Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 48
díana mist bland í gær og á morgun ... FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST: ÞARF AÐ LÁTA LOKA SÍMANUM... Það besta við það að vera í sumar- fríi er að geta drukkið ótæpilega og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að mæta alltaf timbraður í vinnuna. Í gær- kvöldi ákvað ég að prófa að blanda saman nokkrum tegundum í von um að ég gæti búið til einhvern ódauð- legan drykk sem yrði heimsfrægur á mettíma líkt og Fajito. Þetta endaði ekki betur en það að sjálf var ég orðin hauslaus yfir sportinu þegar mér datt í hug að senda eldgömlum kærasta sms eftir að hafa rekist á hann á face- book nokkrum klukkutímum áður. Ætli það hafi ekki verið „single“ statusinn á honum sem kveikti í mér. Á meðan ég var blindfull heima hjá mér voru vin- konur mínar á Boston að tjútta með Andreu Gylfa söngkonu og Birni Jör- undi. FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST: LÍÐUR EINS OG LALLA LÚSER... Þótt það sé stundum svolítið gott að skvetta í sig í sínum heimahögum var upplitið á mér ekkert sérlega glæsi- legt þegar ég vaknaði upp við sím- hringingu frá brjálaðri kærustu eld- gamla kærastans. Hún lét mig alger- lega heyra að maður ætti að láta eigur annarra í friði og sagðist myndu vilja hitta mig í skuggasundi ef ég héldi uppteknum hætti. Ég reyndi að malda í móinn með því að segja að gæinn hefði verið skráður einhleypur á Face- book en hún hlustaði ekki á það heldur gargaði á mig. LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST: LENGI LIFI HAVANA CLUB Menningarnótt var svolítið eins og gamall Benz, lengi í gang en þegar leið á kvöldið fór allt í blúss- andi gang. Rakst á Hönnu Birnu borgarstjóra hjá Pétri Gauti lista- manni. Hún var þar í góðum fíl- ing ásamt Ósk- ari Bergssyni og mökum þeirra. Á leið minni frá Njálsgötu niður í bæ rakst ég á Stefán Jónsson leik- stjóra og DJ Margeir. Þegar líða tók á kvöldið tékkaði ég á stemningunni á Prikinu. Þar var Erpur og allt Rottweil- erliðið, Yvan Rodic Facehunter í fylgd með Elísabetu Ölmu Reykjavik Looks píu. Erpur og félagar voru hressir, drukku Rottweil- er-drykkinn sem inniheldur Hav- ana Club, grænt epla Mickey Finns og fyllt upp með engiferöli. Þrátt fyrir góða lyst á áfengi sagði ég nei takk þegar mér var boðið þetta og tók nokkur Havana Club staup í staðinn! Þegar leiðin lá á b5 var ég orðin megahress. Þar var ekki þver- fótað fyrir maraþonhlaupnum Glitnis- starfsmönnum. Þar var líka Guðjón Már, Helgi Björns, Jón Ólafsson Vatns- son, Hulda Pjetursdóttir verðbréfamiðl- ari í Kaupþingi og Þorsteinn Joð sýndi góða takta. Lét samt vera að reyna við hann þar sem ég er í tímabundnu karlabindindi eftir sms-rugl vikunnar. Silja sæta Magg var líka á b5 ásamt kærastanum Sigurði Pálma og svo sá ég glitta í Aðalbjörgu Ósk Gunnars- dóttur Ungfrú Reykjavík (fyrir þá sem ennþá þekkja fegurðardrottningar). Felix Bergsson leikari Gamall draumur rættist þegar ég við fengum snúrustaurana við húsið okkar í sumar. Það eiga bara að vera snúrustaurar við svona hús eins og við búum í, en það var byggt árið 1925. Dóttir mín var miður sín þegar við breyttum stofunni, því henni fannst hún svo kósí. Við bjuggum því til stofu á öðrum stað með gula kósísóf- anum okkar og þar eyði ég um tuttugu prósent af mínum degi í vinnu við skrif og undirbúning verkefna. Ég er brjál- aður KR-ingur og held með mínum mönn- um. Ég held að margir haldi á móti KR frek- ar en með sínum liðum, svo ég mæti stoltur hverj- um þeim sem er á móti liðinu í KR peysunni minni. Ég vinn mjög mikið á tölv- una, bæði við að skrifa barnaefni og annað. Ég berst á móti því að skipta oft um tölvur og reyni frekar að vinna með þá vél sem ég hef. Við erum hinsegin fjölskylda og erum stolt af því. Við Baldur keyptum fánann fyrir tíu árum í Bandaríkjunum og hann hefur lent í ýmsum ævintýrum. Hann hefur meðal annars farið í nokkrar Gay-pride göngur, verið rænt og sem betur fer var hann endurheimtur. Hjólið er samgöngutæki 21. ald- arinnar og ég legg til að fólk sýni gott fordæmi og noti hjálm. Það er hægt að hjóla tíu mánuði á ári og það er æðislegt. I-podinn er ekki bara skemmtitæki heldur líka atvinnutæki í augnablik- inu. Ég nota hann mikið í vinnunni með Gunna Helga og þar sem ég er að vinna á Rás 2 hlusta ég mikið á tónlist. Kaffivélina fékk ég í fertugsafmælis- gjöf frá foreldrum mínum og systkinum. Þetta er algjör mega maskína og maður skrönglast að henni á morgnana til að byrja daginn. Hún er svona álíka og öndunarvél fyrir mann í andnauð. Ég er búinn að reka leikhóp- inn Á Sen- unni um ára- bil og við eigum tíu ára starfsaf- mæli þriðja jan- úar næstkom- andi. Ég er gríð- arlega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð og þeim viður- kenningum sem við höfum hlot- ið frá starfsfélög- um okkar á Grím- unni. Það er búið að vera mjög gott sumar í rifsberjunum. Mér finnst best að sulta berin heima og nú er til ógrynni af sultu á heimilinu, bæði rifs - og sólberja. TOPP 10 FÖSTUDAGUR Ef þú ert ekki nú þegar búin að fara á Jazz- hátíð Reykjavíkur er um að gera að drífa sig í Fríkirkjuna í kvöld klukkan átta. Þar mun belgísk-íslenska bandið Mógil spila með Heiðu Árnadóttur í fararbroddi auk þýska gestaleikarans Theo Belckmann. Ekki missa af notalegri kvöldstund í Fríkirkjunni. LAUGARDAGUR Árlegur útimarkaður í Álafosskvosinni verður haldinn á morgun milli klukkan 12 og 16. Hægt verður að kaupa allt frá lífrænt ræktuðum kryddjurtum, sultum og brauði yfir í kompudót, fatnað og skartgripi. Auk þess mun Elísabet Brekkan, útvarpskona hjá RÚV, stýra prinsessukjólauppboði svo ef þú vilt finna prins- essuna í þér skaltu ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara! fiú fær› tvennt í einu í sömu vöru „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í fjögur ár. Mér finnst Angelica gefa mér orku sem ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og langhlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi og ég fæ sjaldnar kvef.“ www.sagamedica.isFæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum Aukin orka og sjaldnar kvef Br yn dí s M ag nú sd ót tir , R ey kj av ík Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! Me› Angelicu fær› flú tvenns konar virkni í sömu vöru. Rannsóknir sty›ja gó›a reynslu af notkun ætihvannar í 1100 ár. 10 • FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.