Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 25. september 2008 3 Tískustraumar spretta oft upp úr ríkjandi þjóðfélagsástandi. Fatatísku má skilgreina sem vin- sældabylgju sem gengur yfir ákveðið tímabil og mótast af ríkj- andi þjóðfélagsástandi og menn- ingarstraumum. Tískustraumarn- ir ná að festa sig mismikið í sessi. Þá þróa margir persónulegan stíl sem stundum gengur þvert á tísku- strauma en er yfirleitt undir ein- hverjum óljósum áhrifum frá til dæmis rómantískri fatatísku, pönktímanum eða frjálslegum fatnaði blómabarnanna. - ve Mörgum þótti kjóll Christinu Applegate bera af hátíðinni og Sandra Oh þótti líka glæsileg í kjól frá Oscar de la Renta. LÍTIÐ KOM Á ÓVART Í KLÆÐAVALI STJARNANNA Á EMMY-VERÐLAUNAHÁ- TÍÐINNI Í ÁR EN NOKKRAR SKÖRUÐU ÞÓ FRAM ÚR. Stjörnurnar sem spígsporuðu eftir rauða dreglinum á Emmy- verðlauna- hátíðinni, sem fram fór í Los Angeles síðastliðinn sunnudag, þóttu taka litla áhættu í klæðavali og var talsvert um kunnugleg snið og kjóla. Nokkrar stjörnur báru þó af eins og venja er og þótti leikkonan Christina Applegate taka sig sérstaklega vel út í ljósbláum kjól með gyltum skellum. „Hann er í senn fágaður og djarfur,“ sagði stílistinn Mary Alice Stephenson. Grey’s Anatomy-stjarnan Sandra Oh þótti einnig skara fram úr, en hún hefur áður mátt dúsa á lista hinna verst klæddu. Hún skartaði gamaldags blúndukjól frá Oscar de la Renta og þykir hafa tekið stórstígum framförum. Annars voru fjólubláir og hlýralausir kjólar áberandi ásamt uppsettu hári enda hitinn í Los Angeles mikill. - ve Stjörnurnar tóku litla áhættu Straumar og stefnur ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París P arís er borg tískunnar. Auk hinna frægu verslunargatna eins og Avenue Montainge og rue Faubourg St. Honoré er París þekkt fyrir stóru verslunarhúsin le Printemps, les Galeries Lafayette og le Bon Marche, svo þau frægustu séu nefnd. Þau minna á Harrod´s í Lundúnum og Barney´s í New York. Einhver myndi kannski halda að því hljóti Frakkar að vera afskaplega vel klæddir. Ef að er gáð er þetta ekki alltaf staðreynd. Á tíu ára ferli í tískuheiminum hef ég marga fjöruna sopið, jafnt í fínum búðum sem og á „show- roomum“ þar sem tíska næstu árstíðar er seld til verslana en undanfarið hef ég stöku sinnum hlaupið í skarðið á „corneri“ hjá einu af ítölsku tískuhúsunum í tveimur af fyrrnefndum verslunarhúsum, Printemps og Galeries Lafayette. Þessi verslunarhús sem bæði er að finna á Haussmann-búlvarðinum eru eins og dagur og nótt. Annars vegar er það Printemps sem um nokkurt skeið hefur dregið að sér efnaðri viðskiptavini með sífellt fágaðri vöru, með hugmyndum eins búð í búð (shop in shop) þar sem mörgum fínum búðum er safnað undir sama þaki og svo með því að fækka smátt og smátt ódýrari merkjum sem eru eins og skrattinn úr sauðar- leggnum samanborið við fínu merkin. Á meðan er Galeries Lafayette samkomustaður allra mögulegra og ómögulegra gesta og auglýst í hverjum einasta ferðamanna- bæklingi. Franskur almenningur minnir stundum á bændur úr moldarkofum Íslands á nítjandu öld og virðist hafa mælt sér mót í verslunarhús- inu. Í ljós kemur að stór hluti viðskiptavina Galeries Lafayette klæðir sig í myrkri í þær flíkur sem hendi eru næst og hafa ekki kynnst hárgreiðu um nokkurt skeið. Gínurnar eru gengnar niður af fyrirferðarmiklum og æstum viðskiptavinum og svo harkalega er togað í viðkvæm- ar silkiblússur á herðatrjánum að smám saman koma í ljós göt á axlarsaumunum. Goðsögnin um land tískunnar fölnar því dálítið eftir nokkra daga í svona stórverslun. Hér í landi er mikill þrýsting- ur frá kaupmönnum að lengja afgreiðslutíma verslana. Bæði Printemps og Galeries Lafayette hafa nýlega fært lokunartímann til klukkan 20 og í október ætla kaupmenn að loka klukkan 21. Hugmyndin er svo að hafa opið alla sunnudaga 2009. En nú er að sjá hvort starfsfólkinu sé nóg boðið í landi þar sem almenningur er þekktur fyrir að mótmæla á götum úti. Verslunarhúsið sem kannski er hvað minnst þekkt og því rólegt er Bon Marche sem er á vinstri bakkanum í St. Germain des Près-hverfinu. Bon Marche er í fínni hluta Parísar og viðskiptavinirnir ansi fágaðir og andrúmsloft afslappað. berg75@free.fr Kolaport hátískunnar KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR 69354 00101 Lir: Svart Stærðir: 36-47 Exercise W. 22484 00101 Lir: Svart Stærðir: 40-47 Transporter 42073 00709 Lir: Svart Stærðir: 36-42 Urban Flexor 46913 00101 Lir: Svart Stærðir: 36-42 Catch FIMMTUDAGS TILBOÐ 15.995 12.495 16.995 13.495 13.995 10.995 14.995 11.995 Síðumúla 3 - Reykjavík Hæðasmára 4 - Kópavogur Opið virka daga 11-18, laugard. 11-15 Frábært úrval AÐHALDSUNDIRFÖT Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Alla föstudaga Þjóðfélagsástand hefur áhrif á tísku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.