Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 22

Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 22
24 25. september 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fjármálaráðherra Bandaríkj-anna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Fjárhæðin, sem skattgreiðendum er með tímanum ætlað að reiða fram, nemur fimm prósentum af framleiðslu Bandaríkjanna 2007. Það gerir 9.200 dollara á hverja fjögurra manna fjölskyldu þar vestra eða nálega 900.000 krónur á gengi dagsins. Meðaltekjur bandarískra heimila eru nú um 60.000 dollarar á ári. Það samsvarar 90.000 dollurum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Óvíst er, hvort þessir 700 milljarðar hrökkva fyrir tilætl- aðri hreingerningu. Kenneth Rogoff, prófessor á Harvard og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítur svo á, að hreingerningin geti kostað allt að þrisvar sinnum meira fé, þegar allt kemur til alls, eða 2.000 milljarða dollara. Reynist það rétt, mun reikningur- inn á endanum nema 26.000 dollurum eða tveim og hálfri milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það getur því tekið meðalfjöl- skyldu allt upp í þrjá eða fjóra mánuði að vinna fyrir því fé, sem þarf til að moka flórinn í fjármála- geiranum. Fyrri fjármálakreppur Hreingerningin eftir fjöldagjald- þrot banka og sparisjóða í Bandaríkjunum 1986-95 kostaði fjögur prósent af landsframleiðsl- unni þar vestra; um skeið var talið, að kostnaðurinn myndi nema allt að tíu prósentum af landsfram- leiðslu, en svo illa fór þó ekki. Einn þeirra, sem setti sparisjóð á hausinn með ótæpilegum útlánum og bruðli og varpaði 1,3 milljarða dollara skaða á skattgreiðendur, var Neil Bush, bróðir Bandaríkja- forseta. Hann slapp með 50.000 dollara sekt og bann við frekari aðkomu að bankastjórn (Repúblik- anaflokkurinn skaut saman fyrir sektinni). Fimm þingmenn sættu sérstakri rannsókn siðanefndar Bandaríkjaþings fyrir að mylja undir spilltan sparisjóðsstjóra, sem var dæmdur í tólf ára fangelsi. Einn þeirra var John McCain, nú forsetaframbjóðandi repúblikana. Hann slapp með áminningu fyrir lélega dómgreind. Hversu mikið fé hafa banka- kreppur annars staðar kostað skattgreiðendur? Bankakreppan á Norðurlöndum fyrir tæpum 20 árum kostaði skattgreiðendur í Noregi og Svíþjóð þrjú til fjögur prósent af landsframleiðslu og í Finnlandi 13 prósent, þar eð hrun Sovétríkjanna um svipað leyti þyngdi róðurinn í finnsku efna- hagslífi. Um sjöttungur útistand- andi bankalána í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi lenti í vanskilum. Rót vandræðanna í löndunum þrem mátti rekja til óhóflegrar útlána- aukningar í kjölfar frívæðingar fjármálakerfisins. Var frívæðingin misráðin? Nei, en henni hefði þurft að fylgja eftir með strangara aðhaldi og eftirliti. Hreingerningin eftir fjármálakreppuna í Japan 1997 kostaði fjórðung af lands- framleiðslu; þar lenti þriðjungur lána í vanskilum. Þessar tölur eru sóttar í nýja skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Þeir hirða hagnaðinn, þú berð tapið Tvær ákvarðanir stjórnvalda ollu miklu um kreppuna nú á banda- rískum fjármálamörkuðum. Í fyrsta lagi lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti eftir 2000, svo að húsnæðisverð hækkaði upp fyrir eðlileg mörk (líkt og gerðist hér heima nokkru síðar, þegar ódýrt erlent lánsfé tók að streyma inn í landið). Bankar og aðrar lánastofnanir gengu á lagið og fóru geyst í útlánum, einkum með undirmálslánum til húsakaupa handa fólki, sem tók lánin með tvær hendur tómar. Þegar húsnæðisbólan hjaðnaði, rýrnuðu veð bankanna og vanskil hlóðust upp. Í annan stað afnam Banda- ríkjaþing 1999 með lögum gamalt bann frá 1933 gegn því, að viðskiptabankar starfi einnig sem fjárfestingarbankar. Þessari lagabreytingu fylgdi mun veikara bankaeftirlit en áður og meiri áhættufíkn bankanna. Þeir tóku að veita lán í miklu stærri stíl en áður og selja skuldaviðurkenningar lántakenda öðrum bönkum og þannig koll af kolli. Þessi keðjubréf breyttu bankalandslagi Bandaríkjanna í jarðsprengjusvæði í þeim skilningi, að enginn veit lengur fyrir víst, ekki heldur bankarnir sjálfir, hvar útlánaáhættan liggur grafin. Bankarnir þora því ekki lengur að lána hver öðrum. Jörðin er frosin. Aðalhöfundur nýju laganna var Philip Gramm, efnahagsráðgjafi Johns McCain. Ríkisstjórn Bush forseta eygir enga leið aðra út úr ógöngunum en að senda skattgreiðendum reikninginn án þess þó að skerða hár á höfði sökudólganna. Þetta