Fréttablaðið - 29.08.2008, Qupperneq 45
verður hann oft fyrir valinu þegar
ég vel undirstöðuna í fataskápinn.
Ég er samt sem áður óhrædd við að
blanda sterkum litum saman við og
þá dregst ég oft að fushia bleikum
og rauðum.“
Uppáhaldshönnuður? „Miucchia
Prada.“
Hvar kaupir þú fötin þín? „Hjá Sæv-
ari Karli.“
Ef þú værir á leið í verslunarferð,
hvert myndir þú fara? „Til Mílanó.“
Hvernig er heimadressið þitt?
„Stella McCartney íþróttagalli sem
ég held að sé hugsaður fyrir hlaup-
ara, hann nýtist mér þó aðallega
uppi í sófa fyrir framan sjónvarp-
ið.“
Bestu kaupin? „Miu Miu armband
sem ég keypti í London fyrir tveim
árum. Vekur alltaf athygli þó að
klæðnaðurinn sé einfaldur.“
Verstu kaupin? „Útvíðar gallabuxur
með skuggalega háu mitti. Þær eru
eitt heitasta sniðið á buxum í dag
en einhverra hluta vegna þá hef ég
klætt mig í þær nokkrum sinnum en
enda alltaf á því að finna eitthvað
annað sem virkar miklu betur.“
Eru einhver tískuslys í fataskápn-
um þínum? „Ætli þar sé ekki víg-
völlur ýmissa átaka en ég vil meina
að þetta séu bara nauðsynlegar til-
raunir til að finna sinn stíl.“
Tískufyrirmyndir? „Mæja frænka.
Hún blandar saman eigin stíl við
stór nöfn í tískuheiminum og það
finnst mér einkenna karakter.“
Hver eru helstu tískumistök sem
konur gera? „Það er að klæðast
vitlausum sniðum. Konur verða
að velja sér snið sem henta þeirra
vaxtarlagi. Það geta allir klætt sig
vel ef þeir fá réttar ráðleggingar.
Konur eiga oft erfitt með að finna
buxur á sig og þá er mikilvægt að
vita hvaða snið hentar manni í stað
þess að elta tískubólur.“
martamaria@365.is
Vintage kjóll
sem er í miklu
uppáhaldi.
„Þetta eru flottustu skór í heimi, þeir
fara vel á fæti og eru bæði rokkaðir og
kvenlegir,“ segir Lára Ósk um GUCCI
skóna sína.
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona 72 ára
„Mín ráðlegging er að fara nú að nota hausinn og spurja
sig hvað við getum gert því það eru svo margir möguleik-
ar í dag. Það liggur stundum við að mér finnist kreppan
vera send til okkar til að við vöknum upp, förum aðeins að
hugsa og vinna svolítið meira.
Ég hef nú þann aldur að ég hef farið í gegnum nokkr-
ar kreppur og man eftir því að í einni kreppunni, þegar
allt var svart, þá settust konur við saumavélina og fóru að
framleiða borðtuskur. Ég er ekki að segja að konur eigi
endilega að gera það í dag, en fólk er orðið svo þreytt á þessum fjöldafram-
leiddu vörum. Fólk vill frekar eitthvað sérstakt svo það er um að gera að stilla
því bara í hóf frekar en að fara að kaupa eitthvert drasl.
Ég þoli ekki þetta væl í fólki. Hingað til hafa Íslendingar ekki sett það fyrir sig að
vinna og ég held að við höfum bara gott af þessu. Ef við höfum ekki vinnu er
um að gera að búa hana til og þá fara ævintýri að gerast,“ segir Guðrún.
Ragnar Arnalds rithöfundur 70 ára
„Ég held að það sé höfuðatriði að taka ekki bankalán
nema í ýtrustu neyð og sjá til þess að vera aldrei með yfir-
dráttarlán. Þá þurfa menn auðvitað að gæta þess að fara
ekki yfir á reikningnum því það eru svo gífurlega háir vext-
ir á yfirdráttarlánunum. Í öðru lagi á fólk alls ekki að taka
bankalán til að kaupa hlutabréf eða þess háttar. Fólk getur
ekki treyst því að kreppan hafi náð botni. Hlutirnir geta enn
átt eftir að falla mikið, við vitum ekkert um það.
Svo er um að gera að skipta við lágvöruverðsverslanir og
ef fólk þarf á bíl að halda, skiptir líka máli að vera ekki að kaupa dýra bíla. Það
eru ekki bara vextirnir af skuldum vegna bílalána sem skipta máli, heldur líka af-
skriftirnar. Bílar eru afskrifaðir svo hratt.
Það skiptir auðvitað máli hvort fólk á mikið afgangs eða ekki, en þegar fólk er
í fjárhagsvandræðum er mjög þýðingarmikið að lista upp í hvað maður eyðir í
hverjum mánuði og reyna að skipuleggja fjármál sín,“ segir Ragnar.
Neyðin kennir naktri konu að spinna
Fáðu ferskar
íþróttafréttir á
hverjum morgni
Fréttablaðið stendur vaktina á hverju kvöldi – líka á laugardögum.
Þannig færum við þér nýjustu úrslitin og staðgóða umfjöllun á
morgunverðarborðið hvern einasta morgun.*
*Sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins er prentuð á laugardegi áður en íþróttaúrslit
dagsins liggja fyrir og 24 stundir koma hvorki út á sunnudögum né mánudögum. Auk
þess fara 24 stundir í prentun aðra daga áður en íþróttaleikjum kvöldsins er lokið.
Fréttablaðið er eina dagblaðið sem færir þér ferskar íþróttafréttir alla morgna
vikunnar, líka á sunnudögum.
Allt sem þú þarft – alla daga
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
29. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR • 7