Fréttablaðið - 29.08.2008, Page 68

Fréttablaðið - 29.08.2008, Page 68
40 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is >NÝJASTA NÝTT Ný fegrunarmeðferð nýtur nú mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum, en þar spila litl- ir fiskar stóra rullu. Fótum með harðri og óásjálegri húð er dýft í vatnsbala með svöngum fiskum, sem narta í tærnar þar til harða húðin er horf- in og eftir eru mjúk- ir og fínir fætur. Búist er við því að innan skamms verði boðið upp á sambærilegar meðferðir fyrir líkam- ann allan. Lohan-fjölskyldan er í uppnámi eftir að Michael Lohan, faðir leikkonunnar góðkunnu, talaði við fjöl- miðla um óánægju sína með Samönthu Ronson. Hann heldur því fram að hún sé „að nota“ Lindsay. Michael Lohan, föður leikkonunnar Lindsay Lohan, hefur enn einu sinni tekist að reita dóttur sína til reiði. Hann lýsti því nýlega yfir að hann hefði miklar áhyggjur af sambandi hennar og Samönthu Ronson og sagði plötusnúðinn vera að nota Lindsay. Michael heldur að Sam- antha ætli sér að gefa út einhvers konar ævisögu og selja þar með söguna af ástarsambandi sínu og Lindsay. „Ég er að missa vitið yfir þessu. Þetta kemur Lindsay ekki vel. Við skulum bara segja að ég vona að Lindsay fari að opna augun og átta sig á því hvert fólkið sem er að nota hana er,“ sagði Michael, sem ásak- ar Samönthu einnig um að halda víni að dóttur hans – sem á að vera edrú eftir að hafa farið í með- ferð í fyrra. „Samantha drekk- ur og réttir Lindsay drykki undir borðið. Á bak við tjöldin versnar þetta bara og versn- ar,“ segir Michael. Lindsay var fljót að vísa ummælum föður síns á bug. „Hann er stjórnlaus. Ég vil að hann hætti að særa og tala við fjölmiðla um fólk- ið sem ég elska,“ sagði leikkonan í viðtali við Access Hollywood. Á Myspace-síðu sinni er hún enn ákveðnari og segir pabba sinn verða sér til skammar og vera eineltisseggur „við fjölskyldu mína, sam- starfsfólk mitt, vini mína og stelpu sem er mér allt. Það er augljóst hver það er“, skrifar leikkon- an. „Hann hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi í lífi mínu því ég hef valið að hafa hann ekki hluta af því. Þessi nýja árás hans á líf mitt og ástvini mína er bara út af fíkn sem hann hefur – frægð,“ segir Lindsay og heldur áfram: „Ef hann væri í alvörunni að hugsa um mig og líf mitt myndi hann læra að virða óskir mínar og halda sig frá því.“ Samantha er ekki heldur par hrifin af ásökununum, eins og kemur í ljós á nýrri færslu hennar á blogginu. „Ég er ekki ástæðan fyrir því að hann og dóttir hans eru ekki í sam- bandi, það er hann,“ skrifar Sam- antha, sem kveðst ekki hafa nein áform um að skrifa bók. „Ég er ekki manneskjan sem er svo týnd að ég þurfi að nota samband mitt við Lindsay til að hafa í mig og á … ég er, mun alltaf vera og hef alltaf verið til staðar fyrir hana, ekkert annað,“ segir Samantha. Lohan-fjölskyldan tekst á ÁHYGGJUFULLUR Michael Lohan kveðst bera hag dóttur sinnar fyrir brjósti og óttast að Samantha sé að nota hana. Skólavörðustígurinn verður aftur undir- lagður af tískusýningardömum á morgun, en í þetta skiptið er það sýningin Stígurinn sem þar fer fram. Það er samstarfsverkefni hárgreiðslustofunnar 101 Hárhönnun og tísku- hússins ER við Skólavörðustíg. Þá mun Þór- hildur Ýr Jóhannesdóttir sýna hönnun sína undir nafninu Tóta Design. Hár fyrirsætnanna verður í höndum starfsfólks Hárhönnunar 101, sem notar hárvörur frá Aveda til að skapa haustgreiðslurnar. „Við erum að halda sýninguna í þriðja skiptið í ár og lokum Skólavörðustígnum eins og í fyrra. Núna ætlum við hins vegar að breyta aðeins til og fáum hljómsveitina Sometime til að spila fyrir gesti og gang- andi og leika undir sýningunni,“ útskýrir Þórhildur, sem er iðulega kölluð Tóta. Tísku- sýning undir berum himni hefur í för með sér ýmsar áhættur og getur verið erfið í fram- kvæmd ef veður er slæmt, eins og raunin var á menningarnótt. „Það var búið að spá rign- ingu á morgun, en spáin hefur verið að breyt- ast og lítur mjög vel út núna,“ segir Tóta fegin. „Það á jafnvel að vera sól og allt að fimmtán stiga hiti. Ef veðrið bregst okkur erum við með b-áætlun, en við notum hana ekkert, það verður bara að vera brjálæðislega gott veður,“ segir hún ákveðin og hlær við. Fötin frá Tóta design munu fást á Hárhönn- un 101. Sýningin á laugardag hefst klukkan 16 og eru allir velkomnir. Bakkus býður gestum og gangandi upp á fljótandi veitingar í tilefni dagsins. - sun Tískusýning á Skólavörðustíg VONAST EFTIR GÓÐU VEÐRI Þórhildur Ýr Jóhann- esdóttir er ein þeirra sem standa fyrir tískusýningu undir berum himni á Skólavörðustígnum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓSÁTTAR Lindsay segir pabba sinn vera stjórnlausan og Samantha vísar því á bug að hún hyggist skrifa bók um lífið með Lindsay. NORDICPHOTOS/GETTY Móðir leikarans Matthew McCon- aughey, Kay, hefur sent frá sér sjálfsævisöguna I Amaze Myself. Þar talar hún meðal annars um það þegar eiginmaður hennar og faðir Matthews lést í miðjum ást- arleik þeirra hjóna. „Á mánudagsmorgnum kvödd- umst við oft með því að njóta ásta. En einn daginn, allt í einu, gerðist það. Ég vissi að eitthvað var að því ég heyrði ekkert frá honum. Ekki neitt. En það var besta leiðin til þess að kveðja!“ skrifar Kay, sem kveðst hafa verið afar stolt af eiginmanni sínum og öllum lík- amshlutum hans. „Ég gekk úr skugga um að hann væri nakinn þegar þeir sóttu hann því ég var bara svo stolt að sýna minn stóra, fallega Jim McConaughey og gjöf- ina hans,“ skrifar Kay, sem grein- ir einnig frá því að Matthew hafi komið undir skömmu eftir að hún og Jim giftu sig í þriðja skiptið. „Ég var að reyna að ákveða mig. Vildi ég annað barn? Vildi ég halda fram hjá? Eða fara aftur í skólann? Þá kom Matthew undir. Við höfðum reynt í 16 ár og ekkert barn, svo Matthew kom okkur á óvart!“ skrifar móðirin. Matthew hefur reyndar sjálfur sagt að þegar hans tími komi vildi hann gjarnan fá að fara sömu leið og faðir hans. „Ég get ekki ímynd- að mér betri leið,“ segir leikar- inn. Vill fara eins og pabbi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.