er sósíalismi andskotans í allri sinni dýrð: pilsfaldakapítalismi. Pilsfaldakapítalismi Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um efnahagsmál Aðsteðjandi vandi í alþjóðlegum peninga- og efnahagsmálum markar tímamót á sviði nútíma hagfræðihugsunar og gjaldþrot þeirrar hugmyndafræði stjórnvalda víða um heim sem fluttist úr hagfræðideildum bandarískra háskóla yfir í valdamestu stefnumótandi stofnanir í Washington D.C. upp úr 1970 og kallast The Washington Consensus. Rót vandans liggur í sakleysislegri tilgátu sem þekktasti hagfræðingur á síðari hluta 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafinn Paul A. Samuelson, setti fram í doktorsritgerð við Harvard-háskóla 1942 gagngert í þeim tilgangi að ryðja notkun algebru og örsmæðareiknings (e. calculus) braut við athugun á fræðilegum haglíkönum – tilgátan er svohljóðandi: Markaðshagkerfi er „kerfi í „varanlegu“ hreyfan- legu jafnvægi“ (e. „a system in „stable“ equilibrium or motion“, Foundations of Economic Analysis, bls. 5) Í þessari meginkennisetningu ráðandi (e. mainstream) nútíma hagfræði felst sú hugmynd að sérhvert frávik frá jafnvægis- skilyrðum markaðshagkerfa leiðréttist af sjálfu sér vegna sjálfkrafa viðbragða þeirra drifkrafta sem knýja hagkerfið á braut hreyfanlegs jafnvægis líkt og þyngdaraflið stýrir brautum allra efnisagna alheims í aflfræði Newtons. Tilgáta í þessa veru er ekkert verri en margt annað sem akademískir fræðimenn geta látið sér detta í hug og var engum til meins svo lengi sem hún hélt sig innan dyra í akademíu. Og hefði væntanlega vakið menn til umhugsunar strax 1942 ef einhverjum hefði dottið í hug að hún yrði tekin alvarlega af stjórnvöld- um á sviði peningamála heims upp úr 1970. Því í tilgátunni felst að peningalegt jafnvægi í hagkerfum einstakra þjóða og heimsins alls verður bezt tryggt með því að stjórnvöld og seðlabankar heims standi ekki í vegi fyrir því jafnvægi, sem tilgátan segir felast í markaðsöflum, heldur víki til hliðar. Í dag eru peningakerfi einstakra þjóða og heimsins alls í uppnámi - tilgátan reyndist ekki eiga við rök að styðjast. Höfundur er hagfræðingur. Hagfræðikreppa GUNNAR TÓMASSON Fjármálakreppan Í fremstu röð Sjálfstæðisflokkurinn efnir til fundar með bæjarstjórunum í Reykjanesbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi en þessi bæjarfélög reyndust hlutskörpust í könnun Capacent Gallup um þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Munu bæjarstjórarnir ræða þennan góða árang- ur við ráðgjafa Capacent. Full ástæða er til að hvetja borg- arfulltrúa í Reykjavík til að mæta á fundinn, hlusta vel. Og ekki vera hræddir við að spyrja. Grjótkast Jón F. Bjartmarz yfirlög- regluþjónn tók Staksteina Morgunblaðsins á beinið í blaðagrein í gær. Vísar Jón í dálkinn frá 10. september síðastliðnum, þar sem spurt var hvaða verkefnum sérsveitin væri að sinna þegar hún væri ekki við æfingar. Jón segir að svörin við því hafi mátt finna í sama blaði og dregur þá ályktun að Staksteinahöfundur lesi ekki sitt eigið blað. Þegar Björn skrifaði Staksteina Eins og Jón Bjartmarz bendir á er hann ekki einn um að þykja sleifarlag á skrifum Staksteina um þessi mál. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir skrifin að umtalsefni á heimasíðu sinni og segir: „Þegar ég skrifaði Staksteina, var lögð rík áhersla á, að höfundar væru vel að sér um það, sem birst hefði í Morgunblaðinu. Skyldi sú regla ekki lengur við lýði?“ Hvernig væri að Björn liti inn uppi á Mogga og sýndi mönnum þar á bæ hvernig á að skrifa Staksteina! bergsteinn@frettabladid.isL ögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, frá- farandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyj- ólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráð- herra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverf- inu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lög- reglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lög- reglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúm- lega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnað- arheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskól- anum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeild- ar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheim- ildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi. Löggæslumál landsins eru í uppnámi. Samskiptin við dómsmálaráðherra JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.