á að borða hollan mat sem inniheldur rétta samsetn- ingu af orkugjöfum og næringar- efnum, en hún er efnafræðingur að mennt og hefur mikinn áhuga á næringarfræði. „Þegar ég elda vil ég blanda saman gæðapróteini og trefjaríkum kolvetnagjöfum og ég reyni að hafa sem minnst af sterkju og einföldum kolvetnum,“ útskýrir hún. klara@frettabladid.is Einfaldur, hollur og góður Nýuppteknar karöflur, rófur og gulrætur eru einstaklega gómsætar og hægt er að nota þær í margvíslega rétti en nú er akkúrat rétti árstíminn til þess að prófa sig áfram með rótargrænmeti. Soffía Sveinsdóttir hefur mikinn áhuga á næringarfræði og eldar oft rétt úr rófum, kartöflum og gulrótum. FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÍVÍ ER HITAEININGASNAUTT og inniheldur tvö- falt meira af C-vítamíni en appelsína. Í kívíi er einnig mikið af A-vítamíni sem er meðal annars gott fyrir sjónina. 150-200 g kartöflur 150-200 g gulrætur 150-200 g rófur 6-8 kjúklingavængir 1-2 matskeiðar Moroccan krydd frá Nomu 1-2 teskeiðar ólífuolía Grænmetið er brytjað niður og skinn- ið tekið af kjúklingnum. Þetta er allt sett saman í poka ásamt kryddinu og olíunni blandað saman við. Öllu hellt í eldfast mót og sett inn í ofn. Eldað í um 45 mínútur á 200 gráðu hita. Köld sósa 2-3 dl létt AB mjólk, síuð í kaffifilter (þá þykknar mjólkin og verður sætari) 1 teskeið Creole krydd frá Pottagöldr- um 1/2-1 teskeið hunang salt Gott að láta sósuna standa í hálftíma áður en hún er notuð. KJÚKLINGARÉTTUR með rótargrænmeti FYRIR 2 Soffía tekur alltaf skinnið af kjúkl- ingnum til að minnka fituna. F A B R I K A N Múffur að hætti Jóa Fel Skógarberjamúffur EL B A BAÐINNRÉTTINGARNAR Heilsteyptu vaskborðin eru vinsæl!30% afsláttur af ELBA og Snaigé raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu FATASKÁPAR MEÐ HEFÐBUNDNUM HURÐUM Innréttingatilboð sem þú mátt ekki missa af! ALLT AÐ 20-25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM VIÐ BJÓÐUM ENN BETUR OG VEITUM 5% AUKA AFSLÁTT SÉ GREITT Í EINU LAGI VIÐ PÖNTUN Val um 30 hurðagerðir: Komdu með málin Allt á sama stað: MARKMIÐ OKKAR ER AÐ VEITA ÚRVALSÞJÓNUSTU OPIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.